Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 31
UNGLINGALANDSMÓT mæla með að hafa mótið svona dreift. Það gerir alla framkvæmd bæði erfiðari og dýrari. Það þarf að breyta skákkeppninni í einstaklingskeppni til að útiloka ekki efnilega einstaklinga frá minni félögum frá þátttöku. Einnig er nausynlegt fyrir mótshaldara að hafa þátttökuna tilbúna í það minnsta mánuð fyrir mót." Hvað telur þú að svona mót gefi krökkunum sem taka þátt? „Að keppa á landsmóti er mjög spennandi tilhugsun fyrir krakka á þessum aldri og allir fá sína viðurkenningu fyrir þátttöku. Oft skapast góð kynni á milli krakka i .. * sem síðan „Ao sjaljsogöu er margt mjög eftirminnilegt sem verður aldrei sett á haldast og krakkarnir hafa samband sín á milli og bera saman prent. arangur smn - t.d. frá síðasta unglingalandsmóti." Er eitthvað sérstaklega eftirminnilegt frá mótinu? „Að sjálfsögðu er margt mjög eftirminnilegt og mun aldrei verða sett á prent. Ég vil helst nefna jákvætt atriði varðandi frekar leiðinlegt veður á sunnudeginum. Þannig var að við vorum búin að leggja mikla vinnu í að skipuleggja brottför að tjaldbúðunum þannig að hún gengi sem best fyrir sig. Rútur áttu að koma og fara úr annarri áttinni en einkabílarnir úr hinni, en veðurguðirnir tóku málið í sínar hendur. Fólk var að fara af svæðinu allan daginn þannig að engin umferðarteppa myndaðist og allt gekk mjög vel fyrir sig. Dálítið köld en ódýr lausn fyrir mótshaldarann." Myndir þú halda annað unglinga- landsmót hérna á Blönduósi? „Já alveg hiklaust, því fyrr því betra." ISLANDSMET Guðrún Svana Pétursdóttir, HSH, bætti eigið met í hástökki stelpna þegar hún stökk 1.53 á Unglingalandsmótinu. Guðrún sést hér setja Islandsmetið og eins og sjá má á myndinni gæti Guðrún stokkið enn hærra með smá lagfæringu á stíl. 400 manns í frjálsum Um 400 pátttakendur voru frá 23 samböndum og félögum í frjálsum íþróttum á unglingalandsmótinu. Flestir í knattspyrnu 15 félög sendu um 450 pátttakendur í knattspyrnu og var pað fjölmennasta greinin á mótinu. Fyrirmyndarbikar Lið Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu hlaut fyrirmyndarbikarinn í mótslok. 4000 manns komu Talið er að alls lmfi um 4000 manns komið og fylgst með unglingalandsmótinu á Blönduósi. Uml700 manns tóku pátt í mótinu frá 24 héraðssamböndum og félögum. Sigraði þrjár greinar Þórunn Erlingsdóttir, UMSS, gat farið ánægð heim að móti loknu. Þórunn gerði sér lítið fyrir og sigraði í premur greinum, spjótkasti, langstökki og 100 metra hlaupi. UMSK og UÍA sigursœl Mjög góð pátttaka var íflestum greinum frjálsra iprótta á Vorboðavellinum. UMSK og UÍA voru sigursælustu samböndin ífrjálsum íþróttum en 17 verðlaunapeningar féllu í skaut hvors sambands. SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.