Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 16
Falur Harðarson yfirgaf liðið en hver getur kvartað þegar leikmaður eins og Jonathan Bow kemur í staðinn. Jonathan Bow var með 28,9 stig að meðaltali í leik í fyrra og mun það án efa koma sér vel fyrir annars reynslulítið vesturbæjarlið. Lárus Arnason kom frá IS og er þar á ferðinni mikill skotbakvörður sem á eftir að styrkja liðið mikið. Það mun mikið mæða á þjálfaranum Axel Nikulássyni og hver veit nema þessi gamli jaxl nái að púsla saman sigursælu liði í vetur. Valur Lítið annað en fall virðist koma til greina hjá Hlíðarendaliðinu í vetur. Þeirra aðalmaður, Jonathan Bow, yfirgaf liðið og miðað við leik liðsins í fyrra er ekki búist við miklu af þeim rauðklæddu í vetur. Bárður, Bragi og Ragnar léku allir ágætlega í fyrra en án Jonathan Bow gætu þeir lent í erfiðleikum. Þjálfari liðsins er Torfi Magnússon. Þór Akureyrarliðið kemur sterkt til leiks og með betri skilning á Hvað segir Tómas Holton? Hverjir eru möguleikar ykkar í DHL-deildinni? „Við eigum svipaða mögu- leika og í fyrra. Við fórum nokkuð léttilega í úrslitin og fengum aðeins smjörþefinn af því besta. I vetur komum við reynslunni ríkari og því aldrei að vita hvað býr í liðinu Hvaða lið verða í topp- baráttunni? „Suðurnesjaliðin verða á toppnum eins og vanalega en ég held að Haukarnir komi til með að ógna þeim. Þeir eru komnir með stóran útlending og eru með þrjá landsliðsmenn fyrir. Þeir œttu að geta farið alla leið.“ úrvalsdeildinni. Sandy Anderson og Kristinn Friðriksson eru í farar- broddi en þeir léku báðir mjög vel í fyrra. Liðið var heppið með riðil og gæti vel tryggt sér annað sætið á eftir Grindavík. Þjálfari liðsins er Jón Guðmundsson. Ríkur í 10 sekúndur Þeir eru miklir áhugamenn um knattspyrnu, meðlimir í Veðdeild Blíðfara á Olafsfirði. Þarna er á ferðinni karlablúbbur með fimmtán meðlimi og hittast þeir kvöldið fyrir hvern leik Leiftursliðsins og veðja á úrslit. Spennan er mikil og háar upphæðir í pottinunum, en einu sigurvegararnir eru hins vegar knattspyrnudeild Leifturs. Það mætti kannski frekar kalla Veðdeild Blíðfara, stuðningsmannaklúbb Leifturs, þar sem öll starfsemi deildarinnar felst í því að safna peningum fyrir 1. deildarliðið. Blíðfari safnaði litlum 450 þúsundum síðastliðið ár ef herrakvöldið, sem Blíðfari stendur fyrir, er ekki talið með. Það eru allar aðferðir notaðar til að safna peningum en fyrirkomulag þeirra á tippkvöldum vekur óneitanlega mesta athygli. Það kostar meðlimi 200 krónur að tippa og aðeins er veðjað á úrslit úr leikjum Leifturs. Peningarnir renna allir í einn pott sem í rauninni gengur aldrei út. Það eina sem meðlimir Blíðfara fá fyrir að tippa á rétt úrslit er að halda á vinningnum í 10 sekúndur áður en formaðurinn tekur hann aftur og leggur í pottinn. I lok tímabilsins er potturinn síðan allur lagður inn á reikning knattspyrnudeildar Leifturs. Það er kannski ekki skrítið að bæjarfélag með slíka stuðnings- menn eigi knattspyrnulið í toppbaráttu 1. deildar. 16 SKINFAXI Æ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.