Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 35
UNGLINGALANDSMÓT Stærsti sigurinn er að gera sitt besta Dagana 12.-14. júlí 1995 var haldið Unglingalandsmót UMFI í Húnavatnssýslu, og fór keppnin fram á nokkrum stöðum. A Blönduósi var keppt í knatt- leikjum og golfi - sundgreinar voru á Hvammstanga - skák, glíma og golf á Skagaströnd og keppni í frjálsum íþróttum fór fram á Vorboðavelli sem er í næsta nágrenni við Blönduós. I tilefni þessa landsmóts var vígður nýr íþróttavöllur - Vorboðavöllur - sem er í eigu Ungmennafélagsins Vorboðans í Engihlíðahreppi, en það er fámennt félag innan vébanda USAH sem af miklum dugnaði, krafti og ákveðni hefur gert hina ágætustu aðstöðu til æfinga og keppni í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. I forystu þessa félags er Valdimar Guðmannsson, núverandi formaður USAH. Þetta unglingalandsmót var 2. í röðinni en fyrir 3 árum var það fyrsta haldið á Dalvík. Framkvæmd þessa móts tókst bærilega vel en var ekki hnökralaus. Ávallt þarf að vanda sem best til undirbúnings og það þarf líka að setjast niður að loknu móti og spyrja hvað mátti betur fara - hvað gleymdist o.s.frv. og slíkum athugasemdum þarf að koma áfram til næsta mótsaðila. íþróttamannvirki eru víða orðin mjög góð og þar af leiðandi eru fleiri aðilar en áður prýðilega í stakk búnir til að taka að sér talsvert viðamikið mótshald. Með þessu móti verður til þekking og reynsla vítt og breitt um landið sem kemur að góðu gagni við hvers konar meiriháttar atburði sem þarf að skipuleggja og stjórna. Það er ekki nokkur efi á að þessi mót eigi fullan rétt á sér og gefa mikil og góð tækifæri fyrir æskufólk að koma saman - þreyta keppni - kynnast - efla félagsvitundina, og umfram allt að vera með, því að það skiptir höfuðmáli. Það verða auðvitað alltaf einhverjir til að sigra í keppnis- greinunum - en stærsti sigurinn er að gera sitt besta - sigra í hjarta sínu og vekja gleði og ánægju með sjálf- um sér með þátttökunni einni saman. Mörgum finnst keppni í íþróttum ganga of langt og vissulega getur hún gengið út í öfgar. Það þarf að gæta vel að ómótaðri og viðkvæmri barnssál í hörðum heimi keppnisíþrótta og allir íþróttakennarar og þjálfarar ættu og verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í því að skynja á hverjum tíma hvað er að gerast í huga barns eða Það er ekki aðalmálið að komast á verðlaunapall. unglings og bregðast við af þekkingu og góðri dómgreind. Hins vegar er afreksfólk nauðsynlegt - það vekur áhuga - skapar viðmiðun - hvetur til dáða. Eðli okkar er slíkt að við viljum og þurfum fyrirmyndir en afreksfólkið verður þá líka að vera vandanum vaxið því að á það er horft og hvort sem því líkar betur eða verr er ,,Hins vegar er afreksfólk nauðsynlegt. ábyrgð þess mikil. Talsverður fjöldi foreldra fylgdi börnum sínum á Unglingalands- mótið og er það mjög til góðs og auðveldar starf fararstjóra. Svona mót er kjörið til fjölskyldusamveru og upplyftingar frá daglegu amstri, auk þess sem fleiri eru til að hvetja og vekja góða stemmningu á mótsstað því að afar fáir utan fylgd- arliðs félaganna komu til að fylgjast með mótinu. Stjórnendur UMFÍ sóttu þetta landsmót og fylgdust vel með og sýndu því mikinn áhuga. Ungmennafélagshreyfingin hefur í gegnum tíðina mótað og „alið upp" afreksfólk þessa lands í hinum ýmsu íþróttagreinum og einnig alla hina sem sameiginlega hafa og munu með styrk sínum og félagslund skapa betra umhverfi í þessu landi sem okkur öllum þykir svo vænt um. Lárus Ægir Guðmundsson Skagaströnd 35 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.