Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 36
Eg held að ég hafi alltaf haft það í huganum að verða að lokum hestur. Eg vissi nákvœmlega hvert ég var að fara og ég einbeitti mér að leiðinni þangað. Þegar ég náði takmarki varð nýtt takmark til. I hvert sinn sem ég kláraði eitt markmið fékk ég líka meiri trú á sjálfum mer. Ég hafði alltaf það lokatakmark að verða sá besti, en ég nálgaðist það takmark með því að taka eitt skref í einu. Það er þess vegna sem ég var ekki hræddur þegar ég fór í North Carolina-háskólann strax eftir framhaldsskólanám. Allir sögðu við mig að ég ætti ekki að fara þangað þar sem ég væri ekki nógu góður til að spila með svo góðum háskóla. Mér var sagt að fara frekar í háskóla flughersins þar sem ég hefði örugga vinnu eftir námið. Allir þóttust vita hvað væri mér fyrir bestu en ég hafði sett mér mitt eigið markmið. Ég setti mér alltaf skammtíma- markmið. Þegar ég lít til baka sé ég að hvert þessara markmiða leiddi mig að því næsta. Þegar ég var ekki valinn í körfuboltaliðið á öðru ári í framhaldskóla lærði ég margt. Mig langaði ekki að líða þannig aftur. Mig langaði aldrei að hafa það sama bragð í munninum eða hafa sama hnútinn í maganum. Ég setti mér markmið að komast í byrjunarlið framhaldsskólans. Ég einbeitti mér að þessu markmiði allt sumarið. Þegar ég æfði hugsaði ég ekki um annað. Þegar ég komst síðan í byrjunarliðið setti ég annað markmið sem ég gat mögulega náð á þeim tíma. En ég þurfti að æfa mikið og lengi til að ná þessum markmiðum. A leiðinni teiknaði ég mynd í huga mínum af þeim leikmanni sem ég ætlaði að verða og hvernig ég ætlaði að spila. Ég held að ég hafi alltaf haft það í huganum að verða að lokum bestur. Ég vissi nákvæmlega hvert ég var að fara og ég einbeitti mér að leiðinni þangað. Þegar ég náði takmarki varð nýtt takmark til. I hvert sinn sem ég kláraði eitt markmið fékk ég líka meiri trú á sjálfum mér. Ég var búinn að ná það mörgum takmörkum að nú hafði ég trú á þvíað ég gæti leikið í North Carolina- háskólanum. Þetta var allt í huga mér - ég skrifaði aldrei neitt niður - ég einbeitti mér bara að næsta markmiði. Ég held að þetta hugarfar sé nauðsynlegt fyrir alla. Þetta er ekkert öðruvísi en fyrir þann sem ætlar sér að verða læknir. Ef það er þitt markmið og þér gengur ekki vel í líffræði þarftu að byrja á að einbeita þér að því fagi, þegar það tekst kemur nýtt markmið. Þegar þú hefur náð toppnum í líffræði einbeitir þú þér að eðlisfræði og svo framvegis. Taktu allt í litlum skrefum. Ef þú gerir það ekki verður markmiðið oferfitt og líkur á að þú gefist upp. Segjum til dæmis að eina takmarkið þitt væri að verða læknir. Það eina markmið tæki þig of langan tíma til að halda einbeitingunni. Hvað ef þú stðan næðir ekki markmiðinu? Væri lifið búið hjá þér? k Oll skrefin eru eins og bútar úr púsluspili. Þegar allir bútarnir eru komnir saman er komin rnynd. Ef þú gerir þitt besta nærðu að setja flesta bútana saman. Það fá ekki allir að sjá lokamyndina. Það geta ekki allir orðið bestir í sölumennsku, körfubolta og svo framvegis. Þú getur samt sem áður verið talinn einn afþeim bestu. Þess vegna set ég mér alltaf skammtímamarkmið. Hvort sem það er golf, körfubolti, viðskipti eða fjölskyldan set ég mér alltaf mark- mið sem ég á raunhæfa möguleika á að ná á næstunni. Ég spyr spurninga, ég les, ég hlusta. Ég gerði það hjá Chicago White Sox. Ég var ekki hræddur að spyrja að því sem ég vissi ekki. Af hverju ætti ég að vera hræddur? Ég er að reyna að ná næsta markmiði mínu. Hjálpið N mér, gefið mér leiðbeiningar. Það er ekkert að því. Eitt skrefí einu ég sé enga aðra leið til að nálgast markmið þín. Þýtt og endursagt úr bók Michael Jordan, „I can't accept not trying". I næsta tölublaði Skinfaxa mun Jordan tala um óttann.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.