Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 25
Hugarþj álfun er engin auðfarinn „hókus-pókus44 leið Á síðustu árum hefur orðanotkun íþróttafólks, þjálfara og íþrótta- fréttamanna verið að breytast. Þegar einhverju íþróttaliði gengur illa í keppni er oft gripið til sálfræðilegra skýringa s.s. "okkur vantaði sjálfstraust, við fórurn á taugum, liðsandinn var ekki nógu góður, samstaðan var ekki nógu góð, álagið var of mikið, þetta var sálrænt stríð, þeir voru andlega sterkari". I þjálfun hefur hingað til verið lögð megináhersla á líkamlega þjálfun. Iþróttafólkið öðlast m.a. aukinn líkamlegan styrk, úthald og færni. Mikilvægi líkamlegra æfinga verður ekki dregið í efa. Árangur íþróttafólks verður stöðugt betri, kröfurnar til þeirra meiri og þar með álagið. Höfuðatriði fyrir keppnisfólk er að hin líkamlega þjálfun skili sér í hámarks árangri. Ymsir truflandi þættir valda því oft að árangur í keppni er í litlu eða engu samræmi við æfingar. Með sífellt betri og markvissari líkamlegri þjálfun hefur það komið æ betur í ljós að það sem skilur verðlaunahafa frá öðrum keppendum er andleg líðan þeirra og hugarástand. Þessi þáttur verður því sífellt mikilvægari. Fyrir nokkrum árum hófum við vinnu með það sem við köllurn Hugarþjálfun. Okkur þótti skorta á að þessum þætti undirbúnings væri nægilega sinnt. Áhugi var vissulega fyrir hendi en fáir vissu hvernig ætti að bera sig að. Við leituðum víða fanga og alls staðar var það sama uppá teningnum. Mikill meirihluti þeirra sem komast á verðlaunapall hafa nýtt sér einhvers konar hugræna þjálfun. Megin inntakið í hugmyndum hugarþjálfunar er að í ákveðnu hugarástandi skili íþróttamenn bestum árangri. Slíkt hugarástand einkennist m.a. af andlegri yfirvegun, leikgleði, einbeitingu, öryggi og ákveðni. Þetta hugarástand er hægt að þjálfa með markvissum hætti og auka þar með líkurnar á því að íþróttafólk nýti getu sína til fulls, njóti íþróttarinnar betur og sýni meiri stöðugleika í frammistöðu sinni. Fyrir vikið þarf mínútur. Þetta er gjarnan gert undir okkar handleiðslu og hittum við þátttakendur á u.þ.b. tveggja vikna ____________________, Hugarþjálfun er þess eðlis að hana má laga að öllum íþróttum ekki að treysta á tilfallandi þætti s.s. stuð, dagsform, áhorfendur, hagstæða dómara eða veður. Hugarþjálfun er þess eðlis að hana má laga að öllum íþróttagreinum, bæði einstaklings- og hópíþróttum. Hugarþjálfun er engin auðfarin "hókus-pókus" leið. Hún þarfnast eins og líkamleg þjálfun, mikillar vinnu og þolinmæði, nokkuð sem góðir íþróttamenn kunna. Fyrir nokkru lukum við gerð þjálfunarkerfis sem við nefnum Hugarþjálfun. Markmið þess er að íþróttamenn læri að ná stjórn á því hugarástandi sem gerir þeim kleift að nýta getu sína til fulls. Kennd er tækni til þess að þjálfa rétt hugarástand og ná stjórn á því. Þjálfunin byggir á þrautreyndum aðferðum. Um er að ræða 14 vikna þjálfun, sem fer að mestu fram utan keppnistímabils. Þjálfunin er að stærstum hluta á þrernur hljóðsnældum sem hver og einn fær. Hlustað er á hvern hluta, a.m.k fimm sinnum yfir vikuna og er meððallengd hvers hluta um 10 fresti. Þjálfunin skiptist í sex vikna grunnþjálfun, þar sem farið er yfir aðferðir til þess að ráða við spennu og kvíða og tileinka sér yfirvegun og öryggi. Þá má líka nefna þjálfun í að útiloka sig frá truflandi umhverfis- áreitum. Síðan kernur sex vikna hugarþjálfun þar sem notkun sjónmynda er þjálfuð, leiðir til að leysa vandamál eru útfærðar, sjálfstraustið er aukið og einbeitingin er skerpt. Að lokum er sérstakur undirbúningur fyrir keppni, til notkunar á keppnisdegi, sem fólk notar rétt fyrir keppni. Loks má geta þess að við bjóðum uppá u.þ.b. tveggja tíma kynningarfyrirlestra um hugarþjálfunina fyrir íþróttafélög og skóla. Dr. Hörður Þorgilsson sálfræðingur, s. 568 27 51. Lárus H. Blöndal sálfræðingur, s. 567 60 48, Salbjörg Bjarnardóttir hjúkrunarfræðingur, s. 557 91 64. SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.