Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 22
hreyfing leikmanna á milli félaga og samgöngur orðnar allt aðrar svo það er voðalega erfitt að bera þennan árangur saman við árangur liðsins hér á árum áður." Nú hafðir þú áður leikið með toppliðum, hvernig var það? „Þegar ég spilaði með KA fékk ég smjörþefinn af því besta og þroskaðist meira en maður hefði gert hérna. Ég kom svo hingað heim árið 1986 og keppti í 3. deild- TT inni þegar „rlann var að kalla á Grím en ekki öndunar- grímu. a við unnum hana. Árið 1987 fórum við svo upp í 1. deild en það var svo gjörólíkt lið miðað við Leiftursliðið í dag. Það var alveg frábært að komast upp og spila meðal þeirra bestu en hugsunin var bara allt öðruvísi en hún er í dag. Okkur tókst ekki að halda okkur uppi og eyddum næstu árum í 2. deild eða allt þar til við komum upp í fyrra. í dag erum við með mjög sterkt lið og það var hægt að gera þá kröfu til leikmanna að halda liðinu uppi og við höfum gert gott betur en það." Finnst þér liðið hafa staðið sig betur en þú áttir von á? „Ég er mjög ánægður með árangurinn hingað til og við eigum enn raunhæfa möguleika á Evrópu- sæti (Leiftur tapaði svo fyrir ÍBK 3-2 í næstu umferð og missti afsætinu). Ef litið er á mannskapinn þá held ég að við höfum ekki staðið okkur neitt betur en við áttum að gera. Við vorum ekki með neinar yfirlýsingar fyrir mótið en ég held að flestir leikmenn liðsins hafi búist við þessum árangri. Fyrir tímabilið sá ég ekki nema tvö lið sem væru sterkari á pappírunum en við og það voru KR og Akranes. Með þetta hugarfar fannst mér alveg eðlilegt að við stefndum að þriðja sætinu en nú hafa Eyjamenn verið á ótrúlegri siglingu svo möguleikinn á því sæti er kannski ekki mikill í dag." Hver er helsti styrkleiki Leifturs- liðsins? „Við erum með mikið af góðum knattspyrnumönnum og mórallinn hefur verið mjög góður. Svo er andrúmsloftið hérna í bænum mjög sérstakt og við finnum fyrir mjög miklum stuðningi frá bæjarbúum. 22 SKINFAXI Ég hef spilað með öðrum liðum eins og Breiðablik og KA og það er ekki hægt að bera það saman við að spila hérna á Ólafsfirði. Hérna snýst allt um fótbolta og allir bæjarbúar koma og tala við okkur eftir leikina og ræða málin. Á Akureyri og í Kópavogi var bara mætt á æfingar og leiki en strax að þeim loknum gleymdist fótboltinn." Eruð þið komnir til að vera í 1. deild? „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og með þennan mannskap ættum við að spjara okkur í nokkur ár í viðbót. Það er að vísu langt þangað til við fáum einhverja stóra árganga upp í meistaraflokk hjá Leiftri en við fáum stráka úr nágrannabæjum þar sem Leiftur er eina liðið á Norðurlandi í 1. deild- ínm. Hefur íslandsmótið í sumar verið skemmtilegra en áður? „Það hefur ekki verið lakara en hins vegar setur það strik í reikninginn að Skagamenn stungu snemma af. Þar af leiðandi fór mesta spennan úr mótinu en annars tel ég að flest liðin hafi verið að spila mjög góðan bolta „Mótið hefur ekki verið lakara en áður. íí og það sést kannski best á árangri íslensku liðanna í Evrópu- keppninni." Eitthvað óvænt? „Nei, það eru alltaf lið sem standa sig illa og svo önnur sem koma á óvart. Ég held að umfjöllunin um þessi lið hafi bara verið meiri í ár þar sem um tvö stór Reykjavíkurlið var að ræða." Er Þorvaldur eitthvað farinn að spá í að leggja takkaskónum? „Ég hef auðvitað velt því fyrir mér en ég tel mig nú enn eiga eftir nokkur góð ár. Á þessum aldri tek ég bara eitt ár í einu og velti því ekkert of mikið fyrir mér." Að lokum er eitthvað sérstaklega eftirminnilegt á ferlinum? „Árið 1987 spiluðum við í Vestmannaeyjum leik sem endaði 1- 1. Þetta gerðist í fyrri hálfleik en eins og alltaf þá var ég með vatnsbrúsa bakvið markið. Ég skelli mér svo þegar Leiftur er í sókn og ætla að fá mér vatnsopa en fattaði fljótlega að búið var að setja vodka í brúsann í stað vatns, einhverjir krakkar höfðu þá hellt vodka í vatnið mitt. Maður hló nú bara af þessu þá en í da^ hefði þetta eflaust verið kært til KSÍ. Árið 1984 lék ég líka mjög

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.