Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 8
Björn Bjarnason hefur nú mennta- og menningarmálaráð- herra í u.þ.b. hálft ár. Það vill stundum gleymast að mennta- málaráðherra er líka íþrótta- málaráðherra og í Ijósi þess ákvað Skinfaxi að ná af honum tali. Fyrst var ráðherrann spurður að því hvernig honum hefði líkað starfið? „Mér hefur líkað það ágætlega. Það er mikið að gera og í mörg horn að líta. Kannski hef ég þó ekki ennþá áttað mig alveg á öllum þáttum starfsins. Ekki er langur tími liðinn frá því að ég tók við starfinu og ég á eftir að kynnast því betur þegar Alþingi situr að venjulegum störfum. Starfið er mjög fjölbreytilegt." Björn hefur að eigin sögn alla tíð haft nóg að gera og þrátt fyrir að hafa skipt um atvinnu telur hann enga breytingu verða þar á. „Verkefni mín í ráðuneytinu eru margvísleg. Hér berast inn fjölmörg erindi. Undanfarið hefur verið unnið að fjárlagagerð. Þar þarf að marka stefnu með hagsmuni ráðu- neytisins í huga og þeirra sem til þess heyra. Núna er ég einnig að velta fyrir mér lagafrumvörpum sem á að flytja á þinginu í haust og vinna að verkefnaáætlun fyrir ráðuneytið. Auk þess fer mikill tími í samtöl, heimsóknir og afgreiðslu á daglegum erindum. Um helgar eru svo ýmsar samkomur. Eg þarf ekki að kvarta yfir því að hafa ekki nóg að gera." Nú veltir fólk oft fyrir sér tímanum sem það tekur að afgreiða mál í ráðuneytunum. Hvað tekur að meðaltali Iangan tíma fyrir málefni að fara í gegnum menntamálaráðuneytið? „Eg hef nú ekki mælt það. Eg hef sagt hér á fundum með starfs- mönnum og látið þau boð ganga að menn eigi ekki að láta mál taka lengri tíma en það þurfi. Mál sem hægt er að afgreiða strax eigi að afgreiða strax en svo eru alltaf mál sem þarf að skoða betur og þau fara þess vegna hægar í gegnum ráðuneytið. Vafalaust mættu mörg mál taka skemmri tíma í meðferð ráðuneytisins. Mín reynsla er sú að því fyrr sem mál er afgreitt því auðveldara og minna er um erfið- leika í afgreiðslu þess. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.