Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 20
r Eg var svo stressaður að Þorvaldur Jónsson er fæddur og uppalinn á Olafsfirði. / A ferlinum hefur hann spilað með liðum eins og KA á Akureyri og UBK í Kópavogi en nú leikur Þorvaldur * heima á Olafsfirði í markinu hjá 1. deildarliði Leifturs sem liann segir að komið sé til að vera. En hvenœr byrjaði Þorvaldur að œfa knattspyrnu? „Ég man nú ekki eftir mér öðruvísi Þjálfaranum hefur ekki fundist en með fótboltann svo það er nú þú nógu góður útispilari? ?? leikinn þurfti að sœkja upp brekkuna.“ örugglega orðið ansi langt síðan ég byrjaði. Ég var alltaf á skíðum á veturna en fótboltinn er eftirminni- legri frá minni æsku. Ég man til dæmis að við stofnuðum okkar eigin íþróttafélag Hálfan og á þeim tíma voru þrjú íþróttafélög hér á Ólafsfirði. Það var auðvitað Leiftur, þá stofnuðu ég og vinir mínir Iþróttafélagið Örninn og aðalandstæðingarnir okkar voru Fálkarnir. Þá var nú bara æft á túnunum sem menn höfðu og ég man nú sérstaklega eftir einum velli- num en hann var í mjög mikilli brekku svo hálfan leikinn þurfti að sækja upp brekkuna. A þessum tíma vorum við með stórar hugmyndir í gangi og ætluðum til dæmis að fá ýtu til að slétta svæðið og gera þar alvöru völl." Kepptuð þið þá innbyrðis á móti Fálkunum? „Við kepptum innbyrðis og vorum líka með þær hugmyndir að taka þátt í Islandsmótinu í knattspyrnu. Þetta var virkilega skemmtilegur tími sem maður gleymir aldrei. Við fórum t.d. alltaf niður á sund- laugartúnið strax eftir ensku knatt- spyrnuna á laugardögum og hermd- um eftir stjörnunum úr sjónvarpinu, þar var oft mjög gaman." Varst þú alltaf í markinu? „Ég hef alla tíð verið í markinu. Ég spilaði reyndar einn og einn leik í yngri flokkunum sem útispilari en það var bara vegna þess að ég var puttabrotinn eða eitthvað álíka." „Eða svona góður í markinu." Hefur þú spilað einhverjar aðrar íþróttir? „Hérna var ekkert um neinar aðrar íþróttir að ræða. Við höfðum mjög lítinn sal þar sem ekki var hægt að æfa körfu eða handbolta og í leikfimi var lítið annað gert en hlaup og teygjuæfingar. Þegar ég var um 12 ára gamall var ég á gangi um golfvöllinn og fékk að draga kerru nokkrar holur sem varð til þess að ég hljóp beint heim og pantaði sett. A tímabili æfði ég golfið nokkuð mikið og var orðinn alveg þokka- legur, 13 ára var ég kominn í 10 í forgjöf. Þegar ég varð eldri fór ég síðan í skóla á Akureyri og fór þar að æfa handbolta. Ég lék þrjú sumur í markinu hjá KA í knattspyrnu og á veturna mætti ég á handboltaæfingar til að halda mér í formi. Ég var afar slakur til að byrja með en þetta þróaðist svo ágætlega og ég spilaði þarna eina þrjá vetur með mönnum eins og Magnúsi Gauta og Sigmari Þresti. Magnús Gauti var alveg sérstakur en hann hitaði t.d. alltaf upp með því að fá sé eina pípu og slá svo nokkrum sinnum á líkamann sinn, svo fór hann inná og varði eins og brjálæðingur." KA-menn hafa ekki leitað til þín aftur núna þegar Sigmar Þröstur yfirgaf þá? „Nei, ég hef nú líklega ekki verið fyrstur á blaði þar." Var ekkert erfitt að vera í svo mörgum íþróttum? „Ég held að það hafi verið mjög gott fyrir framtíð mína að hafa æft ?? Fór beint svona heim og pantaði sett. a margar íþrótta- greinar. Maður þjálfar mismunandi vöðva í hverri íþrótt og það hefur komið manni vel og minnkað meiðslatíðni. Ég tel það ókost að krakkar séu farnir að velja eina íþrótt kannski ekki eldri en 10 ára gamlir." Nú er Leiftur orðið topplið í 1. deild, hefur þessi árangur liðsins komið þér á óvart? „Ég átti nú ekki von á þessu þegar ég var yngri og það að staður með ekki fleiri íbúa hafi náð þessum árangri verður að teljast alveg frábært. I dag er þetta samt allt öðruvísi. Núna er miklu meiri Þorvaldur hefur mest fengið á sig sex mörk í einum og sama leiknum. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.