Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 12
Meira ber á öfund og afbrýdisemi Hugleiðingar Flemmings Jessen Samstarf í íþróttahreyfingunni og samstarf við aðrar hreyfingar s.s. Sund- sambands Islands við Ungmennafélag Islands og Frjálsíþróttasamband Islands gefur starfsemi allra félaga og sambanda aukinn kraft og þroska, auk þess sem við fáum aðra sýn á vinnubrögð, áœtlun og stefnu. f vor hefur Fræðslunefnd SSÍ unnið í samstarfi annars vegar með Lands- hreyfingu '95, UMFÍ, FRÍ, SSÍ og VÍS (Vátryggingafélag íslands), þar sem tilgangurinn er að stuðla að hollri hreyfingu og fá sem flesta til að hreyfa sig reglulega. Hins vegar stóð fræðslunefnd að útgáfu, bæklings (kortabók) sem sýnir allar sundlaugar í landinu og upplýsingar um þær. Okkar framlag þar voru greinar og hugleiðingar eftir hina ýmsu þjálfara okkar um sund- íþróttina. Vonandi er að bæði þessi verkefni skili þeim árangri sem við nefndarmenn í fræðslunefnd settum okkur, en það var að kynna sund- íþróttina, sundhreyfinguna og eins og fram kemur hér að framan Vinna og starfa með öðrum samböndum við að kynna holla og góða íþrótt. Samstarf af þeim toga sem áður hefur verið minnst á tel ég hafa skort á í allri íþróttahreyfingunni. Meira ber á öfund og afbrýðisemi sem kemur þá fram í illu umtali um menn og málefni heldur en að menn snúi bökum saman og útbreiði heilbrigt líferni og holla hreyfingu og láti einu gilda hvort viðkomandi stundi hóp- eða einstaklingsíþrótt. Ef menn eru sammála um að hreyfing og ástundun leiði til þess að færri hefji reykingar eða byrji seint eða aldrei að bragða á áfengi þá tel ég að höfuðmarkmiðinu sé náð. Allt annað, sigur hér og sigur þar, er bónus á það starf sem íþróttahreyfingin vinnur, hvort heldur hún er unnin í nafni ISÍ / UMFI eða í nafni félaga innan áðurnefndra hreyfinga. Iþróttir eru stundaðar nánast í hverju bæjar- og sveitarfélagi í landinu. Auðvitað eru aðstæður breytilegar og eins hefur fjöldinn sem byggir samfélagið mikið að segja um það hvaða íþróttagreinar stundaðar eru. Þá er því ekki að leyna að áhugasamir einstaklingar hafa mikil áhrif á hvort og hvað stundað er. Reynslan sýnir hinsvegar að aðstaðan; íþróttahús, íþrótta- vellir, sundlaugar og hvað annað sem nefna má er ekki allt. Kraftur, vilji, áræðni og heilindi er það sem þarf þegar við viljum leggja góðu málefni lið. Menn verða að vera það þroskaðir að þeir geti tekið gagnrýni og unnið með mönnum með aðrar skoðanir. Ég get ekki látið þessari umfjöllun um íþróttir, samstarf og árangur lokið nema að minnast örlítið á þátt fjölmiðla. Svo virðist sem áhugi íþrótta- fréttamanna ráði mestu um hvað fær umfjöllun og hvað ekki. Þá þurfa jákvæðu fréttirnar að hafa sama rými og hinar neikvæðu. Að sjálfsögðu hljóta alltaf þær íþróttagreinar sem njóta hyllis að vera í sviðsljósinu en þó má íþróttafréttamaður aldrei verða ofurseldur einhverri íþróttagrein. íþróttafréttamaður á að vera þeim kostum búinn að geta unnið sjálfstætt og hafa víðsýni og sjálfstæði að leiðarljósi. Auðvitað geri ég mér grein fyrir að þrýstingur er mikill frá atvinnulífinu (auglýsendur), vinnuaðstaða oft léleg og þeir sem sinna þessu starfi fáir. Því er það líka okkar hinna óbreyttu að skrifa og hafa samband við blöð, útvarp og sjónvarp þegar hinir ýmsu viðburðir eiga sér stað. Með góðu samstarfi íþrótta- fréttamanna og okkar sem úti í hreyfingunni vinnum ættu allar íþróttagreinar að fá sína umfjöllun. Flemming Jessen, ritari SSÍ Menn verkt tt(l vera það þroskaðir að þeir geti tekið gapirjni, 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.