Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1995, Blaðsíða 9
Hér í ráðuneytinu eru öll mál á tölvuskrá þannig að það er ekki erfitt að fylgjast með afgreiðslu þeirra Hér mætti einnig eins og í bandaríska menntamálaráðuneytinu gefa út skrá um það, hve langan tíma afgreiðsla mála tekur." Nú hefðu kannski fleiri búist við því að Björn Bjarnason hefði tekið við utanríkisráðuneytinu þar sem hann hefur sinnt þeim málum í gegnum tíðina. En er menntamála- ráðuneytið ráðuneyti sem Björn vildi stjórna? „Þetta bar nú allt mjög brátt að og ég hafði nú ekkert óska ráðuneyti. Ég sætti mig fullkomlega við menntamálaráðuneytið og hef mjög gaman af þeim viðfangsefnum sem hér eru. Allt frá unglingsaldri hef ég haft áhuga á menningarmálum og fylgst vel með þeim, það er kannski helst á sviði íþrótta þar sem ég hef ekki mikla reynslu eða þekkingu. Ég reyni samt að láta þær ekki gjalda þess." Nú segist Björn hafa litla þekkingu á íþróttum, hver eru persónuleg tengsl hans við Ungmennafélag Islands? „Þau hafa nú ekki verið mikil en ég fylgist auðvitað með og hef gert það í gegnum tíðina. Ég hef hins vegar lesið mikið um ungmenna- félagshreyfinguna og ungmenna- félagsandann og einnig þekkt marga sem hafa starfað með hreyfingunni." Og með það að leiðarljósi má ætla að Björn hafi ekki tekið þátt í mörgum Landsmótum? „Ég var alltaf í sveit á sumrin og skóla á veturna svo að ég var aldrei beint í aðstöðu til að stunda íþróttir. Ég þótti til dæmis liðtækur í hlaupum og stökkum. Hefði ég hins vegar verið á sumrin hér í Reykjavík er ég viss um að ég hefði verið meira viðriðin íþróttirnar. I skólanum var ég þó aldrei mikið fyrir leikfimi, ég mætti en leikfimi var ekki fyrir mig." Nú hefur íþróttalíf unglinga SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.