Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 5
LEIÐARI Alheimnrinn skiplir okknr máli hefur átt sér stað og landið er því máttvana til að binda kolefni sem verður m.a. til við bruna eldsneytis. Það er ekki til fyrirmyndar fyrir okkur að skógar landsins skuli ekki ná að þekja jafn stórt landsvæði og vegakerfi okkar nær yfir. Það er dapurleg staðreynd að fáar þjóðir hafa mátt búa við jafn mikla gróður- og jarðvegseyðingu og hefur átt sér stað á íslandi. Af framansögðu má ljóst vera að það skiptir miklu máli fyrir okkur að hlúa að gróðri landsins eins og kostur er og að endurheimta þau landgæði sem voru í upphafi landnáms. Það er skylda Islendinga að greiða skuld sína við landið en það verður aðeins gert með samstilltu átaki allrar þjóðarinnar. Allt frá stofnun ungmennafélaga hefur ræktun lands verið ofarlega á baugi í starfinu og eru til glöggar heimildir sem sýna þann eldmóð sem „vormenn íslands" höfðu er þeir hvöttu þjóðina til dáða í baráttunni við gróðureyðinguna. Skógarreitir ungmennafélaga um land allt sýna svo ekki verður um villst að það hefur verið til hreyfing í landinu sem hefur starfað nær látlaust alla öldina við gróðurstörf. Er kall nútímans kom um meiri og fjölbreyttari aðgerðir í umhverfis- málum var UMFI enn á ný í fararbroddi og með elju og dugnaði félagsmanna undir forustu vel hugsandi manna hefur tekist enn á ný að vekja þjóðina til meðvitundar í umhverfismálum og nú um mikilvægi þess að halda umhverfi okkar eins hreinu og kostur er. Vistkerfið er brothætt og enginn þáttur þess má riðlast svo það komi ekki síðar niður á okkur mannfólkinu. Það er komið að því að við verðum að taka strax á öllum mengunarmálum þjóðarinnar um leið og okkur verða þau ljós. Aðeins þannig getum við losnað við að vera fangar samtímans og næsta kynslóð í fangabúðum fortíðarinnar. Sími 431 4240 $$$ v HqTeL u Fax 431 4241 W til eflingar bindindis og heilsu Lágmúla 5 • Reykjavík • Sími 588 9700 fftÖMt fj. varaformaður UMFI Hafir þú tekið þátt í umræðum um umhverfismál eða unnið að þeim, þá er það nokkuð öruggt að þér finnist þú vera fangi okkar tíma. Mengun af manna völdum hefur leitt til þess að félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar eyða miklum tíma og fjármunum til að snúa við blaðinu í þeim efnum. Sú þjóð sem byggir litla Island reynir eftir bestu getu að koma inn í umræðuna og hefur hafist handa við að taka á vandamálinu heima fyrir og vera þannig í takt við aðrar vestrænar þjóðir. Með bókinni „Hljótt vor" eftir Rachel Carson, sem var gefin út 1962, má segja að umræðan um umhverfismál í heiminum hafi byrjað fyrir alvöru. Carson varaði menn við þeirri hættu sem skapaðist af eiturefnum sem brotna seint niður í náttúrunni og hefðu bein áhrif á fuglana eða þá óbeint gegnum fæðu þeirra sem gerði það að verkum að vorin yrðu hljóð. Hér heima er þó enn styttra síðan við fórum að viðurkenna mengun af manna völdum hér á landi. Til skamms tíma var sagt að það væri svo vindasamt hjá okkur að mengun frá bílum, skipum og öðrum mengunarvöldum blési frá okkur. Það voru ekki allir sem áttuðu sig á því að umhverfið mitt væri umhverfið þitt og öfugt. Alheimurinn skiptir okkur máli, hvar sem við erum stödd á jörðinni. Það sem ég eða þú mengar út í andrúmsloftið skilar sér aftur niður til jarðarinnar fyrr eða síðar, það er aðeins spurning um vinda hvar sorinn lendir og mengunin á sér stað hvort sem hún lendir á Islandi eða Kína. A hverju ári síðasta áratug þessarar aldar sleppa íslendingar á þriðju milljón tonna af koltvíoxíði út í andrúmsloftið, þ.e.a.s. rúmlega átta tonnum á íbúa. Þessar tölur gefa til kynna að íslendingar eru langt fyrir ofan heimsmeðaltal (miðað við íbúafjölda) í mengun af völdum bruna ólífrænna efna og ofar en t.d. Norðmenn og Svíar. Það er því ærin ástæða til að taka til hendinni. Það sem gerir málin erfiðari hjá okkur er sú mikla gróður- og jarðvegseyðing sem Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.