Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 24
Ljósmynd: Sigurjón Ragnar AÐALVIÐTAL SKIM VW ----------------------▼----------------------- r á sídnslii 90 siiiíiiiliiiiiiin nsen og Guðnj Gunnsteinsdóttir, leikmenn Stjðrnunnar, í viðtali Áttuð þið von á þessari mótspyrnu frá Framliðinu? Guðný: Þetta var alveg eins og í fyrra en þá meiddist Gurrý og gat ekki spilað og við það tvíefldust hinar stelpurnar í liðinu. Ég held að þegar Gurrý spilar kemur minna út úr sumum stelpunum hjá Fram, þær verða miklu óvirkari. Við töpuðum leiknum í fyrra þrátt fyrir að Gurrý væri ekki með svo ég held að það hafi alls ekki verið neitt vanmat af okkar hálfu. Það væri frekar að við höfum verið taugaspenntar yfir því að sagan myndi endurtaka sig. Ragnheiður: Við höfum aðeins tapað fyrir Fram einu sinni síðustu þrjú árin og það var þegar Gurrý var ekki með. Guðný: Við spiluðum við þær f úrslitunum og þá var Gurrý með og við unnum alla þrjá leikina. Nú ætti Stjörnuliðið að vera miklu sterkara en Framliðið en samt lendið þið í erfiðleikum með þær? Guðný: Við eigum að vinna þær með meiri mun en þær komu mjög ákveðnar til leiks, vörnin hjá þeim var mjög góð og Kolla er alltaf góð í markinu. Sóknin hjá okkur var alls ekki nógu beitt í þessum leik eins og sést kannski best í byrjun seinni hálfleiks þegar við skoruðum ekki í fjórtán mínútur. Nú standið þið uppi sem bikarmeistarar, eruð þið sáttar við leikinn í heild sinni? Guðný: Nei, reyndar ekki, en maður á bara ekki að hugsa um það. Ég var rosalega ánægð strax eftir leikinn þegar við vorum búnar að vinna en handboltalega séð, fyrir áhorfendur, hefði leikurinn mátt spilast miklu betur. Við fáum nú ekkert allt of mikla athygli hjá fjölmiðlum og því hefði verið gaman að fá fleiri mörk og líflegri leik. Annars held ég að margir hafi skemmt sér mjög vel og þá aðallega útaf spennunni. Ragnheiður: Þetta var líka sigur útaf fyrir sig fyrir okkur. Við erum búnar að vera að berjast svo lengi við að ná titlinum og tvisvar áður hafa leikirnir farið í framlengingu, í fyrra gegn Fram og gegn Val 1994. í bæði skiptin höfum við tapað. Svo þrátt fyrir að við höfum oft leikið betur var þetta mjög góður sigur. Fívernig var tilfinningin þegar Fram- stelpurnar komust yfir og aðeins 34 sekúndur eftir af leiknum? Guðný: Ég hugsaði bara „ekki aftur". Það var voðalega lítið hægt að hugsa en ég fann aldrei fyrir uppgjöf. Ég held að þegar Sigrún var rekin útaf og Fram komst yfir hafi ég verið hvað svartsýnust á að þetta gengi upp. Ég held að þjálfarinn hafi gripið inn í á réttu augnabliki þegar hann tók leikhlé til að skipuleggja tímann sem eftir var. Ragnheiður: Það var mjög þýðingar- mikið að fá leikhléið og ef það hefði ekki verið til staðar er ég ansi hrædd um að við hefðum eytt tímanum í hnoð og vitleysu. í leikhléinu lögðum við upp leikkerfi og náðum að jafna leikinn einum færri. Þær skoruðu svo aftur í næstu sókn og komust yfir en við fengum svo vítakast á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma sem ég náði að jafna úr. Við vorum semsagt tvívegis undir á síðustu einni og hálfri mínútunni. Hvað ertu þú að hugsa með boltann á vítalínunni og leiktíminn búinn? Ragnheiður: Þetta er nú ekki fyrsta svona kastið sem ég tek og einu sinni skaut ég okkur t.d. út úr bikarkeppninni. Guðný: Ragga tekur bara boltann og fer á vítalínuna. Dísa var beðin um að taka þetta vítakast en hún sagði nei svo... Ragnheiður: Fyrir mér var framlengingin komin, það eina sem ég átti eftir að gera var að kasta boltanum í netið. En svo misnotar þú fyrsta vítakastið í framlengingunni? Ragnheiður: Ég hefði nú aldrei átt að taka það. Mér var eiginlega alveg sama hvort ég myndi skora eða ekki - ég var eiginlega enn í vímu eftir að hafa skorað úr hinu vítakastinu. Guðný: Það er skrítið að hugsa til þess að ég hef spilað í þremur úrslitaleikjum sem allir hafa verið svona jafnir. Alltaf hefur verið jafnað á síðustu sekúndunum og alltaf hefur liðið sem jafnaði náð að sigra. Það er eins og maður verði ákveðnari og finnist frekar að maður verði að klára dæmið eftir að hafa jafnað svona alveg undir lokin. Við höfum svo líka tvisvar látið jafna hjá okkur á síðustu sekúndunum og þá var eins og við misstum allan kraft enda töpuðum við báðum þeim leikjum. Er liðsheildin hjá Stjörnunni svona góð eða farið þið langt á einstaklings- framtökum? Guðný: Yfirleitt dreifast mörkin a.m.k. mjög jafnt. Ragnheiður: Ég hef samt tekið eftir því í stærri leikjum að ábyrgðin færist yfir á færri en til þess að vinna svona leiki þurfa allir að standa sig vel. Það eru liðin sem vinna sem eru að skora úr öllum stöðunum - nema kannski KA og Duranona. Guðný: Það er líka svo auðvelt að stoppa lið sem hefur bara einn eða tvo einstaklinga sem geta „slúttað". Við Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.