Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 34
rétt að fara varlega í samanburð og samkeppni milli barna upp að 10-11 ára aldri. Niðurstaða umfjöllunar um þjálfara og áhrif þeirra á andlega líðan er því sú að vegna mikilvægis þjálfaranna skiptir menntun y ^ y Parna stoo hun og íþróttum eða hópíþróttum er að sigra eða ná góðum árangri í keppnum. Eðli- lega miðast allt starf þjálfaran's við að undirbúa liðið sem best fyrir keppni. Þarfir og langanir einstaklingsins eru þá þeirra sköpum við þjálfun barna og unglinga og í beinu framhaldi af því er rétt að gera þá kröfu til íþróttafélaga og annarra sem að íþróttaþjálfun barna og unglinga standa að þeir hafi skilyrðislaust vel menntaða þjálfara á sínum snærum. Keppni barna í íþróttum Margir telja að íþróttafélögin leggi of mikla áherslu á keppni í íþróttagreinum sem ekki sé æskilegt vegna þess að því fylgi flokkun eftir hæfni og keppnisálag. Bent er á að börn í íþróttum séu við- kvæm fyrir því álagi sem keppnis- íþróttum fylgja. Alagið er sagt koma bæði frá þjálfurum og foreldrum. Jafn- framt er sagt að langflest börn stundi íþróttir ánægjunnar vegna og að mjög lágt hlutfall barna stundi íþróttir til þess að skara fram úr. En þó að keppni geti verið þroskandi og uppeldislegt atriði má ekki fylgja henni of mikið álag því ef barnið finnur að það stenst ekki væntingar getur farið svo að það missi sjálfstraustið og verði kvíðið. Keppnisíþróttir geta valdið svokölluðum keppniskvíða. Hann myndast þegar einstaklingi finnst honum mistakast eða standast ekki væntingar sem gerðar eru til hans. Einnig ef hann er hræddur við að meiðast eða ýfa upp gömul meiðsli. Keppniskvíði hjá börn- um getur einnig komið fram ef þau hafa minnimáttarkennd gagnvart hæfileikum sínum og ef þau fá ekki hrós vegna frammistöðu sinnar og einnig ef þau keppa við andstæðinga sem eru sterkari en þau sjálf. Kvíðinn getur orsakað að barnið „blokkerast" í keppni eða hættir þátttöku alfarið. Vísbendingar um keppniskvíða geta komið fram t.d. í því að barnið fer að forðast að taka þátt í keppni eða fer úr jafnvægi á einhvern hátt, missir matarlystina og verður óvenju þögult og til baka. Sú áhersla sem lögð er á sigur getur leitt til ofbeldis í íþróttum. Börnin verði stundum vitni að því að foreldrar eða þjálfarar geri hróp að dómurum vegna túlkunar á reglum og að í sumum íþróttagreinum sé þeim kennt að slá frá sér. Markmiðið með skipulagðri íþróttaiðkun fullorðinna í einstaklings- hana brast kjarkinn, hún brotnaði niður og tárin tóku að renna ekki í fyrirrúmi. Það sem skiptir máli er að hafa sterkt lið þegar út í keppnina er komið. Alltaf má fá annan leikmann þó einhver forfallist af einhverjum ástæðum. Hættan er sú að þjálfarar, foreldrar og íþróttafélög yfirfæra meðvitað eða ómeðvitað þessar hörðu forsendur keppnisíþrótta fullorðinna yfir á keppni barna. Afleiðingarnar eru oft keppniskvíði, streita og jafnvel ofbeldi. Börn hafa í rannsóknum skýrt frá því að þau taki fyrst og fremst þátt í íþróttum vegna félagsskaparins sem þeim fylgir og ánægjunni sem þau fá út úr því að æfa en ekki vegna þess að þau vilji endilega skara fram úr og sigra í keppni þó undantekningar séu þar sem annars- staðar. Athyglisverð er sú niðurstaða að ekki sé endilega samband milli þess árangurs sem börn ná á unga aldri og árangurs þeirra seinna meir. Víst er að þroski barna bæði líkamlegur og andlegur blómstrar misfljótt hjá börnum og er þessi niðurstaða í samræmi við það. Skipuleggjendur íþrótta ættu því kannski að fara varlega í að hygla um of þeim sem skara fram úr í barnaíþróttum og gefa hinum meiri gaum sem gera sitt besta en tekst ekki að komast í „A liðið" ef svo má segja og halda í þá sem lengst því þar gætu leynst afreksmenn fram- tíðarinnar. Keppni getur átt rétt á sér í einhverju formi sé eðlilega að henni staðið og allir fái að taka jafnan þátt í henni. Að brenna út Þó að áhugi á íþróttum sé til staðar þá henta þær ekki öllum þegar til lengdar lætur. Börn og unglingar þola misvel það álag sem óhjákvæmilega fylgir íþróttum. Rannsóknir sýna að einkenni barna sem eru að byrja að brenna út eru uppnám og þunglyndi. Uppnámið getur valdið svefnleysi, útbrotum, flökurleika, höfuðverk og vöðvaspennu. Þunglyndið kemur fram í þreytu, depurð, tíðum lasleika og skorti á áhuga á að æfa og keppa. A þessu stigi er hætta á að barnið verði fyrir meiðslum og það verði jafnvel leið þess út úr álaginu. Sú skoðun hefur verið sett fram að keppniskvíði hjá börnum sé tilkominn vegna þess að foreldrar geri óraunsæjar kröfur til barnanna. Börn sem þjást af kvíða í íþróttum eiga oft foreldra eða þjálfara sem gera miklar kröfur og einkennist hegðun þeirra af því að þeir gagnrýna frammistöðu neikvætt frekar en styðjandi. Foreldrar blóta og æpa að börnunum þegar þeim mistekst. Framkoma sem þessi veldur börnunum streitu. Foreldrar og þjálfarar eiga að vera sér meðvitaðir um að óánægja og reiði getur einnig komið fram óbeint og án orða og t.d. ef þau eru ósamkvæm sjálfum sér, þau segja sigur er ekki allt en verða sárir eða reiðir ef þau sigra ekki þetta ruglar börnin í ríminu og veldur þeim álagi. Þrátt fyrir að brottfall barna úr íþróttum sé í mörgum tilfellum vegna leiða er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki eina ástæðan fyrir brottfalli úr íþróttum. Svo virðist sem ein aðalorsök brottfalls og leiða liggi í þeirri alvöru og sérhæfingu sem of snemma er gripið til. Skýringar barna og unglinga á orsökum brottfalls samkvæmt rannsóknum eru samhljóma og benda til þess að þetta sé rétt ályktun. (Grein þessi er úrdráttur ilr samnefndri B.A. ritgerð í Uppeldisfræði eftir Þórdísi Hannesdóttur. Samantekið af Sverri Magnússyni) 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.