Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 31
S U.T & III ViM Fjórðungur íbúa Þingeyrar í sundi - samtímis Það var mikið um að vera á Þingeyri sunnudaginn 4. febrúar.4 Nýlega var opnuð ný sundlaug í þorpinu og til að vekja athygli á henni ákváðu stjórnarmenn Iþróttafélagsins Höfrungs að reyna að setja heimsmet í að „troða“ fólki ofan í sundlaugina. Fréttabréfi var dreift til allra íbúa þorpsins (um 420 talsins) þar sem skorað var á þá að mœta og ekki vantaði áhugann þar sem rúmlega fjórðungur allra þorpsbúa mœttu í sundlaugina eða 127 manns. Hvort um heimsmet er að rœða er ekki vitað en það eru órugglega fá dœmi um að svo stór hópur bœjarfélags hafi verið saman kominn ofan í sundlaug. IUark eftir 3,69 sekúndur -en City oy Inited skildu jöfn Framherjinn Damian Mori, leikmaður Adelaide City í Astralíu, komst nýlega í heimsmetabók Guinnes þegar hann gerði sér lítið fxjrir og skoraði mark eftir aðeins 3,69 sekúndur. Dómarinn var mjbúinn að flauta leikinn á þegar Mori sá að markvörður Sydney United var ekki alveg með á nótunum og notaði tækifærið og skautfrá miðju. Boltinn fór yfir markvörðinn og beint í netið. Þrátt fyrir þessa frábæru byrjun tókst Adelaide City ekki að vinna leikinn en lokatölur urðu jafnar 2-2. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.