Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 22
AIETTUM NOTUM ------T------ Félagar hjá Víkingi en núna andstædingar á vellinum, Atli Helga, Vílcing, og Helgi Björgvins, Stjörnunni, svara spurningum fyrir hvern annann Atli Helgason og Helgi Björgvinsson urðu íslandsmeistarar saman hjá Víkingi en árið eftir skildu leiðir og í dag eru þeir andstæðingar á vellinum. Við létum reyna á vinskap þeirra félaga með því að láta Atla svara spurningum fyrir Helga og svo öfugt, það getur svo hver dæmt fyrir sig hvort vinskapur þeirra frá Víkingsárunum sé enn til staðar. Hvaða rokkstjörnu finnst þér félagi þinn líkastur? Atli: Fats Domino við píanóið og Matthíasi Jochumssyni á klósettinu. Helgi leikur fótbolta í sömu stellingu. Helgi: Með þennan skeggvöxt kæmist hann örugglega í New Kids on the Block. Hvern telur þú uppáhaldsmatinn hans? Atli: Hárnæring, sé hann ekki varúlfur. Hörundslitur Helga segir mér að það séu ekki gulrætur. Helgi: Þegar Atli býður heim til sín í mat þá pantar hann alltaf pizzu. Ef félagi þinn hefði ekki farið í fótboltann hvaða íþrótt hefði hann lagt fyrir sig og hversvegna? Atli: Eitthvað sem gengur ekki út á að gleðja augað, skora mörk og sigra. Þar gæti hann skarað framúr. Helgi: Hann hefði orðið hlaupari því þá væri þessi bolti ekki alltaf að flækjast fyrir honum. Ef hann hefði ekki komið í þennan heim sem manneskja hvaða tegund úr dýraríkinu heldur þú að hann hefði orðið? Atli: Það er þó nauðsynlegt að afmarka viðfangsefnið nánar því ég get vel trúað, að í fyrra lífi hafi Helgi verið lítilsmetinn líkamspartur, staðsettur aftan á einum bræðrum Tarzans. Það má greina viss einkenni í þá áttina þegar hann telur sig vera að leika knattspyrnu. Helgi: Hann er það stórkostlegur hann Atli Helga að hann hefði örugglega orðið risaeðla. Hvað heldur þú að sé uppáhaldssjónvarpsþáttur félaga þíns? Atli: Hann er blindur og eyðir tímanum því ekki fyrir framan sjónvarpið. Helgi: Simpson. Hann heldur að hann sé að horfa á LA Law. Hverja telur þú sterkustu hlið hans sem knattspyrnumanns? Atli: Sú langsterkasta er að skýla boltanum með óæðri endanum og hanga á honum þar til allir verða brjálaðir. Helgi: Hvað hann er rosalega fjölbreyttur leikmaður. Þróttur, Víkingur, Valur, Fram. Hvað kallarðu þetta annað en fjölbreyttni. Hvað heldur þú að sé uppáhaldslag félaga þíns? Atli: „Jói Útherji" enda virðast þeir í fljótu bragði vera einn og sami maðurinn. Helgi: Það er ómögulegt að segja. Árið 1993 var það lagið „Við erum Víkingar" og árið 1994 var það lagið „Áfram Valur vinnum leikinn". Eg reikna með að í dag sé það annaðhvort lagið „Stöngin inn" eða „ólei". Ef þú fengir það hlutverk að dekka félag þinn heilan leik hvernig myndir þú taka á honum? Atli: Eg myndi líklega gera einhverjar líkamsæfingar til að halda á mér hita. Svo yrði ég bara að dunda mér og drepa tímann þangað til honum yrði skipt útaf. Helgi: Ég myndi þurfa að koma mér inn í miðjuhringinn ef ég ætlaði að dekka hann Atla og halda mér þar. Hvað heldur þú að sé uppáhaldsæfingin hans og hvers vegna? Atli: Helga þykir ofsalega gaman að æfa útspörk á skotæfingum. Uppáhaldið er þó þegar þjálfarinn talar yfir hópinn því þá getur hann setið á boltanum og æft sig í að skýla honum með rassinum. Helgi: Það eru skotæfingar. Hann notar ferðina þegar hann nær í boltann og verslar í Kringlunni. Hvað finnst þér vera mesta afrek félaga þíns sem knattspyrnumanns? Atli: Að hafa spilað fótbolta svona lengi án þess að fatta að önnur löppinn væri 30 cm. styttri en hin. Helgi: Að hafa spilað með fjórum liðum í 105 þúsund manna borg er mikið afrek. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.