Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 29
fyrir kvennalandsliðinu en eruð þið sáttar við leikjafjölda og annað þess háttar? Guðný: Það er mjög lítið gert fyrir okkur ef við erum bornar saman við karlalandsliðið. Ragnheiður: Miðað við aðrar þjóðir erum við líka að spila mjög fáa leiki. Rússarnir sem komu hingað voru t.d. búnir að vera að spila um 20 leiki á síðustu fjórum mánuðum. Það má hins vegar ekki gleyma því að þar er um atvinnumenn að ræða. Það er oft búið að byrja á einhverju markvissu með undirbúning íslenska landsliðsins en á einhvern hátt virðist það allt renna út í sandinn og þá jafnvel reynt að byrja upp á nýtt. Hvað er á döfinni hjá landsliðinu? Guðný: Næst leikum við á móti Svíþjóð í byrjun mars og svo við Hollendinga. Er svo einhver úrslita- keppni sem þið gætuð þá komist í? Guðný: Ég held að það séu tvö efstu liðin sem fara áfram. Ragnheiður: Síðast þurftum við að spila um sæti á móti Ungverjum í úrslitunum. Hvaða þjóðir eru sterkastar í kvennahandboltanum í dag? Guðný: Þær sem spiluðu úrslitaleikinn síðast voru Kórea og Ungverjar en svo eru Danir, Norðmenn, Svíar og Rússar með mjög sterk lið. Hvar væri hægt að setja íslenska landsliðið á alheims- styrkleikalista? Guðný: Ég veit það ekki. Landsliðunum fyrir nokkrum árum skipt niður í A,B og C- þjóðir og þegar liðunum var skipt niður fyrir þremur árum vorum við í C-riðli en samt alveg á mörkunum að komast í B-riðil. Ragnheiður: Það sorglegasta er að þegar þessi undirbúningur hófst með landsliðið sem ég talaði um áðan vorum við að standa uppi í hárinu á bestu þjóðum heims í unglingaliðunum. Þær héldu svo áfram að byggja upp sín landslið á meðan allt stoppaði hér og í dag erum við langt á eftir þeim hvað varðar styrkleika og getu. Guðný: Ég tek mest eftir því að við erum svo langt á eftir þessum þjóðum hvað varðar líkamlegt ástand. Við höfum leikskilning og stöndum oft í þeim í byrjun leiks en svo er eins og við springum og þær síga fram úr. Eruð þið fjölskyldukonur? Guðný: Neeei, ég á kærasta en ekki meira en það. Ragnheiður: Ég er á lausu! Fer ekki rosalega mikill tími í handboltann? Ragnheiður: Ég er nú í þremur vinnum og æfi svo á kvöldin. Guðný: Ég er sjúkraþjálfari og er á hlaupum allan daginn. Ég verð oft ansi þreytt eftir langan vinnudag og að þurfa svo að mæta á æfingu og setja allt í gang þar getur verið ansi erfitt. Ég tek eftir því að oft fyrir æfingar er ég dauðþreytt en um leið og æfingin er búin er eins og ég hressist. Ragnheiður: Ég fer yfirleitt að heiman fyrir 8 og kem ekki aftur heim fyrr en um 10 á kvöldin. Til lengdar er þetta auðvitað erfitt en þetta gefur manni líka mikið annars væri maður ekki í þessu. Er einhver tími fyrir önnur áhugamál? Guðný: Ég segi alltaf að mér þyki voða gaman að ferðast en samt ferðast ég aldrei neitt. Ragnheiður: Ég reyni nú alltaf að fara eitthvað erlendis á sumrin en annars er voðalega lítill tími fyrir annað áhugamál. Einu sinni var ég alltaf á skíðum en nú lítur þjálfarinn á mann með skelfingaraugum ef minnst er á skíði. Guðný: Minn draumur er að ferðast um Island og læra að taka myndir úti og ég ætla að gera það þegar ég verð gömul. Voru þið einhvern tímann að brasa í öðrum íþróttum? Guðný: Ég var í fótbolta og alveg hrikalega léleg. Ég var nú einhvern tímann fyrirliði en örugglega bara útaf því að ég var svo gömul. Ragnheiður: Ég var líka eitthvað að brasa í fótboltanum en þegar ég komst í unglingalandsliðið í handbolta ákvað ég að hætta í fótboltanum. Guðný: Ég æfði líka badminton þegar ég var yngri og fannst það alveg rosalega gaman - ég hefði vel getað hugsað mér að æfa það. Verðið þið stundum leiðar á öllu stússinu í kringum handboltan? Ragnheiður: Ég hætti nú einu sinni klukkan 9 um kvöld og byrjaði aftur klukkan 7 um morguninn. Guðný: Það er oft sem manni langar að slappa af heima hjá sér eða fara eitthvað út að hitta vinina. Ég tek eftir því að vinir mínir eru stundum að ákveða partí og ætla að bjóða mér en segja svo „þú ert hvort sem er að æfa eða keppa". Hvernig sjáið þið framtíðina hjá ykkur? Guðný: Hvað er Kolla orðin gömul? Það eru nú nokkur ár eftir í boltanum og ég er ákveðin í að halda áfram á meðan mér finnst gaman að spila. Ég held að ég fari ekki út í að þjálfa eða neitt þannig eftir að ég hætti, mér finnst svo margt annað spennandi. Ragnheiður: Ég held að ég eigi eftir að þvælast eitthvað í kringum handboltann eftir að ég hætti að spila. Ég hef áhuga á að þjálfa en það er auðvitað alltof snemmt að spá í það núna. Eflitið er á kvennadeildina er hún jafnari og skemmtilegri en áður Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.