Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 8
aJWITHOUT PRESCRIPTIONL HP OUT OF REACH OF CHIli 3R ANIMAL TREATMENTOi. & DRIVE VW STERtLE OILY INJECt íNONE UNDECYLENATE 8» 'MÍDRIOL DIPROPIONATE &> 'OANABOLIC STEROID V' DERATE ANDROGENIC EFR 10mL t snitvit — ▼---------------------- Hann hélt að hann va*ri Jesús krisiur Steranotkun í íþróttum á Islandi hefur alla tíð verið lítið í umrœðunni. Iþróttamenn á Islandi eru hins vegar ekkert öðruvísi en félagar þeirra úti í heimi. Steranotkun í íþróttum er til staðar og að margra áliti er liér um mikið vandamál að rœða. Hér á eftir fylgir saga ungs Englendings sem lést í hyrjun árs 1995 aðeins 20 ára gamall. Draumur hans var að verða stœrri og sterkari en áður en hann vissi af var hann báinn að missa tökin á lífi sínu og ekkert beið hans nema dauðinn. Sjónvarpið féll af borðinu og brotnaði með miklum látum á gólfinu þegar ungur neytandi gekk berserksgang um herbergið sitt á spítalanum. Hann lagði til atlögu gegn mjallahvítum veggnum og notaði höfuð sitt sem vopn. Það bergmálaði í tómum göngum spítalans þegar höfuð hans small á veggnum og síðan heyrðist léttur smellur eins og trjágrein hefði brotnað - James Kevill datt máttlaus á gólfið. Hann hafði hálsbrotnað og dáið við höggið. Móðir hans var orðin vön látunum í kringum reiðiköstin sem hann fékk. Hann var orðinn ofbeldishneigður og réð illa við að stilla skap sitt. Það komu líka dagar þar sem James lagðist í þunglyndi og talaði ekki við lifandi sál svo dögum skipti. Þetta var ekki alltaf svona. Fyrir nokkrum árum var James ósköp venjulegur enskur unglingur - vinsæll meðal vina sinna og hafði áhuga á knattspyrnu og stelpum. En hann lenti í slæmum félagsskap í æfinga- miðstöðinni. Hann byrjaði að lyfta þegar hann var þrettán ára gamall. Fljótlega gerði hann sér grein fyrir því að stelpurnar veittu honum meiri athygli og það var auðveldara fyrir hann að verja sig gegn eldri og sterkari strákum. James fór því að lyfta meira og minnti sjálfan sig á að með smá sársauka á æfingum kom meiri vellíðan í einkalífinu. Hann fór að sjá sjálfan sig í nýju ljósi og þegar hann leit í spegilinn sá hann sjálfan sig stækka og stækka - nú var Arnold Schwarzenegger orðinn átrúnaðargoð. Hann eyddi mörgum klukkutímum á dag við að lyfta og eftir fjögur erfið ár í þreksalnum vann James, aðeins 17 ára gamall, sína fyrstu vaxtarræktarkeppni. Þetta var samt ekki nóg - hann varð að finna leið til að verða stærri. Af hverju gat hann ekki prófað stera? Flestir hinir voru að nota þá, það var auðvelt að fá þá og þeir voru ódýrir. James ákvað að slá til og áður en hann vissi af var hann farinn að taka stóra skammta af lyfjum eins og testosterone, stanazolol, nadrolone - sem allt eru nöfn sem vaxtar- rærktakappar hafa í það minnsta heyrt getið. Þetta voru lyf sem ekki voru ætluð til nota í þessum tilgangi. Sum þeirra voru notuð á krabbameinssjúklinga og þá voru læknar að gefa sjúklingum sínum 200 milligrömm á mánuði en James var hins vegar að innbyrða um 500 milligrömm á viku. Fljótlega fór James að finna fyrir „slæmu" áhrifum steranna. Hann hélt því stöðugt fram að skattayfirvöld og fjölskylda hans væru að reyna að drepa hann. Stundum var hann viss um að hann væri Jesús Kristur endurfæddur en aðra daga stökk hann um allt viss um að hann væri Bruce Lee. Það eina sem hann vildi hins vegar var að verða stærri en Arnold. Undir lokin réð mamma hans ekki lengur við hann og varð að leggja hann inn á geðsjúkrahús í London. Hinn níunda janúar í fyrra dó James aðeins 20 ára gamall. Ben Johnson Jason Livingston Birgit Dressel Diane Modahl David Stephenson Martii Vainio Allir þessir íþróttamenn eiga það sameiginlegt að hafa notað stera. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.