Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 19
Baráttan um titilinn í DHL-deildinni Það er nær ómögulegt að spá fyrir um hvaða lið verður Islandsmeistari karla í DHL-deildinni. Auðvitað eru sum lið líklegri en önnur en að mati Skinfaxa eiga fjögur lið mjög góða möguleika á að sigra. IIAUKAR Þeir hafa nú þegar tryggt sér einn bikar og sýnt að þeir geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Jason Williford hefur komið sterkur inn og Jón Arnar, Pétur og Sigfús hafa allir leikið vel. AJARÐVÍK Þeir eru að keyra þetta á reynslunni og virðast enn vera með sterkasta liðið í deildinni. Teitur Örlygsson hefur verið að leika frábærlega og svo er nú mikilvægt að hafa mann eins og Rondey Robinson sem getur skorað og hirt fráköst að vild. GRIADAVÍK Þeir urðu fyrir áfalli fyrir tímabilið þegar Guðjón og Pétur fóru í önnur lið. Liðið hefur ekki spilað jafn góðan bolta og oft áður en það hefur karla sem hafa farið alla leið. KEFLAVÍK Sterkt lið á pappírnum en hefur ekki náð saman í vetur. Nýlega ráku þeir Lenear Burns og eru því án útlendings þessa stundina. Ef liðið finnur sér sterkan útlending fyrir úrslitin er aldrei að vita hvað það gerir. Reynir Jóhannsson Símar 431 2505 & 433 8800 SEMENTSVERKSMIÐJAN HF. Mánabraut 20, 300 Akranesi Sími 431 1555 • Fax 431 1770 Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.