Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 11
Þetta byrjaði allt þegar Michael Jordan hitti úr síðasta skotinu í leiknum sem tryggði Norður-Karolínu-háskólanum 62-61 sigur yfir Patrick Ewing og félögum í Georgetown-háskólanum. Við þetta skot virtist Jordan fá aukið sjálfstraust og frá þeim degi hefur hann verið óstöðvandi á körfuboltavellinum. Líturn aðeins á nokkra eftirminnilega leiki körfuboltasnillingsins. 64 stig gegn O'Neal Það var búin að vera mikil umræða um að Shaquille O'Neal væri næsta stjarna NBA (jafnvel áður en hann hafði leikið einn einasta leik í deildinni). Michael Jordan var ákveðinn í að sýna þessari ungu stjörnu að í NBA þyrftu leikmenn að hafa fyrir hlutunum. I fyrsta sinn sem lið Orlando og Chicago léku eftir komu O'Neals í deildina gerði Jordan sér lítið fyrir og skoraði 64 stig af 124 stigum Chicago í leiknum. 6 þriggja stiga körfur Leikmenn Portland Trailblazers vilja örugglega gleyma fyrsta leik úrslitakeppninnar árið 1992 sem fyrst. Portland lék þá gegn Chicago og átti Michael Jordan, að marga áliti, sinn besta leik á ferlinum. Chicago sigraði 122-89 og sem dæmi um œðustu augnablikin stórleik Jordans má nefna að hann hitti úr sex þriggja stiga skotum í röð. Barkley sigraður Sunnudagurinn, 20. júní og allt lítur út fyrir að Phoenix Suns, með Charles Barkley í farabroddi, takist að sigra lið Chicago og fá þá hreinan úrslitaleik. Michael Jordan var hins vegar ekki á sama máli og níu stig hans í röð í fjórða leikhluta minnkuðu muninn í 98-96. John Paxson gerði svo út um leikinn í næstsíðustu sókn leiksins þegar hann skaut einu eftirminni- legasta þriggja stiga skoti í sögu NBA og Chicago var meistari þriðja árið í röð. Michael Jordan skoraði 33 stig í leiknum. 36 stig gegn Atlanta í fyrsta leik úrslitakeppninnar árið 1993 átti Jordan einnig stórleik. Jon Koncak lét hafa eftir sér eftir leikinn að engu máli hefði skipt þótt allir leikmenn Atlanta hefðu hreinlega hangið í treyju Jordans - hann hitti hvar sem hann var á vellinum. Jordan skoraði 36 stig þetta kvöld þegar Chicago sigraði Atlanta 114-90. Aumingja Cleveland Lengi vel stóð lið Cleveland Cavaliers í veginum fyrir möguleika Chicago á meistaratitli. En frá þeim degi þegar Jordan hitti úr síðasta skoti leiksins gegn Cleveland árið 1989 og kom Chicago áfram hefur hann aldrei leikið betur en á heimavelli Cleveland-liðsins. Jordan skoraði t.d. 69 stig þar árið 1990 og árið 1993 hitti hann aftur úr síðasta skoti leiksins sem sló Cleveland út úr úrslitunum. Að sjálfsögðu eru fleiri minnisstæðir leikir þar sem Michael Jordan hefur farið á kostum en til að fjalla um þá alla hefði þurft að tileinka þetta tölublað honum. Hér var hins vegar stiklað á stóru og nefndir þeir leikir sem hann sjálfur nefnir oft sem minnisstæðustu leiki sína. Hann á þrjá meistaratitla að baki og hefur 10 sinnum verið valinn í úrvalslið austur- deildarinnar. Hefur þú kynnt þér námsskrá Félagsmálaskólans? Þar getur þii t.d. lært fiindarritun Fundargerð er í raup skýrsla um það sem gerðist á viðkomandi fundi. / hana er gjarnan vitnað ef athuga þarf síðar livað var ákveðið á fundinum. Þess vegna er mikilvœgt að fnndargerðir sén vel unnar og greinargóðar. A stœrri fundum og ráðstefnum er sjálfsagt að nota hljóðritun og tölviitœkni. Umfföllunin hér á eftir miðast einkum við fámenna stjórnar- og nejhdafundi, en sömu grundvallarreglur gilda um flesla fundi. Eflirfarandi þarf að koma fram í fundargerð hið minnsta: 1. Hvaða félag og hverskonar fundur 2. Fundarslaður og tími 3. Fundarmenn (nöfn eða fjöldi) 4. Dagskrá fundarins 5. Hvað var samþykkt 6. Fundarlok Hér er ekki gert ráð fyrir að umrœður séu bókaðar og liver sagði hvað. Fundarmaður getur þó að sjálfsögðu farið fram á að tiltekin ummœti eða skoðun hans séu bókuð og skal fundarritari verða við því. Þessu til viðbótar er gott að bóka framkomnar tillögur og hvaða afgreiðslu þœr fengu. En aðalatriðið er að bóka það sem samþykkt var, Ítar með tglið hverjum var falið að gera livað og ivenœr. A nœsta stjórnarfimdi er síðan gott að að lilýða mönnum yfir gang mála hjá hverjum og einum. Þetla stuðlar að því að málum og samþykktum sé fylgt eftir. Loks þarf að samþykkja fundargerð formlega. Ef fundarritari er tilbúinn með fundargerðina j lok fundar er hán borin upp til samþykktar. A fámennum stjórnar- og nefndafundum rita fundarmenn nöfn sín undir fundargerðina, en á stœrri fundum fundarritari og fundarstjóri. Oft er fundargerð borin upp til samþykktar í upphafi nœsta fundar og þa er best að hán hafi verið send fundarmönnum með nœguni fyrirvara, annars þarf að lesa liana upp á fundinum. Ef ekki koma fram athugasemdir við fundargerðina skoðast lián samþykkt. Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.