Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 32
Alkunna er að knattspyrnu- og handboltadeildir íþróttafélaganna leggja mesta áherslu á meistara- flokkinn. Þjálfnn barna í yngri flokkum hefnr haft þann megin- tilgang að þjálfa efnileg börn og unglinga sem síðar munu nýtast í meistaraflokknum. Ef þetta tvennt er haft í huga9 þ.e. annars vegar hagsmunir barnanna og hins vegar hagsmunir iþrótlafélagsins, er Ijóst að þjálfara með 30-40 sex og sjö ára börn (7. fl.) er mikill vandi á höndum. Hvers vegna íþróttir? Skipulögð íþróttastarfsemi á vegum íþróttafélaga fyrir börn er mikil og vex stöðugt í helstu þéttbýliskjörnum landsins. Heimili, skóli, foreldrar og kennarinn eru ekki lengur einu stoðirnar í uppeldi barna. I hópinn hefur bæst þjálfarinn og er hann ef til vill ekki sá áhrifaminnsti. Tiltölulega lítið hefur verið rætt um hvernig haga skuli íþrótta- þjálfun barna hér á Islandi og er mark- miðið með þessari grein að skyggnast örlítið inn í þennan íþróttaheim sem sífellt fleiri börn lifa og hrærast í. Samband íþróttaiðkana og náms- árangurs hefur mikið verið rannsakað. Janus Guðlaugsson greinir frá því að niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið erlendis t.d. í Danmörku og Svíþjóð sýni að aukin hreyfiþjálfun geti hjálpað börnum sem eiga við náms- örðuleika að stríða. Hann bendir á að við kennslu í líkamsþjálfun sé verið að örva skynfærin, sjón, heyrn og snerti- skyn, samspil skynfæra og stöðuskyn. I raun séu allir kennarar að vinna að þessum sömu höfuðatriðum og kemur íþróttaþjálfun til góða í öllu skólastarfi. Margar rannsóknir hafa sýnt að íþrótta- fólki gengur betur í námi en öðrum. Ástæðan gæti verið sú að eiginleikar sem nýtast og eflast í íþróttum yfirfærast og koma til góða í námi. Þeir sem stunda tímafrekar íþróttir þurfa að venja sig á að skipuleggja tímann vel en skipulagning er einmitt eiginleiki sem nýtist vel seinna á lífsleiðinni þegar út í lífsbaráttuna er komið og hafa margir fyrrum íþróttamenn staðfest það. Þó ofangreindar niðurstöður sýni jákvætt samband á milli íþróttaiðkunar og námsárangurs er ekki nema hálf sagan sögð. Hvernig á að skipuleggja íþróttastarfsemi þannig að hún verði aðlaðandi fyrir sem flest börn og unglinga sem síðan stundi íþróttir í einhverju formi alla ævina? Þar kemur fyrst og fremst til kasta skóla og íþróttafélaga. Þau þurfa að vera í stakk búin til þess að taka á móti börnum og unglingum og leggja grunninn að íþróttaþjálfun þeirra. Þjálfun barna og unglinga þarf að byggja á faglegum grunni þar sem það er tekið inn í myndina að íþróttir eru fyrir alla en Foreldrar blóta og æpa að börimnum þegar þeim mistekst ekki bara þau sem búa yfir sérstökum íþróttahæfileikum. Ef til vill hafa menntamenn og skipu- leggjendur skólastarfs vanmetið íþróttir. Sú skoðun er lífsseig að „gáfumenn" og íþróttamenn eigi fátt sameiginlegt. Hvað er til heimskulegra en að elta bolta o.sv.frv. En eins og hér hefur komið fram þá virðast niðurstöður rannsókna sýna allt annað. Jákvætt samband er á milli íþróttaiðkunnar og námsárangurs. Líkamlegt áststand barna fyrr og nú. Sú kenning hefur verið sett fram að vegna breyttra aðstæðna í velferða- þjóðfélögum þá hreyfi börn sig of lítið og valdi það lélegu líkamlegu ástandi 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.