Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 26
reynum að vinna leiki á liðsheildinni og
svo er bekkurinn hjá okkur líka mjög
sterkur. Eg held að ef bekkurinn okkar
myndi spila með sérlið væri hann í svona
þriðja sæti í deildinni og hann gefur
okkur því visst aðhald.
Haldið þið að það verði erfiðara fyrir
ykkur að halda einbeitingu að
Islandsmeistaratitli núna þegar þið
hafið unnið bikarinn?
Guðný: Ég held að löngunin
sé frekar meiri núna en hún
var fyrir bikarleikinn...
Ragnheiður: Það hefur ekkert
kvennalið unnið þrefalt og
núna eigum við góðan
möguleika á því.
Hvernig finnst ykkur
staðan í kvennahand-
boltanum í dag?
Ragnheiöur: Mér finnst nú í
fyrsta lagi of mikill munur á
liðunum í efstu sætunum og
svo liðunum í neðstu
sætunum.
Guðný: Ég held að það verði
að fara að fækka liðunum í
fyrstu deild og búa til aðra
deild. Það er t.d. voðalega
erfitt fyrir lið eins og IBA að
þurfa að byrja í 1. deild í stað
þess að geta fengið
leikreynslu í 2. deildinni fyrst.
Ég veit líka að IR og Grótta
hafa verið að spá í að koma
með lið inn í deildina en það
væri miklu betra fyrir þessi
lið að fá fyrst leikreynslu í 2.
deild og vinna sér svo sæti í 1.
deild þegar þau eru tilbúin.
Ragnheiður: Það er líka galli
að þegar lið eru á botninum
er engin keppni hjá þeim þar
sem þau eiga litla möguleika
á að komast ofar og geta ekki
fallið niður um deild.
Gyðný: Samt er eins og fleiri
lið séu í baráttunni á
toppnum, þá á ég við fleiri
jöfn lið sem veita topp-
liðunum samkeppni. Þótt við
séum með fimm stiga forskot á næsta lið
finnst mér við ekki hafa þessa yfirburði
yfir eins mörg lið og við höfum gert. T.d.
í bikarnum rétt vinnum við Hauka með
einu marki og lendum svo í rosalegum
baráttuleik við ÍBV.
En er markaðurinn nægilega stór til að
hafa 2. deild?
Ragnheiður: Það er spurning hvort
einhver ný lið kæmu inn og svo yrði
fækkað í 1. deildinni.
Teljið þið að handbolti sé á uppleið
eða niðurleið hér á Islandi?
Ragnheiður: Kvennahandbolti er ekki á
niðurleið en það er spurning hvort hann
þær detta út. Hver er ástæðan fyrir
þessu?
Ragnheiður: Það er umgjörðin í
félögunum. A vissum aldri þarf að halda
í stelpurnar svo þær haldi sér við efnið en
það er ekki gert.
Guðný: I fyrsta lagi þurfa að vera góðir
þjálfarar en mér finnst það mjög oft
ábótavant. Það þarf að vera agi, nógu
mikið fyrir þær að gera bæði félagslega og
íþróttalega. Ég held að
þær detti aðallega út af því
það er eitthvað annað
meira spennandi.
Ragnheiður: Stelpur detta
líka út á mennta-
skólaaldrinum þar sem
samfélagið segir að þær
eigi að standa sig betur í
skóla.
Guðný: Þær eru líka meira
í nefndum og störfum á
vegum skólans sem allt
tekur tíma. Það endar svo
með því að þær hafa ekki
nógu mikinn tíma fyrir öll
áhugamálin og ef þær
finna fyrir áhugaleysi á
æfingum er líklegt að þær
hætti þar.
Hvað væri hægt að
gera til að virkja fleiri
stelpur?
Guðný: Yngstu flokkarnir
eru oft virkastir og hjá
Stjörnunni er t.d. virkt
foreldraráð. Það þarf að
hafa fjölbreytt starf til að
halda áhuga þeirra á
meðan þær eru að kynnast
handboltanum.
Er yngri flokka starfið
gott hjá Stjörnunni?
Guðný: Yngri flokkarnir
hafa setið á hakanum hjá
Stjörnunni undanfarin ár
en í dag finnst mér þetta
vera á uppleið.
Ragnheiður: Það er líka
erfitt að fá fólk til að starfa
með yngri flokkunum og
þegar loksins einhver
býður sig fram er hann fenginn til að gera
allt of mikið og það endar með því að
hann gefst upp.
Hafa orðið áherslubreytingar á yngri
flokka starfinu frá því að þið voruð að
spila þar?
Guðný: Mér var nú aldrei kennt neitt
þegar ég var yngri. Ég byrjaði ekki að
læra að spila handbolta fyrr en Heimir
Karlsson þjálfaði okkur en þá var ég orðin
16 ára.
Ragnheiður: Við fengum reyndar Hannes
Leifs þegar ég var í 3. flokki og það var í
fyrsta sinn sem við lærðum undirstöðuna
í handbolta. Aður höfðum við auðvitað
hafi ekki staðið í stað að undanförnu. Það
er t.d. jákvætt að núna spila kvennaliðin
Evrópuleiki sína heima og úti en fyrir
nokkrum árum spiluðum við alltaf úti.
Guöný: Mér finnst HSI ekki nógu virkt.
Maður sér KSÍ og KKÍ vinna með öll
unglingalandsliðin og sýna þeim áhuga á
meðan ekkert er gert fyrir handboltann.
Ég var t.d. að tala við blaðamann á
Mogganum og hann sagði að þeir hjá KSI
Þetta var nú ekki fyrsta
vítakastið sem ég tek og
einu sinni skaut ég okkur
t.d. út úr bikarkeppninni
og KKI kæmu alltaf með allar
upplýsingar um hvað væri á döfinni en
hjá HSÍ fengju þeir ekki einu sinni
upplýsingar um það ef leik væri frestað
og hvað þá hvenær hann væri settur á í
staðinn. Þetta virðist allt vera miklu
markvissara hjá KKÍ og KSI.
En ef litið er á kvennadeildina sjálfa er
hún jafnari og skemmtilegri en áður og
núna er líka að koma mikið af efnilegum
stelpum upp í meistaraflokk. Það er langt
síðan maður hefur séð svona margar
efnilegar stelpur á leiðinni.
Nú æfa mjög margar stelpur í yngstu
flokkunum en á vissum aldri virðast
26 Skinfaxi