Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 23
LANDSLIÐIÐ Logi Ólafsson tók nýlega við þjálfun karlalandsliðsins í knattspyrnu. Logi hefur verið sigursæll sem þjálfari og gerði til dæmis Víkinga að fslandsmeisturum árið 1991. Logi þjálfaði síðast Skagamenn til sigurs í deildinni en margir halda því fram að lið ÍA hefði sigrað deildina hvort sem það væri með þjálfara eða ekki. Nú hefur Logi hins vegar stigið skrefið til fulls og stjórnar í dag fulltrúum þjóðarinnar á erlendri grund. Árangur landsliðsins á undanförnum árum hefur ekki verið upp á marga fiska en því er oft haldið fram að við íslendingar verðum bara að sætta okkur við að sitja í neðstu sætunum þar sem við erum svo fáir. Sem betur fer eru til einstaklingar sem hugsa ekki þannig og vonandi fyrir íslenska knattspyrnu er Logi einn af þeim. En hvert stefnir með landsliðið og úr hverju hefur landsliðsþjálfarinn okkar að moða í framtíðinni? Árangur u-21 árs landsliðsins að undanförnu hefur verið afleitur og ef þeir strákar sem þar spila eiga að taka við landsliðinu er framtíðin ekki björt. En lítum á þá ungu leikmenn sem Logi virðist ætla að treysta á: Lárus Orri er atvinnumaður á Englandi og þrátt fyrir að spila ekki í úrvalsdeildinni fær hann leikreynslu þar sem hann fengi ekki á íslandi. Lárus er fljótur og kemur vel til greina sem framtíðar bakvörður landsliðsins. Rútur Snorrason er ungur og efnilegur en hefur átt í vandræðum með meiðsli. Hann er lítill (tekur fáa skallabolta) og snerpa er ekki hans sterkasta hlið. Rútur hefur hins vegar mikinn skilning á leiknum og skilar boltanum vel frá sér á miðjunni. Helgi Sigurðsson lék með Víkingum þegar Logi þjálfaði þá. Helgi er einn af þessum framherjum sem kunna lítið annað en að skora og það er nú einmitt það sem hefur komið honum svona langt. Helgi á eftir að fá tækifæri sem framherji í landsliðinu. Guðmundur Benediktsson verður að keppa um sæti við Helga. Gummi er ekki jafn „markheppinn" og Helgi en mun betri með boltann á tánum. Gummi er einn af okkar bestu framherjum í dag. Þorsteinn Guðjónsson kom óvænt inn í landsliðið í fyrstu leikjum Loga. Þorsteinn er góður varnarmaður en fyllir skarð Guðna Bergs illa. Aðrir leikmenn sem koma til með að klæðast landsliðsbúningnum á næstu árum eru t.d. Helgi Kolviðsson, Tryggvi Guðmundsson, Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson. ianasAiosin i k nattspyrn Landslið Loga í dag fybkib Á<$ú(t » Óli %0Htein tt $iqub(teim Óti jb. ítfíótfu ► ífyábki Iranpi' i-21 árs HsliÉ í sííliislii Enpntpi ísland - Svíþjóð 0-1 Tyrkland - Island 3-0 Sviss - ísland 2-1 Svíþjóð - ísland 1-0 Island - Ungverjaland 1-1 ísland - Sviss 2-4 ísland - Tyrkland 2-3 Ungverjaland - ísland 3-1 Neðsta sæti með eitt stig. íslenska landsliðið skoraði sjö mörk en fékk á sig 18. Arangurinn hreint út sagt mjög lélegur. Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.