Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1996, Blaðsíða 6
• Körfuboltastelpurnar í Keflavík unnu sinn fjórða bikarmeistara- titil á jafn mörgum árum þegar þær rúlluðu yfir lið Njarðvíkur. ÍBK hefur unnið bikarinn alls sjö sinnum sl. tíu ár. •Jóhann Magnússon, knattspyrnukappi, hefur verið ráðinn f ramkvæmd astjóri Keflavík. Jóhann starfar sem kennari en framkvæmdastjóra- starfið verður hans aukastarf. •Fjölnir og KR eru einu knattspyrnuliðin sem ekki verða með í deildabikarnum í knattspyrnu. Alls höfðu 36 lið rétt til þátttöku en þar sem tvö fyrrnefnd lið hafa ákveðið að verða ekki með munu 34 lið berjast um bikarinn. •Það vekur athygli að átta stigahæstu menn DHL-deildarinnar eru útlendingar. Milton Bell, IA, er stiga- hæstur með 30,1 stig í leik en efsti íslend- ingurinn er Teitur Örlygsson, Njarðvík, með 20,8 stig í leik. •Ungir körfubolta- strákar í Stjörnunni eru nú á fullu að safna peningum fyrir næsta sumar en þá ætla þeir að láta drauminn rætast og fara til Bandaríkjanna. Stjörnustrákarnir fara í æfingabúðir í Pennsyl- vaníu og verða þar í tæpar tvær vikur. UMFI-FRETTIR Deildabikarinn í knattspyrnu Það verða alls 34 lið sem taka þátt í deildabikarkeppninni í knattspyrnu. Aætlað er að rnótið hefjist þann 15. rnars og verður leikið á gervigrasvöllum á höfuðborgar- svæðinu. Liðunum hefur verið skipt í 6 riðla og fara tvö efstu lið hvers riðils í úrslitakeppni. A-riðill: Akranes, Stjarnan, Skallagrímur, Selfoss, Ægir og BI. B-riðill: Valur, FH, Völsungur og Dalvík. C-riðill: ÍBV, KA, ÍR, HK, Haukar og Tindastóll. D-riðill: Leiftur, Fylkir, Þróttur R., Þróttur, Höttur og Léttir. E-riðill: Grindavík, Fram, Víkingur, Víðir, Grótta og Sindri. F-riðill: KS, Keflavík, Breiðablik, Reynir, Þór og Leiknir. Glóðarauga Það eru greinilega fleiri línumenn en Birgir Sigurðsson, Víkingi, sem þurfa að þola olnboga- skot og aðrar líkamsmeiðingar inná línunni. Guðný Gunn- steinsdóttir, línumaður Stjörnunnar í Garðabæ, hefur greinilega fengið slæmt högg í andlitið nýlega. Garðabær íþrótta- IIHMIII HSH 1995 íþróttamenn HSH árið 1995 voru valdir fyrir skömmu á héraðsþingi sambandsins. Vignir Jónasson, íþróttadeild Snæfellings, var valinn hestaíþróttamaður ársins, körfuknattleiksmaður ársins var valinn Hjörleifur Sigurþórsson, Snæfelli, Marta Pétursdóttir, Víkingi, var knattspyrnumaður ársins, Hildigunnur Hjörleifsdóttir, Snæfelli, var frjálsíþróttamaður ársins og sundmaður ársins var Sindri Sigurjónsson, Ungmenna- félagi Grundarfjarðar. Einnig var valinn íþróttamaður ársins og varð þar fyrir valinu hestamaðurinn Vignir Jónasson. 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.