Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1997, Side 23

Skinfaxi - 01.02.1997, Side 23
SJQVAnilTTALMENNAR Akstur og áfengi fara aldrei saman! Eru ungir ökumenn eins slæmir og oft er látiO í veðri vaka? Vaida þeir ekki tleiri tjónum en aOrir? Og eru tjónin hjá þeim ekki stærri og meiri aO meOaltali en hjá öOrum? Vissulega valda þeir fleiri og stærri tjónum en aðrir aldurshópar, en að þeir séu verri en aðrir er ekki sjálfgefið. Á sumum sviðum eru þeir betri en þeir eldri. Þeir hafa með meiri snerpu en eldri ökumenn, þeir þekkja umferðarlögin betur og að meðaltali er sjónin betri. Þeir eiga betra með að skilja flóknar reglur og mannvirki sem stöðugt fer fjölgandi. En fyrst þeir eru svo góðir, hvað veldur tjónatíðninni? Þar má að mestu kenna um reynsluleysi. Unglingur sem hefur stundað knattspyrnu í mörg ár kemst etv. ekki í meistaraflokk fyrr en eftir 8-10 ár. Hann má heldur ekki gera mörg mistök til að fá pokann. Þegar þessi sami unglingur fer út í umferðina fær hann kannske 8 - 20 tíma í ökukennslu ásamt bóklegu námi og æfingarakstri. Honum er ætlað að etja kappi við þrautreynda ökumenn og standa jafnfætis þeim. Reynsluleysið gerir það af verkum að ungi ökumaðurinn þekkir ekki takmörk sín eða bílsins og hættir honum til að fara yfir mörkin með oft slæmum afleiðingum. Hann notar bílinn sem leiktæki án þess að gera sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum, því reynsluna skortir hjá honum. Ýmsar afleiðingar reynsluleysis má sjá í því að ungir ökumenn aka oftar undir áhrifum áfengis, þeir hafa heyrt að akstur og áfengi megi ekki fara saman, en þeir vita etv. ekki hvers vegna. Afleiðingin er að þeir aka undir áhrifum áfengis og valda stórslysi. í könnun sem Sjóvá-Almennar lét gera meðal 500 ungmenna viðurkenndu 51% að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Þegar þau voru spurð nánar hvers vegna, þá vissu þau ekki raunverulegar afleiðingar áfengis á hæfni þeirra til að aka. Þeir hafa heyrt að þeir eigi að nota 3 sekúndna regluna til að meta bil í næsta bíl fyrir framan, en þeir vita ekki hvers vegna. Afleiðingin er að 27% tjóna þeirra eru aftanákeyrslur sem oft slasa fólk. Sjóvá-Almennar gera sér grein fyrir þessu vandamáli og hafa því boðið ungum ökumönnum 17-20 ára að koma á 2ja kvölda námskeið um umferðarmál, þar sem tekið er fyrir hvaða þættir það eru sem valdið geta vandræðum og hvað megi gera til að forðast að lenda í slíkum aðstæðum í umferðinni. Þessi námskeið hafa verið haldin frá 1995 og fylgst hefur verið grannt með þátttakendum a.m.k. ári eftir námskeið og komið hefur í Ijós að tjónatíðni þeirra sem námskeiðið sækja er þrefalt lægri en þeirra sem ekki koma á námskeið. Það er Ijóst að unga fólkið er ekki ánægt með þessa háu tjónatíðni og þegar það fær að takast á við vandamálið þá skilar það sér í bættri umferðarhegðun og lægri tjónatíðni. Það hlýtur að vera kappsmál allra sem að þessum málum koma að slíkt gerist, því það er þjóðhagslega hagkvæmt að þessi ungi hópur sem þjóðin mun treysta á í framtíðinni komist slysalaust í gegn um reynslutímabilið í umferðinni. Sjóvá-Almennar, Einar Guðmundsson fræöslustjóri 23

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.