Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1997, Page 21

Skinfaxi - 01.10.1997, Page 21
V Þjónar starfsemi UMFI tilgangi? Páll Pétursson Hefurðu fylgst með starfsemi UMFÍ? Já ég hef gert það, með einhverjum hætti að minnsta kosti. Ég var í Ungmennafélagi Svínahrepps hér í gamla daga og hef svo frá þeim tíma hef ég fylgst með starfsemi UMFÍ Ég hef einnig reynt að vera UMFÍ innan handar meðal annars við fjárlagagerð og þingstörf.” Hefur svona hreyfing einhvern tilgang að þínu mati? „Ekki nokkur spurning. Hún hefur afar mikið uppeldislegt gildi og margvísleg starfsemi sem fer fram á vegum UMFÍ er mikilvæg fyrir þá sem taka þátt.” Er svona hreyfing mikilvæg fyrir þjóðfélagið? „Það tel ég vera.“ Guðjón Guðmundsson Hefurðu fylgst meðstarfsemi UMFÍ í gegnum tíðina? „Já, það hef ég gert. Ég hef fylgst með ungmennafélagsmótum og einnig því mikla starfi sem ungmennafélagshreyfingin hefur unnið á sviði vímuefnavarna fyrir íslenska íþróttamenn og íslenskan æskulýð.” Hvaða tilgang hefur slík hreyfing? „Hún hefur gríðalegt uppeldislegt gildi. Því miður finnst mér allra síðustu ár að íslensk stjórnvöld hafi ekki gefið ungmennafélagshreyfingunnni nægilegan góðan gaum og alls ekki veitt henni næginlega mikla styrki til að geta rekið sig á eðlilegan hátt.” Finnst þér hún eitthvað frekar hafa setið á hakanum miðað við önnur félagasamtök? „Nei, ég get ekki sagt það. Mér finnst í raun öll íþróttahreyfingin bera dálítið skertan hlut frá borði vegna þessa uppeldisstarf sem hún rekur og sér í lagi vegna þess að þetta er sláandi í öllum þeim könnunum sem við höfum séð á undanförnum árum til að mynda gerða af Háskóla íslands.” Er svona hreyfing nauðsynieg fyrir þjóðfélagið? „Já ég held það. Ef það væri ekki ungmennafélags- og íþróttahreyfing þá væri ekki fyrir það fyrsta gaman að lifa a m.k. ekki í okkar þjóðfélagi. Og ég spyr bara, hvað myndu börnin okkar gera þá?“ Þjónar starfsemi UMFI tilgangi? 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.