Skinfaxi - 01.10.1997, Síða 28
Ungmennavika 1997
Ungmennavika ungmennahreyfinga á Norðurlöndunum (Nordisk
samorganisation for ungdomsarbejde, NSU) var að þessu sinni
haldin í Cristianslyst í Suður-Slésvík, dagana 27. júní til 4. júlí.
Suður-Slésvík er í raun í Þýskalandi, svæði sem er alveg upp við
dönsku landamærin. Til ársins 1920 var þetta landsvæði hluti af
dansa hertogadæminu Slésvík-Holstein og því undir danskri
stjórn þangað til danska stjórnin tók þá ákvörðun að leyfa íbúum
svæðisins að kjósa um það hvort þeir vildu tilheyra Danörku eða
Þýskalandi. Meirihluti íbúanna kaus að tilheyra Þýskalandi og
dönsku landamærin færðust nokkuð sunnar en þau höfðu verið
fram að því. Þeir íbúanna sem vildu tilheyra Danmörku héldu
áfram að tala dönsku og þeirra afkomendur hafa gert það líka,
þó svo að fáir séu sem ekki tala þýsku líka. Þetta
landamæraflakk er sem sagt ástæðan fyrir því að í dag býr
dönskumælandi minnihluti í Suður-Slésvék í Þýskalandi, sem
tekur þátt í norrænu samstarfi.
Markmið ungmennavikunnar er að gefa krökkum á aldrinum 14 -
25 ára, tækifæri til að kynnast jafnöldrum sínum á
Norðurlöndunum. Þessu markmiði er náð með því að vinna
saman í hinum ýmsu hópum og fara saman í skoðunarferðir um
nágrennið.
Það var kátur hópur sex íslendinga sem hélt af stað
föstudagsmorguninn 27. júlí á vit ævintýranna. Það var flogið til
Hamborgar og þar var tekið á móti hópnum og haldið áleiðis til
Cristianslyst. Veðurguðirnir létu heldur ófrýnilega þegar við
komum, rigndi heil ósköp og gekk á með þrumum og eldingum,
en það sem eftir var vikunnar sýndu þeir á sér betri hliðarnar og
var gott veður flesta dagana.
Fyrsta kvöldið fór í að kynnast hinum þátttakendunum sem komu
frá öllum hinum Norðurlöndunum nema Færeyjum.
Að þessu sinni var boðið upp á bolta- og leikjahóp, kajakhóp,
róðrarhóp, handavinnuhóp, þrykkihóp og dagblaðshóp. Allir
þátttakendur prófuðu eitthvað tvennt, nema þau sem voru í
blaðahópnum en þau sáu um að gefa út blað þar sem greint var
frá því sem markvert þótti þennan tíma. Margt spaugilegt var í
blaðinu og voru þátttakendur misjafnlega ánægðir með efnistök.
Til dæmis komust íslensku drengirnir á blað fyrir það að þeir
lentu í brasi með sturtuna hjá sér, þeir sögðu að ekkert kalt vatn
væri í sturtunni. Píparinn mætti á svæðið og sagði að það þyrfti
bara að skrúfa frá kalda vatninu og þá væri þetta allt í himnalagi
! íslensku drengirnir voru nú ekki alveg sáttir við þetta og sóru og
sárt við lögðu að það hefði ekki verið hægt að skrúfa frá þegar
þeir reyndu. En fyrir þetta atvik fengu þeir kennsluþátt í
„Vikudagblaðinu" um það hvernig skrúfa skal frá kalda