Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1998, Side 17

Skinfaxi - 01.02.1998, Side 17
eitthvað skemmtilegt að gerast hjá UMFl." ■ Heldur þú að það hafi hjálpað þér að hafa unnið svona mikið innan hreyfingarinnar áður en þú tókst við starfi framkvæmdastjóra? „Það getur vel verið að ég sé aðeins fastheldnari á það sem er að gerast í ungmennafélagshreyfingunni. Það gæti verið að ég hefði reynt að hafa áhrif á meiri breytingar hefði ég komið nýr inn. En ég hef oft sagt það, að breytingar innan hreyfingarinnar gerast að mörgu leiti af sjálfu sér og hreyfingin þróast með þjóðfélaginu og fylgir kröfum tímanns hverju sinni. Sumum, sem þekkja ungmennafélagshreyfing- una lítið, finnst hún kannski vera gamaldags og hall- ærisleg en þegar þeir sömu átta sig á, fyrir hvað hreyfingin stendur, þá kemur það því fólki enn meira á óvart hvað ungmennafélagshreyfingin er öflug." - Finnst þér hafa orðiö miklar breytingar á starfinu þann tíma sem þú hefur starfað hjá hreyfingunni? „Það er alltaf einhver þróun í gangi og þær breytingar sem eru í gangi í dag eru sameiningarmálin og stækkanir á félögum og sambandsaðilum. Aðrar breytingar sem ég held að eigi eftir að verða, er aukið vægi umhverfis- og menningarmála í framtíðinni en þessi málefni eru mikið í umræðunni hjá félagasamtökum um allan heim í dag." ■ Stærsti þáttur ungmennafélags- hreyfingarinnar eru íþróttir. Er erfitt fyrir UMFÍ að sinna málum ungmenna- og íþróttaféiaga þegar öil íþróttafélög í landinu eru með aöild að ÍSÍ? „íþróttastarfiö innan Ungmennafélags íslands er með töluvert öðrum hætti en hjá ÍSÍ. Hjá okkur hefur verið lögð meiri áhersla á að allir séu með, eins og þekkist á Landsmótunum. Við byggjum meira upp á uppeldisstarfinu á meðan ÍSÍ sér um keppnisiþróttirnar og afreksfólkið. Því er hins vegar ekki að neita að við eigum margt sameiginlegt með ÍSÍ og á mörgum sviðum vinnum við mjög náið saman." Umsókn ÍBR Ungmennafélagshreyfingin er þekkt fyrir að vera landsbyggðahreyfing og því vakti það talsveröa athygli innan hreyfingarinnar þegar ÍBR starfsemin ekki eftir að breytast. Auðvitað þarf að breyta ýmsum atriðum eins og til dæmis jafnræði milli sambandsaðila og svo framvegis en aðalmálið er hvort ÍBR sé tilbúið að koma inn á okkar forsendum og þá aðlaga starfsemi sína að þeim verkefnum sem ungmennafélagshreyfingin vinnur að. Ég held að það geti verið mjög áhugavert að fá (BR sem sambandsaðila sótti um aðild að UMFÍ. En hvað finnst Sæmundi um að fá öll Reykjavíkurfélögin inn í hreyfing- una? „Við verðum auðvitað að gera okkur grein fyrir þvi að ungmennafélagshreyfingin er með sínar sterku rætur út um landsbyggðina. Stjórnarmenn koma alls staðar að úr ungmennafélagshreyfingunni og við litum á það sem styrk hreyfingarinnar. Það má samt ekki líta framhjá því að UMFÍ hefur lika mikinn styrk hérna á höfuðborgarsvæðinu þar sem UMSK og Umf. Fjölnir eru bæði mjög öflug. Innan Fjölnis og félaganna innan UMSK taka félagarnir virkan þátt i starfi UMFÍ og það er það sem skiptir öllu þegar málefni ÍBR eru skoðuð. Ef íþróttabandalag Reykjavíkur hefur áhuga á að koma inn í ungmenna- félagshreyfinguna á forsendum hennar þá á UMFÍ en það þarf auðvitað að skoða þessi mál vel og svo er það þing UMFÍ sem tekur afstöðu til málsins að lokum." Áhugamál Sæmundur Runólfsson á sér mörg áhugamál þrátt fyrir að mikill timi fari i starfið hjá UMFÍ. Hann er duglegur að stunda útivist og segir það mikilvægt að halda sér í góðu formi. Sæmundur æfir körfubolta tvisvar í viku með félögum sínum. En á sínum yngri árum lék hann til dæmis knattspyrnu. En aðaláhugmál Sæmundar verður að teljast UMFf þar sem mikill tími fer í ferðalög og fundi á vegum hreyfingarinnar. Hann sér samt ekki eftir þeim tíma og segist hæst ánægður með starfið sem hann hefur í dag. Sæmunc körfubolt ur ræktar líkama sinn meö því aö æfa 3 tvisvar í viku. Hann segir það mikilvæþt að halda sér í góöu formi. Texti: Jóhann Ingi Myndir: Jóhann Ingi 17

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.