Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1998, Page 30

Skinfaxi - 01.02.1998, Page 30
Jafnstór og Stockton Albert Óskarsson fyrrum körfuboltamaöur hjá Keflavík var einn af hærri leikmönnum DHL-deildarinnar þegar hann lék hér á landi. Albert er nú við nám í Bandaríkjunum þar sem hann hyggst læra flugvirkjun og svo gæti jafnvel farið að hann léki körfubolta þar í NIAI-háskóladeildinni þar sem Scottie Pippen steig meðal annars sín fyrstu skref. En yrði Albert einn af „stóru" strákunum í liðinu þar líkt og hann var hér heima? „Ég er nú þokkalega stór miða við strákana í skólanum mínum. Það er hins vegar skrítið að bera sig saman við leikmennina í NBA-deildinni þar sem ég er jafn stór og leik- stjórnendurnir; John Stockton, Steve Kerr og Mark Price en þessir kappar virðist mjög litlir inn á milli stóru karlana í NBA. í minni stöðu verður þú helst að vera yfir tveir metr- ar ef þú ætlar þér langt í Bandaríkjunum." Viltu halda á vit ævintýra Ungmennafélag íslands er í samstarfi við 4H-samtökin í Noregi og Svíþjóð um ungmennaskipti á sumrin. 4H félögin bjóða einu ungmenni frá hvoru landi til þriggja mánaöa dvalar yfir sumarið. Ungmennafélag íslands býður einu íslensku ungmenni til hvors lands til þriggja mánaðar dvalar bæði í Svíþjóð og Noregi þeim að kostnaðarlausu. Þessi skipti hafa gengið ákaflega vel og þátttakendur verið mjög ánægðir. Þátttakendur lenda í ýmsum ævintýrum, kynnast mörgu og koma heim reynslunni ríkari. Ungmennin dvelja á nokkrum heimilum yfir sumarið og taka þátt í lífi og starfi fjölskyldnanna, auk þess sem farið er á námskeið, landsmót 4H-samtakanna, útilegur og í kynnisferðir. Þátttakendur greiða sjálfir fargjaldið milli landa, en dvölin er ókeypis. Hér með er auglýst eftir ungmennum til þátttöku í skiptunum. Ef þú ert 17- 25 ára og hefur áhuga á að dvelja þér að kostnaðarlausu í þrjá mánuði í Noregi eða Svíþjóð næsta sumar, þá skaltu athuga máliö. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1998. Allar nánari upplýsingar fást í þjónustumiðstöð UMFÍ Fellsmúla 26 í síma 568-2929. Þá leitar UMFÍ eftir heimilum á íslandi sem vildu hýsa gest frá Noregi eða Svíþjóð í 3-4 vikur sumarið 1998. Breiðablik í Adidas Breiðablik í Kópavogi og Adidas-umboðið undirrituðu nýverið samning um notkun félagsins á búningum frá Adidas. Samningurinn telst til tíðinda þar sem aðalstjórn Breiðabliks gerir rammasamning við umboðið og nær allar deildir fylgja honum síðan eftir meö sérsamningi. Markmiö Breiðabliks var að ná heildar- samningi sem tryggir samhæft útlit allra deilda félagsins og jafnframt hagstætt verð á búningum fyrir keppendur sem og almenna stuðningsmenn félagsins. i sér- samningi deilda er auk ákvæði um búninga, kveðiö á um fjárhagsstuðning Adidas- umboðsins viö deildirnar. Fréttatilkynning 30 j

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.