Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1999, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.06.1999, Qupperneq 4
selma Selmu Björnsdóttur söngkonu hefur heldur betur skotið upp á stjörnuhiminínn. Hún hefur sungið í ótal dans- og söngleikjum á undanförnum árum og má þar m.a. nefna West Síde Story, Rocky Horror Picture Show, Litlu hryllingsbúðinni og Grease. Eftir að hún náði síðan 2. sætinu í Eurovision í ár með laginu All out of Luck gerði Universal-fyrirtækið við hana þriggja plötu samning og er hún nýbúin að Ijúka við tyrstu plötuna sem kemur út um jólin. að skemmta vímuefna! segir Selma Björnsdóttir Hvenær byrjaðir þú að koma fram í söngleikjum? ,,Þegar ég var 21 árs sótti ég um sem dansari í West Side Stoiy og fékk þá lítið hlutverk í söngleiknum,'' Tókst þú aldrei þátt í skólaleikritum á þínumyngri árum? ,,|ú, en ekki sem söngvari heldur sem dansari. Ég byrjaði að dansa þegar ég var ellefu ára og síðan var ég með í söngleik sem Verslunarskólinn setti upp. Mitt fyrsta hlutverk í leikhúsi var síðan þegar ég fékk lítið danshlutverk í West side Stoiy." Hafði þig dreymt um að verða söngvari og dansari frá því að þú varst lítil stúlka? ,,Ég hafði margar hugmyndir sem lítil stúlka hvað ég ætlaði að gera þegar égyrði stór. M.a. ætlaði texti: valdimar kristófersson myndir: sigurjón ragnar ég að verða kántrísöngkona, lögfræðingur, búðar- kona og læknir, svo fátt eitt sé nefnt. En ég held að ég hafi aldrei stefnt að þessu því þegar ég fékk hlutverkið í West Side Story var ég á leiðinni í Háskólann." Söngleikir eru oftast sýndir á kvöldin og um helgar; er vinnutíminn ekki svolítið óreglulegur? „|ú, það má segja það. Þegar ég er að æfa fyrir söngleikina er vinnutíminn reyndar jdirleitt á daginn frá tíu til fjögur. Þegar fer síðan að líða að frumsýningu byrja kvöldæfingar og þegar sýningarnar byrja er mest unnið á kvöldin og um helgar. Síðan kemur stundum fyrir að það eru sýningar í gangi og æfingar hafnar fyrir annað hlutverk. Þá er vinnutíminn alla daga, kvöld og helgar þannig að vinnan er mikil í kringum söngleikina. En svo geta komið rólegir tímar á milli söngleikjanna því þetta er verkefnavinna." Er erfitt að komast að í söngleikjum hérna heima? „|á, það eru margir um hituna, enda er mikið af hæfileikaríkum einstaklingum hérna heima. Seni dæmi um þetta komu 400 manns í prufu fybr söngleikinn Grease. Þannig að það eru margT tilkallaðir en fáir útvaldir.” Söngleikir hafa notið mikilla vinsælda hérna heima á síðustu misserum: „|ú, það hefur sýnt sig að söngleikirnir draga að ser flesta áhorfendurna. Þeir höfða líka til stórs aldurshóps eða allt frá litlum börnum til afa og ömmu þannig að þetta eru sýningarnar sem ganga lengst." Hvert er skemmtilegasta hlutverkið sem þú hefur leikið hingað til? „Það er góð spurning. Þessi hlutverk sem ég hef sungið eru ólík en ég á þó erfitt með að gera upp 3 milli þeirra. Ætli mér finnist ekki skemmtilegasta hlutverkið það hlutverk sem ég er að leika hverju sinni."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.