Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1999, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1999, Blaðsíða 6
selma Nú náðir þú glæsilegum árangri í Eurovisoin með því að enda í öðru sæti. Hefur þessi árangur opnað dyrnar fyrir þig erlendis? ,,|á, ég fékk samning við Universal vegna góðs árangurs í Eurovision. Þannig að Eurovision- keppnin var ákveðinn stökkpaliur fyrír mig." Hvernig hljóðar samningurinn? ,,Ég gerði samning við Universal upp á þrjár plötur og ég var að klára að syngja inn á fyrstu plötuna. Unglingar verða alltaf unglingar og þeim finnst spenn- andi að gera sem má ekki Nú á eftir að hljóðblanda hana aðeins og síðan er stefnt að því að hún komi út tyrir jól." Hvernig plata er þetta og hverjir vinni hana með þér? „Platan er byggð upp sem poppplata en það eru nokkur rokklög og ballöður á henni líka. Ég mundi segja að lögin á plötunni séu þyngri en All out of Luck. Þorvaldur Bjarni, sem fékk einnig samning við Universal, semur öll lögin á plötunni en ég sem alla textana ásamt Sveinbirni Baldurssyni. Þá hefur Máni Svavars útsett nokkur lög á henni ásamt Bjarka og svo komaj/msir fleiri að plötunni." Hvernig hefur til tekist? ,,Ég er mjög sátt við útkomuna." Hvar fer platan sfðan á markað? ,,Hún fer náttúrlega á markað hérna heima en einnig erlendis. Hún fer á markað um alla Evrópu og ef vel gengur er plötufyrirtækið skuldbundið að gefa plötuna út um allan heim." Hvort leggur þú meiri áherslu á að syngja inn á plötur eða vera með í söngleikjum? ,,Mér finnst hvort tveggja rosalega gaman. En ég er ekki lærð leikkona og ef ég ætlaði að leggja leiklistina fyrir mig þá þyrfti ég að fara í skóla og kannski geri ég það. En eins og stendur þá er ég mest í söngnum því ég er að vinna í þessari plötu og að því ætla ég að einbeita mér á næstunni." Hvernig fer það saman að syngja in á plötu og taka þátt ísöngleikjum? ,,Bara mjög vel. Ég hef gaman af að brej/ta til og vera ekki alltaf föst í því sama. Þannig að mér finnst allt jafngaman að fara upp í leikhús og leika í einni sýningu." Ef við skiptum aðeins um umræðuefni þá fylgir oft mikil óregla söng- og leikarastéttinni. Hvernig stendur á því? ,,Það er rétt, þetta hefur fylgt þessum stéttum nokkuð mikið. Éghefsvo sem engar sérstakar skýringar á því nema þá að það er mikil streita og álag sem fylgír þessu. Fólkið hefur mikið að gera og ¦ ^ þarf alltaf að vera tilbúið r~\ ^l /"S að koma vel fyrir og svo pQU þarf það alltaf að halda góða skapinu er það kemur fram fyrir framan þúsundir áhorfenda. Ég held að sumir kikni undan álaginu, missi sjálfstraustið og hætti að þora að gera þetta nema á einhverjum vímuefnum. Ég veit það ekki en það er gefið mál að það er líka sukk í óðrum stéttum en þetta virðist helst loða við leikara og söngvara og kannski fyrst og fremst vegna þess að leikarar t.d. sýna um helgar og geta því ekki drukkið þá. En þeir eru síðan kannski að drekka á sínum frídögum sem eru í miðri viku og ef fólk sér þá fulla á kaffihúsum þá er það fljótt að dæma." Þannig að fólk fær oft ranga mynd af þessu? ,,)á, ég mundi segja það. En eins og ég þekki þetta þá finnst mér ekki vera mikið rugl í söng- og leikarastéttinni hérna heima, að minnsta kosti ekki á fólki sem ég umgengst í þessu." En hvað finnst þér um áfengisneyslu unglinga? ,,|aa, ég verð ekkert ofboðslega mikið vör við hana. En mér finnst að unglingar eigi ekki að vera flýta sér að þessu. Tíminn er nægur og þeir eiga að reyna draga þetta eins lengi og þeir geta vegna þess að það er skemmtilegra að skemmta sér án áfengis. Unglingum liggur dálítið mikið á að verða fullorðnir og prófa allt strax sem þeim þykir spennandi en þeir hafa nægan tíma." Hver heldur þú að ástæðan sé fyrir því að unglingar byrja að drekka svona snemma? Ég get til dæmis ekki vitað hvort fólk er að nota fíkniefni eða ekki „Eins og ég sagði held ég að unglingar séu að flýta sér svolítið mikið í því að verða fullorðnir. Kannski stafar þetta líka af þörfinni fyrir að vera með, vera „in", falla inn í hópinn og þora. En ég veit það sjálf að krakkar sem byrjuðu að drekka snemma þegar ég var unglingur voru að gera hluti sem þeir sáu eftir og eru enn stimplaðir fyrir það. Því er betra að byrja að drekka seinna og vera með ráð og rænu og I halda mannorðinu sínu. Þegar ég lít til baka eru sumir af jafnöldrum mínum enn með nöfn föst við sig því þeir voru ungir og óreyndir og voru að gera vitlausa hluti því þeir voru undir áhrifum áfengis- Þannig að unglingar eiga að gefa sér tíma til að þroskast og vitkast áður en þeir byrja að bragða áfengi. Því þá hafa þeir kannski skynsemi til að drekka í hófi í staðinn fyrir að drekka sig út úr og drepast einhvers staðar eða gera hluti sem þeir munu alltaf sjá eftir." Unglingar byrja oft að drekka í laumi. Finnst þér að foreldrarnir eigi að vera opnari fyrir þessu og taka þátt í þessu með börnunum sínum? ,,Mér finnst sjálfsagt að foreldrar eigi að ræða þessi mál opinskátt við börnin sín áður en þau byrja að drekka. Þau eiga að skýra út fyrir þeim hvernig þetta er og þegar börnin ákveða að byrja að drekka er betra að foreldrarnir viti af því svo þeir geti fylgst með þeim, t.d. hvað þau eru að drekka og hve mikið. Því það eru ýmsir vökvar sem geta verið hættulegir, eins og t.d. spíri og landi." Unglingar á aldrinum 16-18 ára hanga oft I miðbænum um helgar. Finnst þér vanta einhvern samastað fyrir þá? ,,Það er ekki spurning. Maður tekur alltaf eftir þessum aldurshóp veltandi niður í miðbæ þegar maður fer þangað. Ég man eftir sjálfri mér á þessum aldri. Þá vantaði samastað og ef það var ákveðið að fara eitthvað kom lítið annað til greina en miðbærinn. Það er alltof lítið í gangi fyrir þennan aidur og ég er á því að það þurfi að gera meira fyrir unglingana." Hvers vegna byrja unglingar svona snemma að drekka? Stafar það af uppeldinu hjá foreldrunum eða býður þjóðfélagið upp þetta? ..Unglingar verða alltaf unglinga og það er alltaf spennandi að gera það sem má ekki. Ég held að það sé ekki hægt að kenna neinum um þetta. Það þarf einfaldlega að vinna í þessu þannig að þeir viti hvað þeir eru að fara í áður en þeir leggja af stað. Fíkiniefnanotkun virðist stundum fylgja í kjölfarið. Verður þú mikið vör við fíkniefnaneyslu hja unglingum? ,,Ég er alveg græn á þetta því ég þekki þetta ekki og get t.d. ekki séð hvort fólk er að nota , fíkniefni eða ekki. Ég veit þó um fólk sem hefur farið illa út úr þessu og ég veit það að fíkniefni hafa aldrei leitt neitt gott af sér. Mér finnst asnalegt að fólk noti fíkniefni, það sekkur alltaf dýpra og dýpra og endar alltaf að lokum í eymd o$ volæði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.