Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1999, Side 14

Skinfaxi - 01.06.1999, Side 14
sigmar Er mikill munur á því að standa uppi í púlti fyrir framan fjölda fólks og flytja ræðu eða sitja fyrir framan sjónvarpsvélarnar og flytja fréttir? ,,já, það er heilmikill munur. Það er miklu meira stress að vera fyrir framan fjölmenni sem horfir á mann flytja ræðu heldur en að sitja fyrir framan sjónvarpsmyndavél og lesa fréttir. En þetta er svip- að að því leytinu til að í báðum tilvikum er ætlast til að maður farir með ákveðinn texta áfallalaust." Hvernig stóð á því að þú fórst að vinna sem fréttamaður? ,,Mig hafði langað til þess lengi og í fyrra sótti ég um í einhverri rælni sem sumaraflej/singamaður en fékk ekki vinnuna. Ég hélt þar með að draumurinn væri úti en svo var hringt í mig um haustið og mér boðin vinna." Það er oft hægt að sjá það langar leiðir, þegar nýir fréttamenn eru að byrja í sjónvarpinu, hversu stressaðir þeir eru. En það var eins og þú hefðir gert þetta frá blautu barnsbeini. Varst þú ekkert stressaður þegar þú varst að byrja? „|ú, jú, ég held að ég hafi verið alveg jafnstressaður og allir hinir. Ég hef kannski getað falið það betur. En ég átti það til í byrjun að mismæla mig og horfa ívitlausa my'ndavél. Þettavarþví mjög erfitt í byrjun og tók mikið á. Núna er þetta miklu minna mál og aðalstressið er að klára verkefnin áður en fréttatíminn hefst." Er þetta skemmtilegt starf? ,,já, fyrst og fremst vegna þess að það eru engir tveir dagar alveg eins. Verkefnin sem maður fær eru ólik. Þau geta verið allt frá því að vera drepleiðinleg og upp í það að vera verulega skemmtileg. Auk þess kjmnist maður nýju fólki og fjallar um ólík málefni þannig að vinnan er mjög fjölbreytt.” í fréttatímum er fjallað um málefni líðandi stundar og oft fjallið þið um vandamálin í miðbænum sem stafa af drj/kkju og vímuefnanej/slu unglinga. Hvernig skynjar þú þessa umræðu? „Mér finnst hún oft vera ferlega kjánaleg. Menn gera sér j/firleitt grein fyrir hversu mikill vandi er á Ég held til dæmis að mörg af þessum úrræðum sem verið er að eyða peningum í séu gagnslaus ferðinni en mér finnst menn oft ekki setja hlutina í rétt samhengi. Nú eru allir á því að vandinn sé mikill, sem er rétt, og þá fer allt í einu af stað umræða um að það þurfi að setja milljarð í þennan málaflokk eins og það eitt og sér sé nóg. Menn þurfa fyrst og fremst að átta sig á því hvernig eigi að nota þessa peninga, finna lausn á vandanum, áður en menn fara velta því fyrir sér hversu há upphæðin þarf að vera. Ert þú með einhverjar hug- mj'ndir um það hvernig eigi að nota þessa peninga? „Ég held t.d. að mörg af þessum úrræðum sem verið er að ej/ða peningum í séu gagnslaus. Það hefur verið voðalega lítið gert af því að taka út þessi meðferðarúrræði og það forvarnarstarf sem hérna er. Það er ekki nóg að ej/ða peningum í forvarnir heldur verða menn að vita hvort þær forvarnir skili j'firhöfuð ein- hverjum árangri eða ekki. Ég tel t.d. að það eigi að ejíða mun meiri peningum í íþrótta- og æskulýðsstarf sem ég tel eina af bestu forvarnarleiðunum. Ef þetta starf er öflugt þá sogast fleiri inn í þá starfsemi. En hins vegar verður alltaf einhver prósenta af ungu fólki í rugli með sitt líf, sama hversu mikið menn berjast gegn þessu. En með því að gera þennan holla og heilbrigða lífsstíl flottan þá hægt að virkja fleiri inn í starfið." Finnst þér umræða fjölmiðla og Ijósvakamiðla vera nauðsj/nleg til að sýna hvernig ástandið er? Mér finnst að það eigi að markaðssetja íþróttir sem flotta „cool“ starfsemi „Það skiptir náttúrlega mikiu máli að fjölmiðlar geri grein fyrir ástandinu því ef þeir gera það ekki gerir fólk sér ekki grein fyrir hversu alvarleg staðan er. En fjölmiðlar verða að passa sig hvernig þeir flj'tja fréttirnar. Ég man t.d. eftir því árið 1996 þegar útihátíðin Uxi var haldin. Það var mikið um fíkniefni á staðnum og lengi á eftir voru margir að kenna þessari tilteknu útihátíð um. Svona er umræðan oft vitlaus því ef þessi útihátíð hefði ekki verið hefðu unglingarnir bara farið á einhverja aðra útihátíð og haldið uppi sama dampi. Það var einhver bj/lgja í gangi á þessum tíma og hún varð ekki til út af útihátíðinni Uxa." Fólkið í landinu metur oft ástandið eftir fréttum fjölmiðla. Er áfengis- og ffkniefnaneysla stórt vandamál um þessar mundir eða gera fjölmiðlar of mikið úr þessu? „Nei, ég held að þeir geri ekki of niikið úr þessu. Þetta er víðar en menn halda. Fíkniefnanej'tendur híma ekki í kjöllurum með sprauturnar heldur eru þeir á meðal fólksins. En mér finnst rejmdar oft sá galli á fréttaflutningnum að menn tala um áfengi og fíkniefni annars vegar en gera engan greinarmun a fíkniefnunum. Fíkniefnin eru misjöfn og það er t.d. ekki hægt að tala um hassmola á sama hátt og heróín. Ég er ekki að segja að eitt sé betra en annað en læknisfræðilegar rannsóknir sj/na að sum fíkniefni eru hættulegri en önnur. Það má ekki setja þetta undir einn og sama hattinn. Umræðan verður því oft og tíðum svolítið móðursjúk og óraunsæ.” Hvernig á að stemma stigu við þessari drykkju- og fíkniefnaneyslu? „Það verður náttúrlega ekki gert á einum degi- Þetta er í lífsstíll okkar og mun alltaf verða. En mér finnst að það eigi að markaðssetja íþróttir og svona holla starfsemi sem flotta „kúl“ starfsemi. Gera þetta eftirsótt svo krakkarnir vilji vera partur af því- Það er langárangursríkast held ég. En það ma einnig hækka viðurlög verulega við því að selja fíkniefni og nejíta þeirra. Það þarf að vera einhver fælingarmáttur við þetta sem gerir mönnum erfiðara um vik. Það er rejmdar eitthvað farið að auka refsinguna við þessu en betur má ef duga skal."

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.