Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1999, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.06.1999, Blaðsíða 21
Það er sama staða hjá Ragnhildi og hjá Biyndísi. Hún á eitt ár eftir að skólanum þannig að Haukur býr enn þangað til Ragnhildur flytur til hans á næsta ári. Ragnhildur reynir þó að koma eins oft og hún getur út til Hauksyfir vetrartfmann. Þegar knattspyrnumenn fara út ungir að árum fórna þeir oft skólanum í staðin. Þú varst aðeins 19 ára þegar þú forst til Liverpool - hættir þú í skólanum? ..Nei, ég útskrifaðist frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja áður en ég fór út sem var mikill léttir. Ég var reyndar skráður á íþróttabraut og náttúrufræðibraut en náði bara að útskrifast á íþróttabrautinni. Ég á átta einingar eftir til að útskrifast af náttúrufræðibraut.” Stefnir þú á að læra meira? .,|á, ég er alltaf að hugsa um að taka nokkur námskeið hérna í háskólanum í Liverpool. En ég veit ekki alveg hvaða greinar ég á að velja. Ég get náttúrlega ekki hellt mér út í fullt nám því atvinnumennskan er full vinna þannig að ég get bara tekið fá námskeið í einu.” Hefur þú _yfir höfuð einhvern tíma til að stunda skóla á meðan þú ert leikmaður hjá Liverpool? ..|á, ég hef ágætan tíma. Það erj'firleitt bara ein æfing á dag því leikjaprógrammið er það stíft. Ég er því kominn heim um tvöleytið og hef því þokkalegan tíma til að læra. Einnig væri ágætt að taka eitt til tvö námskeið til að dreifa huganum aðeins frá knattspyrnunni og kynnast nýju fólki sem stendur fyrir utan boltann." Stefnir þú á að klára eitthvert nám úti? ..Ég vona að ég geti klárað eitthvert nám hérna úti og haft að einhverju að hverfa þegar knattspyrnu- ferlinum lýkur. Knattspyrnuferillinn er stuttur og maður endist kannski til 35 ára aldurs í mesta lagi og þá er lífið rétt að byrja. Þannig að það er mikið öiyggi að hafa eitthvað tiyggt á bak við sig þegar maður hættir í boltanum." Hvort mælir þú með að ungir strákar klári skólann áður en þeir fari út í atvinnumennskuna eða skelli sér út án þess að vera búnir með t.d. framhaldsnám? ,,Það er mjög erfitt að segja. Það er náttúrlega mjög gott að vera búinn með framhaldsnám því oft gerist það að þegar fólk tekur sér frí frá framhalds- námi nennir það ekki að byrja aftur. En aftur á móti er það freistandi að fara út ef maður fær tilboð þótt maður sé ekki búinn með skólann því maður veit ekki hvort og maður fær sama tækifærið aftur. Þannig að hver og einn verður að gera þetta upp við sig sjálfur." Ef við snúum okkur aðeins að ensku deildinni þá hafa nokkrir breskir frjálsíþróttamenn verið teknir vegna lyfjanotkunar. Er mikið um lyfjanotkun hjá knattspyrnumönnum í Englandi? ,,Ég veit ekki hversu mikið það er en ég veit að það hafa fundist kannabisefni í blóðinu hjá nokkrum knattspyrnumönnum hérna á Englandi. Sérstaklega hafa leikmenn Charlton verið drjúgir við þetta. Ég held að þrír hafi fallið hjá þeim í fýrra. En ég þekki þetta ekki og er því blindur á þetta þannig að ég veit ekkert hvað er að gerast í kringum mig. Hjá Liverpool er mjög strangt tekið á þessu og læknir félagsins fylgist grannt með leikmönnum með því að taka þá í lyfjapróf reglulega og gá hvort það séu einhver ólögleg efni í líkamanum.” haukur Er enska knattspyrnusambandið með eitthvert reglubundið eftirlit vegna lyfjanotkunar? ,,)á, þeir eru með það og mér skilst að þeir ætli að taka sig veruiega á í þeim efnum í ár. Áður fýrr komu þeir eingöngu í leiki og tóku menn í lyfjapróf en nú geta þeir mætt á æfingar hjá liðunum þegar þeim hentar og tekið leikmenn í lyfjapróf. Þannig að menn vita aldrei með vissu hvenær þeir birtast. Þeir geta meira að segja mætt á undirbúnings- tímabilinu þegar liðin eru í æfingabúðum í allt öðru landi. Þá eru þeir líka búnir að fá leyfi til að fylgjast með unglingaliðum liðanna og taka leikmenn þeirra í lyfjapróf." En hvað með leikmenn eins og Paul Merson, Paul Casgoigne og Tony Adams? ,,Mér skilst að fíkniefni séu ótrúleg aðgengileg í Englandi og lífsstílinn er þannig að mönnum þykir eðlilegt að menn prófi þetta. Ég held reyndar að Merson sé sá eini sem var tekinn vegna fíkniefna- misnotkunar en hinir voru mikið í áfenginu." En hvernig stendur á þessu. Heldur þú að þetta sé vegna álags sem menn leita á náðir fíkniefna eða áfengis? ,,Ég veit það ekki. Þetta virðist bara vera í enska þjóðfélaginu en knattspyrnumenn ættu að vita betur.” Eru einhverjar agareglur hjá Liverpool? ,,)á, það var bannað að drekka á undirbúnings- tímabilinu og menn eiga ekki að drekka þremur, fjórum dögum fyrir leiki. Gerard Houllier á það meira að segja til að labba á milli helstu skemmti- staða borgarinnar kvöldin fyrir leiki til að athuga hvort leikmenn liðsins séu þar. Þannig að reglurnar eru orðnar mun strangari eftir að Houllier tók við. En leikmenn liðsins mega þó fá sér í glas einstaka sinnum eftir sigurleiki. Og leikmenn létu ekki segja sér það tvisvar eftir sigurleikinn á móti Arsenal um daginn." Svona að lokum, ertu á móti lyfjanotkun? ,,)á, að sjálfsögðu. íþróttamenn eru bara að svindla á sjálfum sér með því að nota lyf.” Houllier á það til að labba á milli helstu skemmtistaða borgarinnar kvöldin fyrir leiki til að athuga hvort leikmenn séu þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.