Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1999, Side 35

Skinfaxi - 01.06.1999, Side 35
Var tímabilið 1997/98 þitt besta tímabil á ferlinum? ,,Nei, ég held að sfðasta ár hafi verið mitt besta ár þrátt fyrir að ég hafi verið valinn bestur 1997/98. Við urðum Belgíumeistarar í fyrra og ég tel mig hafa verið að spila betur á köflum í fyrra heldur en tímabilið á undan. Að vísu var ég dálítið meiddur í fyrra en þegar ég var kominn á ról gekk mér mjög vel." Þú lékst með Bochum í fjögur ár áður en þú fórst til Genk. Var þetta ekki skref afturábak fyrir þig? ,,Ef ég ber saman deildirnar þá er belgíska deildin mun slakari en sú þýska og að því leytinu til var þetta skref afturábak. En fyrir mig sem leikmann þurfti ég að komast á stað þar sem ég fengi tækifæri til að spila og vaxa sem knattspyrnumaður. Ég sé því alls ekki eftir því að hafa skipt yfir í Genk." Voru þetta búin að vera erfið ár í Þýskalandi? ,,Þau voru búin að vera upp og ofan. Ég var töluvert meiddur en fyrstu þrjú árin voru nokkuð góð og ég spilaði alltaf þegar ég var heill heilsu. En síðasta árið var erfitt og ég átti í raun mjög litla möguleika því þjálfarinn vildi ekki nota mig." Þú varst Belgíumeistari í fyrra með Genk. Hvert er markmiðiykkar í ár? ,,Við stefnum ótrauðir á að halda titlinum. Það er okkur efst í huga." Nú leika bræður þínir, þeir Bjarni og jóhannes, einnig með Genk. Hvernig stóð á að þeir fóru til Genk? ..fóhannesi var boðið að konia út til æfinga síðasta sumar í víkutíma og stóð sig vel og var í kjölfarið keyptur. Hvað Bjarna varðar þá vissi þjálfarinn að hann væri að spila með Newcastle. Þegar þjálfar- inn frétti síðan af að hann væri óánægður hjá Newcastle bauð hann honum að komayfir og æfa með Genk. Bjarni var síðan keyptur innan tveggja daga frá því að hann kom." Hvernig hafa þeir verið að standa sig í ár? ..Bjarni hefur verið að spila með aðalliðinu og lóhannes er að æfa á fullu með aðalliðinu en á enn nokkuð í land nieð að komast í liðið." Hvernig er að hafa bræðurna með sér í útlandinu? ,,Það er mjög gaman og sérstaklega er gott að hafa þá fyrir utan fótboltann. Genk er 70.000 manna bær en við búum nálægt hver öðrum sem er mjög þægilegt. Á æfingum styðjum við síðan hver annan og hvetjum til dáða þannig að þetta getur ekki verið betra." Þú hefur staðið þig frábærlega með Genk frá því þú komst þangað. En á hvað stefnir þú í framtíðinni? ,,Ég stefni á að komast eins langt og ég get. Ég er að vísu með samning við Genk til 2003 en ég stefni á að fara hærra og lengra.” íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur staðið sig frábærlega og átti á tímabili möguleika á að komast upp úr riðlinum Voru það vonbrigði að komast ekki áfrani? ,,Nei, ég held ekki. Ég heid að menn geti verið mjög sáttir og stoltir af árangrinum sem við erum búnir að ná nú þegar. Við gerðum allt sent við gátum til að ná 2. sætinu en það gekk ekki eftir í þetta skiptið." Hvað um framhaldið og næstu ár, geta íslendingar átt von á því og gert kröfu um að landsliðið komist í úrslitakeppnina á HM eða EM? ,,Ég held að það þurfi margt að gerast svo að það geti orðið áframhald á þessu góða gengi, m.a. hjá foiystu KSÍ. Þar á bæ verða nienn að spyrja sig hvort þeir vilja áframhaldandi árangur og vera á topp 50 listanum yfir bestu knattspyrnuþjóðirnar eða hvort þeir vilja í raun detta niður í meðalmennsku og verða taldir á meðal lakari knattspyrnuþjóða í heiminum." Hvað er að hjá foiystunni? ,,Ég held menn þurfi fyrst og fremst að horfa til leikmannanna og gera allt til þess að gera þá sem ánægðasta, t.d. að gera þeim auðvelt að komast í landsleikina. Svo eru þjálfaramálin mjög mikilvæg og það verður að finna réttu mennina til að vera í þessu." Tekur það oft mikinn kraft frá leikmönnum að standa í þessum ferðalögum? ,,|á, það gerir það. Þetta eru oft ekkert skemmtilegar ferðir, eins og ferðin til Armeníu. Þessar ferðir taka oft mikla orku frá mönnum." Ef við förum aðeins í aðra sálma þá reykir þú hvorki né drekkur. Finnst þér þetta hafa gert þig að betri knattspyrnumanni? ,,Ég held að það sé engin spurning. Ef þú ætlar þér að verða toppíþróttamaður í dag þá geturðu ekki leyft þér þessa hluti. Þú getur það kannski í einhver ár meðan þú ert ungur og heilsan í góðu lagi en það kemur samt tvímælalaust niður á þér og ég tala Mér finnst einfald- lega reykingar og áfengisdrykkja ekki fara saman við íþróttir nú ekki um þegar farið er að síga a seinni hlutann á ferlinum.” Hvernig er tekið á þessum hlutum innan landsliðsins? ,,Þetta er í ágætu horfi. Það eru vissar agareglur sem gilda innan hópsins og t.d. erum við reyklaust landslið. Þá er áfengisbann innan hópsins á rneðan við erum saman sem er sjálfsagður hlutur því við erum jyrirniyndir og andlit landsliðsins út á við. Þá hefur verið mikið rætt um snusið og það er búið að vera bannað hjá okkur undanfarið." Geturðu sagt mér hvaða áhrif reykingar og áfengis- notkun hefur á líkamann? ,.Nikótín dregur úr og hægir á blóðstreymi líkamans sem verður til þess að það hægist á súrefnisflutningi um líkamann, sem kemur m.a. niður á þoli og þreki íþróttamanna. Áfengisdiykkja hefur svipuð áhrif þar sem það tekur lifrina 2-3 daga að vinna áfengið úr líkamanum. Því hafa æfingar eftir diykkju mjög lítið að segja.” Þannig að þú ert alfarið á móti reykingum og diykkju? ,,|á, ég er aifarið á móti þessu. Mér finnst einfaldlega reykingar og áfengisdiykkja ekki fara saman við íþróttir." 1 *

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.