Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1999, Side 43

Skinfaxi - 01.06.1999, Side 43
porgerour sjaldnar en áður Hvers vegna var Áfengis- og vímuvarnaráð stofnað? ,,í lögum um Áfengis og vímuvarnaráð nr. 76/1998 er þess getið að tilgangurinn með stofnuninni sé að efla og styrkja áfengis- og vímuvarnir á meðal barna og unglinga og jafnframt að sporna við afleiðingum neyslu áfengis og annarra vímuefna." Þið fylgist sem sagt með áfengisneyslu unglinga? „|ú, það er eitt af hlutverkum okkar en við erum búin að starfa stutt og höfum ekki staðið að mörgum rannsóknum enn. Við reynum að nýta okkur þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á undanförnum árum og erum að reyna að átta okkur á hverju þarf að bæta við. Við ætlum okkur að setja rannsóknarstefnu í því skyni til að jylgjast með áfengisneyslu í landinu. Fyrsta rannsóknin sem við stóðum að er European School Survey Project on Alcohol and other Drugs (ESPAD), rannsóknin sem Inga Dóra Sigfúsdóttir og Þóroddur Bjarnason hjá Rannsóknum og greiningu sáu um fyrir okkur sl. vor. Hún var lögð samtímis jyrir nemendur í 10 bekkjum í 26 Evrópulöndum. Hér á landi svöruðu 3.555 nemendur henni eða nærri 90% af öllum nemendum sem skráðir voru í 10. bekk sl. vetur. Niðurstöður úr íslenska hluta rannsóknarinnar hafa þegar verið kynntar en enn er bið eftir samanburði við hin löndin sem voru með." Hefur áfengisneysla unglinga aukist á undanförnum árum? „Samkvæmt rannsóknum á neyslu nenrenda í efstu bekkjum grunnskóla hafa um 80% af nemendum í 10. bekk smakkað áfengi. En það er óljóst hvaða merkingu þeir leggja í það að smakka. Sumir hafa fengið að smakka einn sopa en aðrir hafa drukkið a.m.k. einn bjór. Meira en helmingur 10. bekkinga segist hins vegar hafa orðið drukkinn. Á þessu hafa ekki orðið miklar breytingar milli ára en undanfarinn áratug hefur þetta hlutfall þó frekar hækkað en hitt. í ESPAD könnuninni, sem ég nefndi áður hefur þeim sem sögðust hafa orðið drukknir síðustu 30 daga áður en könnunin var framkvæmd þó heldur fækkað. Þetta hlutfall er nú um 35% og við bindum vonir við að það bendi til þess að heldur dragi úr reglulegri ölvun nemenda í 10. bekk. Það veitir ekki af bjartsýni í þessu starfi.” Hvernig skýrið þið þessa breytingu? „Sumir vilja gera lítið úr þessum samdrætti þar sem þetta er aðeins eitt ár og því litið að marka. Við höfum hins vegar sagt að þetta sé í fyrsta skipti í mörg ár sem þetta hiutfall lækkar. Undanfarin ár hefur mikið verið lagt upp úr markvissu forvarna- starfi og við erum að vona að það sé að skila sér. En til að fá að vita þetta betur þurfum við að bera okkar tölur saman við niðurstöður frá öðrum löndum og að sjálfsögðu að halda rannsóknar- starfinu áfram.” Hvað með nágrannalöndin? Hvar stöndum við miðað við þau? „ESPAD könnunin var í fyrsta skipti gerð árið 1995 og ef samanburðartölur úr henni eru skoðaðar þá er hlutfall unglinga sem hafa smakkað áfengi 16 ára með því lægsta sem gerist í þeim 20 löndum sem tóku þátt í könnuninni þá. Hins vegar verða íslenskir krakkar oftar fullir, þ.e.a.s. drekka meira í hvert skipti en þeir útlendu. Þeir lenda líka oftar í klandri en jafnaldrar þeirra í útlöndum." Hvernig klandri? „Sum lenda illa í kynlffi eða líkamsárásum, önnur í slagsmálum eða ránum. f þessum efnum erum við í allt frá fimmta sæti upp í efsta sæti miðað við samanburðarlöndin.” Af hverju eru diykkjusiðir okkar svona ólíkir öðrum þjóðum? Þ.e.a.s. að þegar við drekkum drekkum við mun meira en aðrir unglingar í Evrópu? „Það hafa veriðýmsar tilgátur um það. Bent hefur verið á foreldra sem fyrirmj'nd en sögulegar tilgátur eru einnig til. Drykkja var aðallega bundin við ákveðna viðburði eins og kaupstaðarferðir, réttir eða landlegur. Þegar tilefnið bauð drukku menn mikið. Þess á milli unnu menn vikum saman og neyttu ekki áfengis." Þú talar um foreldra sem fýrirniynd. Eiga þeir einhverja sök á því hvernig er komið fyrir unglingunum? „Ég held að það sé erfitt að finna sökudólginn í þessum efnum. Við ölumst upp í einhverju samfélagi á ákveðnum stað og tírna. Hver einstaklingur reynir að komast af eftir bestu getu með því að velja og hafna fyrir sig en ræðuryfirleitt litlu um það hvert heildin stefnir. Ég held að ef fólk er ósátt við eitthvað sem er að gerast í þjóð- félaginu verði það að stilla saman krafta til að hafa áhrif. Ef íslendingum finnst almennt að unglingar byrji að drekka of snemma þá eru það ekki bara foreldrarnir sem eiga að axla þá ábyrgð og taka sig á. Skólinn, heilsugæslan, tómstundastarfið og löggæslan þarf allt að hjálpa til. En þetta þarf samt að byrja hjá foreldrunum. Unglingadrykkja væri t.d. ekki vandamál um verslunarmannahelgar ef foreldrar sammæltust um að senda ekki börnin sín eftirlitslaus á útihátíðir. Þegar unglingar eru sarnan komnir á litlum bletti þúsundum saman, margir mjög drukknir, er erfitt að kenna fégráðugum mótshöldurum, fáliðari lögreglu eða lélegri gæslu um allt sem aflaga fer. Það er ósköp sorglegt að fólk skuli senda börnin sín eftirlitslaus á svona samkoniur bara af því að það hefur tíðkast í áratugi. Sumir foreldrar hugsa sem svo að það sé kominn tími til fyrir 16 ára ungling að fá að reyna eitthvað upp á eigin spýtur. Það er bara svo mikill misskilningur að halda að fjölmenn útihátíð sé æskilegur vettvangur til slíks. Aðstæðurnar gætu ekki verið verri." Þorgerður Ragnarsdóttir er formaður Áfengis- og vímuvarnaráðs. segir Þorgeröur Ragnarsdóttir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.