Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1999, Blaðsíða 55

Skinfaxi - 01.06.1999, Blaðsíða 55
IHNGER EN LEITAR NÚ AÐ NÝJU LIÐI ÚTI í HEIMI! nokkrum neðri deildar liðum sem mér fannst ekki spennandi og ég kom því heim.“ Varstu ekki svekktur að þurfa að yfirgefa liðið? „Jú, en þrátt fyrir það var ég ánægður að komast í burtu frá félaginu.” Voru vandamál hjá félaginu á þessum tíma? „Já. Það gekk ekkert hjá liðinu að skora en þjálfarinn vildi ekki horfast í augu við vandamálin. Ég fékk að t.d. að spila fimm fyrstu leikina í deildinni en síðan var ég ekki inn í myndinni hjá honum næstu tvo mánuðina.” Hvaða ástæðu gaf hann fyrir því? „Hann sagði einfaldlega að ég væri ekki i nógu góður. Hann prófaði níu aðra framherja á þessum tíma og enginn þeirra skoraði. Vandamálið var það að við vorum með ónýta miðju. Miðjumennirnir unnu ekki einn einasta leik á miðjunni. Við náðum aldrei að stjórna gangi leiksins og síðan spiluðum við aðeins með einn framherja og hann fékk enga aðstoð.” Þannig að þú varst í erfiðu hlutverki þarna? „Já, svona vægt til orða tekið. Ég mundi segja í vonlausu hlutverki því áður en ég kom til Kongsvinger frá Brann var ég búinn að spila vel fyrir Brann.” Hvernig stóð á því að þú varst þá seldur þaðan? „Jaa, það var eiginlega út af þeningavandræðum líka. Brann átti í miklum fjárhagserfiðleikum sem varð til þess að þeir seldu mig, því miður því Brann er stór og flottur klúbbur. En þeir áttu í erfiðleikum og settu alla leikmenn sína á sölulista.” Þú gerðir rúmlega þriggja ára samning við Kongsvinger og síðan þremur mánuðum seinna vilja þeir losna við þig? „Já, ég skildi ekki hvað þeir voru að rembast við að tá mig þegar staðan var orðin þetta slæm. Enda kom á daginn að þeir gátu ekki staðið undir því.” Varstu með góðan samning við Kongsvinger? „Já, mjög góðan og ég var mjög sáttur enda átti ég rúm þrjú ár eftir af samningnum.” Hvernig var þetta gert upp þegar þeir vildu rifta samningnum við þig? ’,Ég náði góðu samkomulagi við stjórnarmenn Kongsvinger sem ég er mjög sáttur við. Ég á mig sjálfur núna og get þvf samið við hvaða lið sem er i án þess að þeir geti skipt sér nokkuð af því.” Fékkstu þá stóran hluta borgaðan af samningnum þínum? „Við komumst að góðu samkomulagi og báðir aðilar eru mjög sáttir. Ég er hálfþartinn feginn að hafa losnað þaðan fyrst staðan var orðin svona. Takmarkið hjá mér núna er að leika vel fyrir Skagann og komast í góða leikæfingu og þá geta fafnvel einhverjar dyr opnast. Þetta byggist allt á hianni sjálfum.” þú komst heim og fórst upp á Skaga. Var ekkert annað félag sem kom til greina? „Nei, það kom aldrei neitt annað til greina. Eg fékk nokkrar hringingar frá öðrum liðum en ég er bara það mikill Skagamaður að það kom ekkert annað til greina.” Gengi Skagamanna hefur ekki verið neitt sérstakt það sem af er sumri. Segir staðan í dag til um getu liðsins? „Árangur er ekki tilviljun þannig að við verðum taka okkur saman í andlitinu og fara að vinna eins og menn. Árangur næst ekki með öðru en baráttu. Við erum með góðan mannskap en menn verða að leggja sig fram. Við erum þó komnir í úrslit í bikarnum og vonandi náum við að fylgja þeim árangri eftir í deildinni.” Þegar þú komst heim hafði liðinu gengið illa. Var erfitt að koma inn í hópinn á þessum tíma? „Nei, mórallinn hjá liðinu er í góðu lagi þótt gengið hafi ekki verið neitt sérstakt til að byrja með. Kröfurnar hér á Skaganum eru miklar og bæjarbúar hafa ekki verið ánægðir með gengi liðsins. En það hjálpar ekki ef menn ætla að fara að tala illa um liðið eða leikmenn þess. Leikmenn og bæjarbúar verða að snúa bökum saman og vinna á vandamálinu.” Hvað heldur þú með framhaldið hjá ykkur? Þið eruð farnir að skora og virðist vera á uppleið? „Við ætlum okkur þriðja sætið og allt fram yfir það er plús. Það getur allt gerst ennþá en ég tel þó erfitt að ná ofar en i þriðja sætið. Við erum þó ákveðnir að koma okkur uþþ úr þessum pakka og losna frá fallbaráttunni.” Þið ætlið að koma ykkur frá fallbaráttunni en getur þú sagt mér hvaða lið séu líklegust til að falla? „Nei, ég á erfitt með að segja til um það, enda er deildin það jöfn ennþá. Reyndar eru Víkingarnir að skilja sig dálítið frá hinum liðunum enda eru þeir ekki að spila fótbolta. Mér finnst þeir vera í tómu rugli. Þeir eru að spila alltof grófan leik og reyna ekki einu sinni að spila fótbolta. Þeir gætu þó allt eins hrokkið í gang og unnið sig upp töfluna.” Nú hafa ÍBV og KR stungið hin liðin af í deildinni. Viltu spá um hvort liðið mun hampa íslandsmeistaratitlinum? „Það er ómögulegt að segja. Bæði lið eru með hörkuhóp og næstu leikir þessara liða eru sem úrslitaleikir. Við eigum reyndar ÍBV úti í sfðasta leik og þar ætlum við okkur að sjálfsögðu sigur. Svo það er spurning hvort við eyðileggjum fyrir þeim í lokaumferðinni.” Þú hefur verið að leika eitthvað með landsliði íslands að undanförnu. Nú þegar þú ert kominn heim telurðu þig þá eiga minni möguleika á að komast í landsliðið? „Já, það er mjög erfitt að komast í landsliðið sem leikmaður hérna heima. Sérstaklega í Ijósi þess að það eru allt önnur gæði á boltanum úti. Úti eru menn náttúrlega eingöngu í fótbolta og einbeita sér alfarið að honum. Atvinnumennirnir hafa þvf töluvert forskot á leikmennina hérna heima.” Þú hefur verið að spila nokkuð vel eftir að þú komst heim. Finnst þér ekkert ósanngjarnt ef þú færð ekki tækifæri með landsliðinu? „Nei, alls ekki. Það er þjálfarinn sem velur liðið og ég treysti honum til að meta þetta rétt. Ég veit að hann fylgist vel með og síðan er ég ekki að keppa við neina sleða um framherjastöðuna hjá lands- liðinu.” Þú hefur fengið að kynnast landsliðinu og leggur væntanlega metnað þinn í að komast í landsliðshópinn aftur? „Já, það er algjör draumur að fá að leika fyrir landsliðið. Við erum komnir með hörkulandslið og það er engin tilviljun hvernig árangurinn hefur verið undanfarið.” Þú fórst um daginn út til Oxford til að reyna fyrir þér en komst heim aftur. Á hverju strandaði? „Þetta strandaði í raun ekki á neinu. Þjálfarinn var nokkuð ánægður með mig og vildi koma hingað til lands og fylgjast betur með mér. Reyndar er hann nýbúinn að kaupa leikmann í mína stöðu og ég veit að hann hefur lítið fjármagn til að kaupa leikmenn en hann vildi samt ekki loka þessu dæmi. Framhaldið verður síðan bara að koma í Ijós. Ég verð bara að halda áfram, tækifærin koma.” Þú stefnir á það að fara út aftur og getur í raun farið hvenær sem þú vilt frá Skaganum? „Já, já, ég er frjáls leikmaður, á mig sjálfur. Umboðsmaðurinn minn er að vinna í þessum málum fyrir mig og síðan sjáum við bara til hvað gerist.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.