Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1999, Síða 67

Skinfaxi - 01.06.1999, Síða 67
LEEDS • MIDDLESBROUGH - NEWCASTLE - DERBY Mesta bitið virðist farið úr sókn Arsenals eftir að Nicolas Anelka fór fýlu. Overmars skilar þó alltaf sínu. miðjunni og Gustavo Poyet og Gianfranco Zola virðast vera í toppformi þessa stundina. Vialii hefur byggt upp skemmtilegt sóknarlið sem á eftir að gera mörgum liðum lífið leitt í vetur. NÝIR LEIKMENN: Chris Sutton, Didier Deschamps, Jes Hogh, Mario Melchiot og Carlos Cudicini. FARNIR: Michael Duberry, Brian Laudrup, Andy Myers, Eddie Newton og Dmitri Kharine. FARNIR: David Wetherall, Gunnar Halle, Lee Sharpe, Clive Wijnhaard, Danny Granville og Jimmy Hassel- baink. 3. sætið: ARSENAL Það vantar einhvern neista í sóknina hjá Arsenal eftir að Nicolas Anelka fór í fýlu. Kanu og Bergkamp hafa ekki náð nógu vel saman en enn þá á eftir að reyna á Davor Suker. Petit og Viera eru sterkir á miðjunni en bönn og meiðsli hafa komið í veg fyrir að þeir leiki mikið saman. Vörnin er sterk en 0-0 jafntefli gefa bara eitt stig. NÝIR LEIKMENN: Davor Suker, Thierry Henry, Silvinho, Oleg Luzny og Stefan Malz. FARNIR: Kaba Diawara, Jason Crowe, Steve Bould, Michael Black, Fabian Caballero, Remi Garde og Stephen Hughes. 6. sætið: ASTON VILLA Þessum stærsta klúbbi í Birmingham gengur illa að halda stjörnum sínum hjá félaginu. Aston Villa liðið blómstraði fyrri hluta leiktíðarinnar í fyrra en endaði svo í 6. sæti og er spá Sportlífs að sama sætið verði þeirra í vetur. Dwight Yorke yfirgaf liðið í fyrra og í ár fóru Bosnich, Collymore og Scimeca. John Gregory hefur ekki styrkt hópinn mikið og því ólíklegt að liðið fari lengra en í fyrra. NÝIR LEIKMENN: George Boateng, David James og Najwan Ghrayib. FARNIR: Mark Bosnich, Stan Collymore og Riccardo Scimeca. Chris Sutton og Gianfranco Zola eiga eftir að gera varnarmönnum á Englandi lífið leitt í vetur. Sportlíf spáir Chelsea 2. sæti. 4. sætið: TOTTENHAM George Graham hefur snúið dæminu við hjá erkifjendum Arsenals og það er spá Sportlífs að þeir komi á óvart í vetur og tryggi sér 4. sætið. Reynslukarlarnir Tim Sherwood og Darren Anderton eiga eftir að skila sínu á miðjunni og leikmaður ársins í ensku deildinni í fyrra, David Ginola, virðist vera í enn þá betra formi í ár. Veikasti hlekkur Tottenham-liðsins eru framherjarnir Iversen og Armstrong sem ekki hafa verið nógu duglegir við að koma boltanum ( net and- stæðinganna. NÝIR LEIKMENN: William Korsten og Chris Perry FARNIR: Andy Sinton og Rory Allen. 7. sætið: LIVERPOOL Þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu er Liverpool-liðið með fjöldann allan af frábærum leikmönnum. Houllier hefur úr hópi frábærra framherja að velja en í hópnum hjá Liverpool eru nú þeir Owen, Fowler, Berger, Riedle og Titi Camara. Á miðjunni eru ekki lakari menn en Dietmar Hamann og Jamie Redknapp en þeirra veikasta hlið er kannski kantarnir og vörnin. Houlliet hefur reynt að bæta úr lekanum í vörninni með kaupum á nýjum leikmönnum en Heggem og Smicer eiga enn þá eftir að sanna sig í stöðu útherja. NÝIR LEIKMENN: Dietmar Hamann, Vladimr Smicer, Sander Westerveld, Stephane Henchoz, Titi Camara, Sami Hyypia og Erik Meijer. FARNIR: David James, Steve McManaman, Oyvind Leonhardsen og Paul Ince. Leeds-liðið nær ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra. Liðið kom á óvart eftir að David O'Leary tók við stjórninni en einhvern veginn virðist ekki vera sami kraftur í liðinu í upphafi leiktíðarinnar í ár. Harry Kewell er allt í öllu i framlínunni eftir að Hasselbaihk Var seldur en O'Leary leitar nú að arftaka hans. Lucas Radebe er öryggið uppmálað í vörninni og Nigel Martyn er sterkur á milli stanganna en liðið vantar karla á miðjuna til að stjórna leiknum. NÝIR LEIKMENN: Michael Duberry, Danny Mills, Eirik Bakke og Michael Bridges. 8. sætið: MIDDLESBROUGH Það hafa ekki orðið miklar breytingar á liði Middlesbrougt frá síðustu leiktíð. Bryan Robson framkvæmdastjór keypti aðeins tvo leikmenn í sumar og mætir þv nánast með sama lið til leiks. Middlesbrougt gekk ágætlega á sínu fyrsta tímabili í efstu deilc að nýju og hafmaði í 9. sæti. Liðið er ekki nógc stöðugt og verður að treysta á að Pau Cascoiqne haldi sér á strikinu. Paul Ince i eftir að hleypa nýju blóði í lið Middlesbrougt en þrátt fyrir tilkomu hans hækkar liðið sic um eitt sæti á milli ára. LEIKMENN: Paul Ince, Christiar FARNIR: Enginn. David Ginoia var kosinn leikmaður ársins á Englandi í fyrra. Hann hefur komið sterkur til leiks í upphafi leiktíðar og Tottenham-liðið er til alls líklegt.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.