Skinfaxi - 01.06.1999, Page 70
I
BJARNÓLFUR LÁRUSSON OG SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLf
kJ^Í
r ^ m
Mark Robins er aðalstjarnan í
liði Walsall. Hann lék á tímabili
undir stjórn Sir Alex Fergusonar
með Manchester United
HANKS'S
Bjarnólfur stjórnar miðjunni hjá
Walsall og á oft eitraðar
sendingar. Hann hefur unnið sér
fast sæti í liðinu
■mi
41
Það áttu fáir von á því að Walsall, litla liðið í
Birmingham þar sem Aston Villa, Wolves og að
sjálfsögðu Birmingham ráða ríkjum, myndi ná
að vinna sér sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Tveir
íslendingar leika með liðinu, þeir Bjarnólfur Lárusson
og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, og báðir áttu þeir
stóran þátt í því að liðið kæmist upp. Bjarnólfur átti
nokkuð öruggt sæti á miðjunni mestallt tímabilið og
Sigurður kom inn undir lokin og skoraði meðal annars
mark sem tryggði Walsall öruggt sæti í 1. deild. Það
er ekki búist við miklu af Walsall í 1. deildinni í vetur
þar sem stórlið eins og Blackburn, Bolton, Wolves,
Ipswich og Nottingham Forest ráða ríkjum. En þessi
litli klúbbur í Birmingham er ekki búinn að segja sitt
síðasta og þegar þetta er skrifað hefur liðið aðeins
tapað tveimur leikjum í
sex fyrstu umferðunum
og situr á góðum stað
um miðja deild.