Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Síða 6

Skinfaxi - 01.08.2002, Síða 6
Erpur Eyvindarson Þeir eiga náttúrulega rútu! Erpur Eyvindarson er flestum íslendingum kunnugur. Hann er skrautlegur og skemmtilegur karakter og hefur auk þess ósjaldan brugðið sár í karakter Johnny Naz, sem fólk þekkir ekki síður fyrir óvenjulega framkomu. Erpur er í hljómsveitinni xxx Rottweiler hundar og þótt þeir séu dálítið villtir þá eru hljómsveitarmeðlimir hin bestu skinn og hafa gaman af lífinu og smá fíflalátum, eins og Valdimar Kristófersson komst að þegar hann hitti Erp í feiknaformi. Hljómsveitin hefur mikla óbeit á reykingum, er reyklaus og í samstarfi við Tóbaksvarnarnefnd. Þeir eru þó ekki algjörir englar og stundum kemur það fyrir að þeir dýfa tungunni í pilsner. Ólst upp í úthverfisgettórassgati! En hvað hefur Erpur fengist við í gegn- um tíðina? „Ég hef fengist við flest listform, tónlist, Ijóð- list, skjálist og leiklist. Ég er útskrifaður af myndlistarbraut FG svo ég lít á sjálfan mig sem listamann þótt ég hafi einnig fengist töluvert við fjölmiðlun og ýmislegt annað." Hvernig byrjaði þetta allt saman fyrir alvöru með Rottweiler og Johnny Naz? „Rottweiler unnu náttúrulega músíktilraunir árið 2000, sama ár og fyrsta Johnnyserían fór í loftið. Ég varð fyrst virkilega þekktur með Johnny og það hjálpaði hljómsveitinni eitthvað." Hvar ólst Johnny Naz upp? „Bara í einhverju úthverfisgettórassgati." Á Johnny enga kærustu? „Jú, Brynju X Vífils (x-ið stendur fyrir Xen- esis, sem er seinasta plata Quarashi, það er mjög gettó að skíra börnin sín eftir rapp- plötum) og svo er það náttúrulega Jónína Bjartmarz alþingismaður, hún er „fokkin hott“, en ekki samt kjósa hana, ókei. Það er líka gettó að heita Gro Harlem Brundtland, svo hún er líka mjög æskileg." Ég sá fyrir mér að þetta væri einhver fegurðardrottning sem væri vel uppalin, reglusöm og vildi frið á jörðu fremst af öllu? „Nei, hún verður að vera „thugged out“, labba skakkt, drekka karlmenn undir borð- ið, ræna derhúfum af bekkjarfélögum sín- um með skrúfjárni, slást við sundlaugar- verði og reykja bananahýði." Hvað með xxx Rottweilerhunda, af hverju varð rapp fyrir valinu? „Ég meina það, af hverju tónlist yfirhöfuð? Ég heillast af kraftinum í rappinu, mögu- leikanum á að tjá sem mest og sem hispurslausast. Endurtekning taktsins, bassinn og trommubítið. Þetta helst allt í hendur. Hiphopp er eitt af þeim listformum sem hefur heillað mig hvað mest gegnum tíðina." Flestir textarnir ykkar eru dálítið grófir og ögrandi. Hver er tilgangurinn? „Það er enginn tilgangur í því að reyna að vera grófir og ögrandi, en það er mun minni tilgangur í að reyna að fegra og snyrta það sem okkur langar að segja, svo þetta gerist bara af sjálfu sér. Við erum ekkert að rem- bast en við segjum bara það sem okkur langar að segja.“ Nú er ykkar stærsti aðdáendahópur grunnskólakrakkar, hafa foreldrar ekk- ert verið að hringja í ykkur og kvarta yfir textunum? „Ég veit það ekki, við vísum þeim þá bara á Lúlla sem er „smúth talker". Hann fær for- eldrana þá yfirleitt til að bjóða sér út að bor- ða og í keilu og jafnvel til að ættleiða sig.“ Kynlíf er fín íþrótt! Nú klæðist þið oft gömlum íþróttafatn- aði, eða nýjum í gömlum anda. Hafa íþróttir aldrei höfðað til þín? „Að rokka sjó eins og við gerum er brjáluð tugþraut og kynlíf eftir á er líka fín íþrótt, en ég æfði einu sinni sund og fæ mér stundum sport lakkrís." Þú ferð ekkert í ræktina til að auka við massann og kíkja á stelpurnar? „Nei, ég er ekki mikið fyrir kvenfólk, ég er nefnilega mormóni. Mér finnst að allar kon- ur ættu að vera klæddar eins og kana- beyglurnar á Omega, með hár eins og Marge Simpson, bara bleikt, og í svona kúrekabúningi með sniglaförum á bakinu. Það er mjög gott.“ Á hljómsveitin sér einhverjar fyrir- myndir? „Ég á milljón fyrirmyndir, Gummó á ein- hverja rokkarafyrirmynd sem dó á hótel- herbergi í Las Vegas árið 1975. Bent á fyrirmynd sem er svona... alltaf að rappa inni á spjallinu á einhverjum „öndergránd" heimasíðum, svona bloggrappari einhver, og Lúlli er mjög heitur fyrir twinky winky úr teletubbies." Nú seldist platan ykkar fyrir síðustu jól gríðarlega vel, eruð þið sáttir? „Já, hún fer bráðum í platínu (10.000 eintök). Það er allt í lagi sko. Það er svona svipað og allt sveitaballaliðið á íslandi selur til samans, en þeir eiga náttúrulega rútu.“ Og orðnir ríkir? „Já, mjög svo. Við eigum meira að segja merktan Rottweiler Hummer sem við eig- um reyndar ekki, við erum bara með hann að láni ... eða vorum. Við erum búnir að skila honum og það var eiginlega ekki Hummer. Það var meira svona lengd Wolkswagenbjalla, svona „family wagon“, eins og pitsusendlar keyra um á. Mjög töff ... eða ekki.“ Hætta aö versla í Bónus! Þannig að þið eruð ekkert sérstaklega ríkir. Til hvers eru þið að standa í þessu? „Hvað meinarðu, við erum bara hérna til að verða svo ríkir að við getum hætt að versla föt í Bónus." Þannig að þið eruð áhugamenn í dag en hvert stefnið þið í framtíðinni? „Áhugamenn eru amatörar, við erum „fokk- in pró“ og það er ekki einu sinni lygi. Við lifum á þessu, kannski ekkert „highlife" en allavega „life“. Er von á plötu frá ykkur á næstunni? „Já, það er von á nýrri og enn betri Rott- weilerplötu, mun harðari og persónulegri, fyrir þessi jól. Svo hafið í huga; önnur tón- list er drasl!“ t

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.