Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 11
Fortfomoblftð-SlHtifeBKi' Hvaö með þig Maríko. Af hverju valdir þú viöskipta- fræði? „Ég valdi viðskiptafræðina því ég vissi að það væri praktískt nám. Ég held að hún sé góð undirstaða fyrir hvað sem maður tekur sér fyrir hendur í framtíð- inni. En ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Þátturinn ykkar, Hjartsláttur, vakti mikla lukku í sumar. Verður framhald á næsta sumar? ,,Það er ekki komið í Ijós ennþá. Þetta gekk vel í sumar. Það er bara spurning hvar við verðum staddar í vor, hvað okkur langar til að gera og hvort við tímum að eyða sumrinu aftur í þetta,“ segir Þóra. En er ekki gaman að starfa við sjónvarp? ,,Jú, það er mjög gaman og maður kemst ábyggilega ekki í skemmtilegri vinnu, en þetta er líka mikið stress, segir Maríko og Þóra skýtur inn í: „Þetta er brjáluð törn að taka að sér svona þátt og mikil vinna á meðan henni stendur. Það er nauðsynlegt að taka góða hvíld á milli. Fríið er því kærkomin endurnæring fyrir næstu sjón- varpstörn ef af henni verður," segir Maríko og bætir við: „Þetta er líka þannig að maður er stöðugt í vinn- unni. Þó maður sé ekki á tökustað eða uppi á Skjá- Einum þá er maður stöðugt, allan sólarhringinn, að reyna að fá nýjar hugmyndir fyrir þáttinn og velta hlutunum fyrir sér þannig að maður er aldrei í fríi.” Fengu blóðið til að renna! Nú lögðuð þið ykkur í ýmss konar hættu í þáttunum, m.a. príluðuð þið upp á þriðju hæð á þakrennu, fóruð í fallhlífarstökk, siguð í foss o.fl. Voruð þið aldrei smeykar? ,,Jú, jú, við þurftum alltaf að vera að gera eitthvað nýtt til að halda okkur á tánum og fá blóðið til að renna. Við vorum nú aldrei beint í neinni hættu, nema kannski þegar við fórum í fossasig. Þá sigum við niður foss og Þóra festist inni í fossinum," segir Maríko. „Og ég hélt að ég væri að drukkna," bætir Þóra við, „en fattaði eftir á að vatnið náði mér ekki nema upp á hné.“ „Þetta endaði með góðu hláturs- kasti,“ segir Maríko og þær stöllur skella upp úr. Ef við förum aðeins í önnur málefni, sem þið fylgist sjálfsagt eitthvað með í gegnum fjölmiðla, þá hefur ávana- og fíkniefnanotkun aukist hér á landi. Hvað finnst ykkur um þessa þróun? ,,Ég held að það séu mun alvarlegri hlutir í gangi en fjölmiðlar eru færir um að upplýsa okkur um,“ segir Þóra og Maríko bætir við: ,,Ég er í vinahópi sem kemur ekkert nálægt þessu þannig að ég geri mér ekki grein fyrir ástandinu og á erfitt með að meta það. Maður sér þetta og les vissu- lega af og til um skelfilega atburði í fjölmiðlum en þetta er samt einhvern veginn dálítið fjarlægt manni.“ ,,Þetta er alveg rétt hjá Maríko. Maður hefur engar forsendur til að meta þetta þegar maður er ekki mitt inni í þessu sjálfur, þetta er svo miklu hrottalegra heldur en hægt er að ímynda sér. Maður verður að sjá þetta með berum augum til að átta sig á vandanum og þar stendur kannski hnífurinn í kúnni, það er ekki nógu mikill skiln- ingur á vandanum." „Þetta er líka svo flókinn vandi að það standa allir á gati,“ segir Maríko. „Já, á að herða refsingar eða jafnvel leyfa fíkniefni?" segir Þóra „Eng- inn veit hvað er rétt. Ég held að hertar refsingar hafi ekkert upp á sig. Það þarf fyrst og fremst að mæta fíklum sem veikum einstaklingum sem þurfa á hjálp fagaðila að halda til að losna. Á meðan maður heyrir sögur af fíkniefnasölum sem halda áfram að selja fíkniefni í gegnum síma á Litla hrauni þá veit maður að Það breytir ekki öllu hvort þeir sitja inni í eitt eða tvö ár. Þeir flýjá svo bara land og reyna að halda áfram í útlöndum þar sem þeir eru búnir að eyðileggja starfsmöguleika sína hér á landi,“ segir Maríko og heldur áfram: „Eina lausnin er að forðast þetta algjörlega. Byrja aldrei að fikta. Það er eitthvað það sorglegasta sem getur hent fólk að lenda í klóm fíkniefna og ótrúlega erfitt að horfa upp á ástvini lenda í slíku. Þú getur ekkert gert til að hjálpa. Þú sérð bara manneskju sem þér þykir vænt um þjást óendanlega og skilur ekki af hverju hún getur ekki hætt. Fíknin er bara svo flókin og fólk sem verður fórnarlamb hennar er statt í vítahring sem ekki er auðvelt að losna úr” segir Þóra. ,,Ég held að það séu ofboðslega margir í dag sem hafa einhvern tímann prufað einhver efni. Vandamálið er bara að það stendur ekki skrifað á einstaklingum hverjir sleppa við að verða fíklar og hverjir ekki. Unglingar eru því að taka mikla áhættu þegar þeir prufa í fyrsta skipti því það sér enginn fyrir hverjir komast út úr þessu og hverjir fara alla leið í skítinn. Þetta er a.m.k. ekki áhættunnar virði, en ég held að unglingar láti dálítið blekkjast af þeim sem segjast hafa prufað, en ekkert hafi komið fyrir.“ Með bundið fyrir augun! Haldið þið að ástandið sé slæmt í skólum landsins? ,,Ég veit ekki hvort það er slæmt, en það er vissulega eitthvað um neyslu í skólunum," segir Maríko. „Ég man þegar ég var í menntaskóla þá voru kennararnir alveg gjör- samlega með bundið fyrir augun. Þeir tóku ekkert eftir því hvort nemendurnir voru að taka eitthvað eða ekki. Og það var ekki endilega vegna þess að þeir þyrðu ekki að horfast í augu við vandann, heldur gerðu þeir sér ekki grein fyrir honum,“ segir Þóra. Nú var haldin Menningarnótt í Reykjavík í sumar og okkur eru enn að berast fréttir af þeirri nóttu, ekki vegna þess hvað það var gaman heldur vegna allra „unglinganna" 12-14 ára sem voru ofurölvi niðri í bæ. Hver ber ábyrgðina á þessum börnum? „Foreldr- arnir,“ segja þær hiklaust í kór. „Það er engin spurning að foreldrarnir verða að fylgjast með börnunum sínum og bera ábyrgð á þeim. Vissulega vilja foreldrar allt fyrir börn- in sín gera, en einhvers staðar verður að draga mörkin. Ef dóttir mín væri niðri í bæ blindfull á þessum aldri þá væri ég að afneita vandanum ef ég ætlaði að kenna einhver- jum öðrum um. Foreldrar verða að fylgjast með börnum sínum, það eru þeir sem koma þeim í heiminn og eiga að ala þá upp,“ segir Maríko og Þóra heldur áfram: ,,Það er bara staðreynd að foreldrar eru í mismiklum tengslum við börnin sín. Ég held að það sé mikilvægt að tala við börnin sín sem jafningja í stað þess að tala yfir þeim. En þótt ábyrgðin hvíli á foreldrunum þá gleymist oft að aðstæður á heimilum geta verið mjög erfiðar og foreldrarnir eiga kannski sjálfir í mestu erfiðleikum við að glíma við lífið, eru jafnvel í neyslu sjálfir."

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.