Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Síða 24

Skinfaxi - 01.08.2002, Síða 24
mót og sífellt fleiri stelpur eru að brjóta 4,50 múrinn." Framfarirnar eru því miklar. Sérðu fyrir þér að konurnar eigi eftir að fara yfir 5 metra á næstu misser- um? ,,Já, einhvern tímann kemur að því. Kannski eftir 5 ár, hver veit?“ Ekki lofthrædd Þarf maður ekki að vera dálítið hugaður tii að vera í stangastökki þar sem maður er að stökkva tæpa fimm metra hæð? ,,Jú, það er mjög mikilvægt. Það er mjög slæmt að vera hræddur og beita sér ekki af fullum krafti í hvert stökk. Þá er hætta á að maður hreinlega drífi ekki í gegn, hangi bara stopp á stönginni þegar hún er í lóðréttri stöðu og drífi jafnvel ekki yfir þyngdarpunktinn og detti því til baka á brautina." Þú ert ekkert lofthrædd, er það? ,,Nei, ég hef mjög gaman af að vera í mikilli hæð. Líður þó aldrei beint vel í flugvél en þegar ég veit að ég er alveg örugg líður mér vel.“ hinni að vinna. íþróttir snúast um sigur í okkar huga og á hann stefnum við í hverju móti. Sam- keppni er mjög nauðsynleg og mikilvæg til að halda manni við efnið. Maður verður líka að kunna að geyma keppnisskapið uppi á hillu þeg- ar maður er heima eða með vinum að slaka á, en það getum við Vala alltaf gert. Á svona litlu landi eins og íslandi er samvinna líka mjög nauðsyn- leg. Ef önnur þarf hjálp réttir hin að sjálfsögðu fram hjálparhönd hvort sem það eru hvatning- arorð eða einhver greiði." Hvaða væntingar gerir þú tii þín á næstu árum? ,,Að bæta mig.“ Hægt að lifa á stangastökki Er hægt að verða atvinnumaður í stanga- stökki kvenna - eru peningar í boði ef maður stendur í fremstu röð þannig að hægt sé að lifa á því? ,,Það er eiginlega hægt að skipta þessu í þrjú stig. Fyrsta stigið er þegar maður er að reyna að komast í röð þeirra bestu í heiminum en þá eru ekki peningar í boði. Á öðru stigi er maður í hópi þeirra bestu og hægt að fá smá vasapening út úr þessu. Á þriðja stigi er maður á toppnum og hægt að lifa eingöngu af verðlauna- fénu á topptímanum. Ég hef verið að flakka á milli fyrsta og annars stigs.“ Nú hafa stangirnar verið að brotna á miðri leið upp. Þú ert ekkert smeyk við það þegar þú ert að stökkva? ,,Ég hef tvisvar brotið stöng en slasaðist ekki. Líkurnar á að brjóta stöng eru mjög litlar ef maður fer vel með stangirnar sínar.“ Hvað er síðan framundan hjá þér? „Langtímamarkmiðið er OL 2004 en næstu verkefni eru HM inni og úti á næsta ári og þangað til skóli og strangar æfingar." Eruð þið Vala Flosadóttir í mikilli samkeppni eða reynið þið að vinna saman? ,,Að sjálfsögðu er mikil samkeppni á milli okkar og hvorug er á þeim buxunum að leyfa En hvað er Þórey Edda annars að gera í vetur og á hvað stefnir hún í framtíðinni fyrir utan stangastökkið? „Veturinn er óráðinn en mun skýrast á næstu vikum. Ég verð allavega heima til áramóta að æfa og í Háskóla íslands. Hvað gerist svo, veit ég ekki. í framtíðinni mun ég klára verkfræðinámið og svo mastersnámið líklega í erlendum háskóla. Ég er hálfgerð flökkukerling inn við beinið og mun líklega kanna heiminn." Og úr einu í annað, frjálsíþróttamenn hafa oft verið í sviðsljósinu vegna lyfjamisnotkunar. Er mikið um þetta hjá frjálsíþróttafólki? „Ég hef aldrei séð eða vitað af neinum sem neytir lyfja. Ég get ekki ímyndað mér að íslendingar geri það, en auðvitað grunar mann nokkra erlenda íþróttamenn, sérstaklega kastara og hlaupara. Það er þó aldrei hægt að fullyrða neitt og allir eru saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð." Líkamlegt tjón meiri en ávinningurinn Hver er ávinningurinn af þessu lyfjaáti? „Ávinningurinn er stærri vöðvar og þar af leiðandi er meiri kraftur til staðar fyrir átök. Einnig eru til lyf sem auka súrefnisupptöku eða eru örvandi. Þó held ég að til langs tíma litið sé líkamlega tjónið miklu meira en þessi tímabundni ávinningur." Hvað finnst þér um þetta? „Ég er algjör- lega á móti lyfjanotkun og mun aldrei leggja heilsuna að veði fyrir árangur þrátt fyrir að ég hafi mikinn áhuga og sé metnaðarfull. íþróttir stundar maður aðeins í örfá ár en líkaminn og heilsan fylgja manni alla ævi.“ Það gerir varla líkamanum gott að taka þessi lyf? „Nei, alls ekki. Það eru ýmsar aukaverkanir sem fylgja lyfjanotkun og má þar nefna aukinn hjartslátt, kvíða, óróleika, svefnleysi, skjálfta, munnþurrk, blóðflæði til útlima getur skaðast, háþrýsting og hjart- sláttartruflanir. Of stórir skammtar geta leitt til ofskynjana, ofsjóna og geðveiki og jafn- vel til dauða.“ Þannig að þetta er ekki áhættunnar virði? „Nei, alls ekki og ég skil ekki íþrótta- menn sem taka inn ólögleg lyf því afleið- ingarnar geta verið skelfilegar." Hvað gerist ef menn eru teknir fyrir notkun á ólöglegum lyfjum? ,,Þá fá menn yfirleitt bann og stundum sektir. Það er misjafnt hvað bannið er langt og fer eftir magni efnis í blóði og líka eftir því hvaða efni hefur verið notað.“ Hvernig byggir Þórey Edda sig upp fyrir æfingar og mót? „Á æfingatímabilum forðast ég sætindi fyrir æfingu þar sem mér finnst erfitt að fara á æfingu eftir þannig át, mig svimar einfaldlega. Ég launa mér svo á kvöldin með súkkulaðimola og um helgar launa ég mér vikuerfiðið með einhverju góðgæti. Á erfiðum æfingatímabilum hef ég með mér próteindrykk á æfingu sem ég drekk í lok æfingarinnar. Ég fer snemma að sofa til að hvílast vel svo að líkaminn nái að jafna sig fyrir næstu átök. Á öðrum æfinga- tímabilum, t.d keppnistímabilum, nota ég kolvetnisdrykki á æfingum í staðinn fyrir prótein, þar sem ég er ekki að byggja upp vöðvana þá heldur að reyna að vera sem frískust og eiga næga orku alla æfinguna. Ég tek alltaf mikið af vítamínum og má þar nefna fjölvítamín, lið-a-mót, omega-3 forte, C-vítamín og náttljósaolíu. Það skiptir miklu máli að lifa heilbrigðu lífi og láta ekki allt eftir sér. Ég reyki að sjálfsögðu ekki, hef aldrei reykt og mun aldrei reykja. Og áfengi er ekki í uppáhaldi hjá mér og í þau fáu skipti sem ég neyti áfengis drekk ég í mesta lagi eitt rauðvínsglas með góðri nautasteik."

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.