Skinfaxi - 01.08.2002, Side 26
Ætlaði aldrei að verða
atvinnumaður
Lárus Orri Sigurðsson, knattspyrnumaður
frá Akureyri, hefur gert það gott sem
atvinnumaður á undanförnum árum. Hann
hélt í víking árið 1994 er hann gerði samn-
ing við íslendingaliðið Stoke, en á þeim
tíma komu íslenskir fjárfestar hvergi nálægt
liðinu. Árið 1999 færði hann sig um set og
gerði samning við WBA sem lák þá í fyrstu
deildinni ensku. Þar hefur Lárus leikið við
góðan orðstír og verið einn besti leikmaður
liðsins, en eins og flestum ætti að vera
kunnugt leikur Lárus Orri nú í úrvals-
deildinni með liðinu eftir að það tryggði sér
sæti á meðal þeirra bestu á síðasta
tímabili. Valdimar Kristófersson hitti Lárus
Orra á stuttbuxunum einum klæða á Hótel
Loftleiðum fyrir skömmu, en þá var hann
nýkominn af æfingu með landsliðinu sem
átti leik við Ungverja daginn eftir.
Ætlaði heim
höfum verið að ná áttum að undanförnu enda mikil upplifun fyrir leikmenn
WBA og gaman að fá að spila á móti öllum þessum stóru nöfnum og
stjörnum fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda. Viðbrigðin og breytingarnar
eru því miklar frá því í fyrra, en við erum að ná tökum á hlutunum og
venjast aðstæðum."
Stjörnurnar meðhöndlaðar eins og hver
annar andstæðingur
En eru þetta nokkuð stærri leikmenn en þið þegar á hólminn er
komið? ,,Þetta eru vissulega miklar stjörnur sem við vorum að leika gegn
í upphafi, en það er rétt að þegar við erum mættir á völlinn og leikurinn er
hafinn þá er Ijóminn farinn af stjörnunum og þeir teknir eins og hver annar
andstæðingur."
Samningur þinn við WBA rann út í sumar og það var dálítið tvísýnt
hvort þú lékir með þeim áfram, enda gekk nokkuð erfiðlega að semja
aftur. Hver var ástæðan? ,,Það er rétt að samningurinn minn var runninn
út þegar ég samdi loks við þá aftur. Eins og ég sagði þá togaði það mikið
í okkur að flytja heim og ég gerði því ákveðnar kröfur sem félagið þurfti að
uppfylla til að ég yrði áfram. Það gekk upp á endanum þannig að við
ákváðum að vera áfram.“
Varstu orðinn svartsýnn á að þetta mundi ganga? „Já, bæði og, en
hefði þetta ekki gengið upp þá hefði ég alveg verið sáttur við að fara heim
og ekki séð eftir neinu. En þetta gekk upp og það verður því gaman að
takast á við næstu tvö ár.“
Lárus gerði nýjan tveggja ára samning við WBA í ár
með möguleika á árs framlengingu? ,,Ég vildi bara
tveggja ára samning, en þeir vildu semja til þriggja ára. Ég
ætlaði upphaflega að koma heim í sumar og segja skilið
við atvinnumennskuna. Ég er búinn að vera úti lengi og
mér fannst þetta orðinn góður tími. Ég á einnig tvo stráka
og er annar þeirra kominn á skólaaldur og við ætluðum
því að koma heim og flytja norður.“
Ertu orðinn leiður á atvinnumennskunni? ,,Nei, alls
ekki. Þetta er mjög góð vinna og maður lifir góðu lífi af
þessu. En það er meira í lífinu en bara fótbolti og okkur
hjónin var farið að hlakka til að flytja aftur heim til íslands.
En það togaði dálítið í mann að vera áfram þar sem við
komumst upp í úrvalsdeild. Það kitlaði því hégómagirnd-
ina eilítið að prufa að spila á meðal þeirra bestu og athuga
hvernig manni gengi."
Nú átt þú mikið eftir sem knattspyrnumaður, enda ekki nema 29 ára,
og gætir sjálfsagt spilað í a.m.k. 6 ár í viðbót. Þú ætlar ekki að nýta
þann tíma sem þú hefur og spila meðan þú getur? ,,Nei, ég hugsa ekki.
Það skrýtna við mig, í samanburði við aðra knattspyrnumenn, er kannski
að það var aldrei draumur minn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Það
var hálfgerð tilviljun að ég varð atvinnumaður. Ég fór á sínum tíma út til
frænda míns, Þorvalds Örlygssonar, núverandi þjálfara KA, og þá leik-
manns Stoke, til að halda mér í formi fyrir leik með 21 árs landsliði íslands.
Ég mætti því á nokkrar æfingar með þeim og var boðinn samningur hjá
félaginu í framhaldinu. Eftir að ég hafði hugsað mig um í nokkurn tíma
ákvað ég að taka tilboðinu og ég sé ekki eftir því. Þetta er búið að vera
rosalega gaman og þess virði að leggja þetta allt á sig.“
En hvert er nú uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum? ,,Það er Arsenal.
Ég hélt með þeim áður en ég fór út og hef enn mikið dálæti á þeim. Það
var skemmtilegt að spila á móti þeim á dögunum, en ég hefði viljað ná betri
úrslitum þótt Arsenal hafi alltaf verið mitt uppáhaldslið."
Hvernig er síðan að vera kominn í úrvalsdeildina?
,,Það er mjög spennandi. Við erum reyndar ekki búnir að
spila marga leiki, en leikjadagskráin var erfið hjá okkur í
byrjun og við fórum ekki vel af stað í fyrstu leikjunum. Við
Þið töpuðuð 5 - 2 fyrir þeim. Þú hefur ekkert verið hlutdrægur í
leiknum? ,,Nei, alls ekki. Það hefði verið gaman að vinna þá og við
lögðum allt í sölurnar, en því miður var þetta ekki okkar dagur og þeir fóru
oft illa með okkur enda frábært lið á ferð.“