Skinfaxi - 01.08.2002, Síða 27
EorvQmnbtQð-Skwfottft
Hvað með gengi ykkar í vetur; verður
þetta erfiður vetur? ,,Já, það er engin
spurning. Þetta verður langur og erfiður
vetur. Hvað hæfileika varðar þá stöndum
við höllum fæti gagnvart flestum liðunum í
deildinni en við erum þekktir fyrir að leggja
okkur alla fram og berjast um hvern bolta.
Með baráttuna að vopni komumst við upp í
úrvalsdeild og það kemur enginn til með að
fá auðveld stig hjá okkur þótt við séum
komnir upp í úrvalsdeild og með reynslulítið
lið.“
Byggja á sterkum varnarleik
Varnarleikurinn var ykkar sterkasti
hlekkur í fyrra, með þig sem lykilmann
og svo verður sjálfsagt áfram í vetur?
,,Já, við munum byggja upp á sterkum
varnarleik í vetur. Við höfum reyndar fengið
mörg mörk á okkur í upphafi móts en það
tekur smá tíma fyrir okkur að ná áttum, en
um síðustu helgi héldum við hreinu og
unnum okkar fyrsta sigur í deildinni á móti
Fulham. Þannig að ég hef trú á að við
séum aðeins að sjóast og ég er sannfærð-
ur um að fleiri stig eigi eftir að detta inn á
næstunni með sterkum varnarleik. Ég er
með tvo mjög góða miðverði með mér í
vörninni og svo erum við með mjög vinnu-
sama baráttuhunda á miðjunni sem vinna
vel fyrir vörnina og við ætlum að reyna að
loka fyrir rnarkið."
Það er kannski dálítil kaldhæðni í þessu
en þú og Hermann Hreiðarsson deilið
sama herbergi hjá landsliðinu, en hann
neitaði að skrifa undir samning við WBA
fyrir tímabilið. Sagðist ekki vilja rífa
fjölskylduna upp og að auki vildi hann
ekki standa í fallbaráttu enn eitt árið í
úrvalsdeild. Verður það hlutverk ykkar í
vetur að berjast á botninum? ,,Já, það
eru miklar líkur á því að við verðum við
fallsætin. En það veit enginn hvað verður
og við ætlum að reyná okkar besta og njóta
tímabilsins. Það eru aðeins örfáir leikmenn
hjá okkur sem hafa leikið í úrvalsdeildinni
þannig að við rennum mjög blint í sjóinn og
vitum ekki alveg hvað við erum að fara út í.
Það verður bara gaman að sjá hvað gerist.“
En það hefði væntanlega styrkt ykkur að
fá Hermann til liðs við ykkur? ,,Já, það er
engin spurning og það hefði verið skemmti-
legt að fá hann til okkar. Ég hringdi í hann
á meðan á viðræðunum stóð og sagði hon-
um hvernig staðið væri að málum hjá
okkur. En hann tók þá ákvörðun að vera
áfram í Ipswich sem ég skil að vissu leyti,
en það hefði verið gaman að fá hann.“
Hvað með Gary Megson, þjálfara WBA.
Nú var hann látinn fara frá Stoke þegar
íslensku fjárfestarnir
tóku við liðinu. Hann
þjálfaði þig einnig hjá
Stoke og þú þekkir
hann vel, en var rangt
hjá íslendingunum hjá
Stoke að láta hann
fara? ,,Það er erfitt að
segja til um það, en
Megson er hæfur þjálfari.
Hann er mjög harður og
það er ekkert gefið eftir.
Ég er búinn að vera lengi í boltanum en
undirbúningstímabilið í ár er það erfiðasta
sem ég hef tekið þátt í. Það byggist á því
að hafa liðið í mjög góðu formi svo það geti
unnið hart allan leikinn. Þótt að lið eigi eftir
að taka stig frá okkur í vetur þá verða það
ekki auðunnin stig.“
Enska deildin er mjög erfið, leikirnir eru
margir og álagið mikið. Er ekki erfitt að
halda út heilt tímabil? ,,Það er geysilega
erfitt og tekur mikið á líkamann. Maður þarf