Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 30
Ölöf Ásta Farestveit
Pressan er mikil í
vinahópnum
Ólöf Ásta Farestveit er afbrotafræðingur, menntuð í
Háskólanum í Stokkhólmi. Hún hefur í mörg ár
starfað með unglingum, m.a. á Unglingaheimili
ríkisins, á Stuðlum, á Fangelsisstofnun ríkisins og
víðar. Undanfarið hefur Ásta séð um námskeið á
vegum Foreldrahússins og Vímulausrar æsku.
Námskeiðin kallast „Börn eru líka fólk“ og er ætlað
fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og foreldra þeirra.
Þetta eru oftast nær börn alkóhólista og þar er þeim
kennt að skilja tilfinningar sínar og að þau stjórni
ekki á heimilinu. Einnig hefurÁsta verið með
námskeið í sjálfstyrkingu fyrir unglinga á aldrinum
12-16 ára. Valdimar Kristófersson hitti Ástu að máli
og spjallaði stuttlega við hana um námskeiðin og
unglinga í dag.
Getur verið erfitt að vera
unglingur í dag!
Um hvað snýst þetta námskeið?
„Námskeiðið „Sjálfsstyrking ung-
linga“ snýst um það að fá unglinga til
þess að finna stöðu sína í samfélag-
inu og efla sjálfsvirðingu sína. Nám-
skeiðið er forvarnanámskeið og ætl-
unin er að gera unglingana sterka
andlega þannig að þeir geti myndað
sér sjálfstæðar skoðanir og verði
síður áhrifagjarnir. Farið er í gegnum
ýmiss konar fíkniefni og hversu skað-
leg áhrif þau hafa á líkama og sál en
megináherslan er lögð á að skilgreina
eigin líðan og tilfinningar. Þegar við
vitum hvernig okkur líður og hvers
vegna okkur líður á þennan hátt er
hægt að reyna að hafa áhrif á líðan
okkar. Það getur verið erfitt að vera
unglingur í því samfélagi sem við
búum við í dag og því þarf að styrkja
unglingana til þess að takast á við
lífið og þær freistingar sem til eru.“
Hvers vegna fórst þú af stað
með þetta verkefni? „Ástæð-
an var fyrst og fremst sú að
mikið var verið að spyrjast fyrir
um námskeið fyrir unglinga sem
ekki væru komnir í vanda. Fólk
var hrætt við þá hörðu neyslu
sem margir unglingar voru
komnir í og vildi því leggja sitt af
mörkum til að styrkja börnin sín.
Vímulaus æska var líka með
námskeið þá fyrir börn á
aldrinum 6-12 ára og þvi vildi
fólk reyna að fá eldri börn inn á
námskeiðið svo úr varð að farið
var að hanna námskeið sem
hentaði þessum markhópi."
Þetta er mjög fjölbreytt nám-
skeið og unglingarnir fá að
spreyta sig á ýmsum sviðum,
t.d. í listnámi, í samskiptum
og í ræðukeppni. Hver er
tilgangurinn? „Tilgangurinn
með því að hafa námskeiðið
Pressan er
mikil í
vinahópnum
varðandi útlit,
klæðnað og
framkomu og
getur jiað
reynst
unglingum
erfitt að
standast þá
pressu og vera
sjálfstæð. Það
þarf sterka
einstaklinga
til þess að
fara sínar
eigin leiðir.
sem fjölbreyttast er að kynna unglingunum
mismunandi tækni og aðferðir til þess að
skilja sjálfa sig og fá útrás fyrir hinar ýmsu
tilfinningar, eins og reiði, særindi, gleði o.fl.
á sem fjölbreyttastan hátt. Sumir eiga til
dæmis erfitt með að tjá sig munnlega en
geta nýtt sér líkamlega tjáningu eða mynd-
ræna. Sumir teikna eitthvað ákveðið og
geta síðan útskýrt það sem er á myndinni
og á þann hátt fært sig yfir í það að fara að
tala um sjálfan sig án þess að nota þess
háttar hjálpartæki. Mikilvægt er fyrir alla
unglinga að þora að tjá sig fyrir framan hóp
því mun meiri áhersla er lögð á það í
skólum landsins. Það þarf að reyna að búa
börnin sem best undir það að koma fram og
hvernig þau eiga að gera það. Að standa
uppi í pontu er æfing og þau eru æfð í því
hvernig þau geta stjórnað huganum til þess
að minnka spennuna við það að standa fyrir
framan fullt af fólki. En þetta er bara hluti af
því sem gert er. Unglingarnir reyna einnig
að setja sig í spor annarra og reyna að
hugsa um það hvernig öðrum líður og
hvaða líkamstjáningu fólk sýnir.“