Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2002, Page 31

Skinfaxi - 01.08.2002, Page 31
Forvarnablað Skinfaxa Eru unglingar á íslandi með lítið sjálfs- traust og lítinn skilning á samfélaginu og því sem er að gerast í kringum þá? „Flestir unglingar standa vel að vígi en það má hins vegar ekki gleyma þeim sem eru óframfærnir, hafa lent í einelti og eru ein- hverra hluta vegna hlédrægir. Unglingar í dag hafa ágætan skilning á samfélaginu en það er hins vegar spurning hversu mikil áhrif mismunandi þættir í samfélaginu hafa á unglingana. Fjölmiðlar hafa nú greiðan aðgang að fólki. Börn og unglingar horfa mikið á sjónvarp og eru á Internetinu í tölv- unum og sjá og heyra meira heldur en bara það litla samfélag sem þeir búa í. Áhrif þessara miðla eru mikil og stundum sýna þeir ekki raunveruleikann eins og hann er heldur einhverja glansímynd eða hið and- stæða. Pressan er mikil í vinahópnum varðandi útlit, klæðnað og framkomu og getur það reynst unglingum erfitt að stand- ast þá pressu og vera sjálfstæð. Það þarf sterka einstaklinga til þess að fara sínar eigin leiðir.“ Hvað er gaman og hvað ekki? Eitt verkefnið á námskeiðinu nefnist „Án vímu“ en þar er unglingum kennt að skemmta sér án vímu. Hvað felst í þessum hluta námskeiðsins og er hægt að kenna unglingum að skemmta sér án vímuefna? „Megináherslan er lögð á forvarnir og börnin eru frædd um skaðleg áhrif áfengis og fíkniefna. Þau skoða sjálf sig og meta hvað er gaman og hvað ekki en það er ekki beint farið inn á það hvernig þau eigi að skemmta sér því það getur verið svo mismunandi, en megináherslan er lögð á að þau finni hjá sjálfum sér hvað þeim þykir gaman að gera og hvernig þau geta nýtt hugann til þess að upplifa það sem skemmtilegt er.“ Þessir unglingar sem mæta til þín á námskeiðið, eru þau byrjuð að drekka eða fikta með fíkniefni eða eru þetta mest unglingar sem hafa aldrei komið nálægt vímugjöfum? „Unglingarnir á námskeiðinu eru ekki farnir að fikta neitt enda væri þá ekki um fyrsta stigs forvörn að ræða. Ég er að reyna að ná til þeirra unglinga sem standa höllum fæti en eru ekki byrjaðir að neyta neins, hvorki áfengis né fíkniefna." Á námskeiðinu mæta foreldrar tvisvar til þín? Hver er tilgangurinn með því og hvað geta þau gert? „Fyrst koma foreld- rarnir í lok fyrsta tímans til þess að fá upp- lýsingar um hvað gert verður á námskeið- inu og hvað hver dagskrárliður felur í sér. Það er mikilvægt að vera í samvinnu við foreldra því það eru þeir sem hafa mestu áhrif á börnin sín. Foreldrarnir þurfa líka að vita hvað það er sem þeir eru að senda börnin sín í. í lok námskeiðsins, á 11 viku, koma foreldrarnir síðan einir og þá er farið í gegnum það sem gert var á námskeiðinu og hvernig það nýtist börnunum þeirra. Einnig gefst foreldrum þá tækifæri á að leita ráðlegginga með unglingana sína.“ Staðreyndin er sú að unglingadrykkja hefur aukist á undanförnum árum og meðalaldur þeirra sem byrja að drekka hefur lækkað. Hefur þú einhverjar skýringar á þessu og eiga foreldrarnir einhverja sök á þessu? ,,Það er erfitt að skýra út hvers vegna unglingar byrja að drekka fyrr nú en ella. Ég veit ekki hvort það er í rauninni það sem er að gerast en það er Ijóst að neysla harðari efna er að aukast og færast neðar í aldursstigann. Ástæðan er fyrst og fremst sú að börnin eiga greiðari aðgang að þessum efnum nú en áður og sölumennirnir bjóða krökkunum efnin fyrir utan skólana, bíóin og hvar sem er. Krökkum er boðið frítt að prófa einhver efni í þeim tilgangi að bæta nýjum kúnnum í hópinn." Foreldrar verða að veita börnunum sínum aðhald Hvað geta foreldrar gert? ,,Það besta sem foreldrar geta gert er að veita börnun- um sínum aðhald með því að vita hvar þau eru hverju sinni, hverjir eru vinir þeirra og vera í sambandi við foreldra vinanna. Einn- ig er mikilvægt að virða lögbundinn útivist- artíma. Foreldrar ættu ávallt að vera vak- andi þegar börnin þeirra eru að koma heim á kvöldin og láta þau vita að beðið er eftir þeim. Þá vita börnin að það þýðir ekkert að koma heim í annarlegu ástandi nema foreldrarnir viti af því.“ Er fyrsti sopinn oft tekinn vegna þrýstings frá vinum og þar af leiðandi skorts á sjálfstrausti? ,,Hjá flestum unglingum er það þannig að þau gera eins og vinirnir í hópnum. Það þarf sterka sjálfs- virðingu til þess að segja nei ef allir aðrir eru að fara að drekka. Velflestir unglingar byrja að drekka í vinahópnum og því byrja fáir að drekka einir og sér. Þeir reyna að fá vinina með sér.“ Eru unglingar oft að setja áfengi eða aðra vímugjafa ofan í sig gegn sínum vilja, til þess að falla inn í hópinn? ,,Það er sjálfsagt misjafnt og fer eftir persónu- leika hvers og eins. En eins og kemur fram að ofan þá hefur vinahópurinn mikil áhrif á unglingana sem og þeirra fyrirmyndir. Ekki má gleyma því að fyrirmyndir unglinganna skipta heilmiklu máli. Foreldrar og eldri systkini eru oft fyrirmyndir barnanna og ef foreldrar drekka fyrir framan unglingana skapa þeir vissa fyrirmynd fyrir börnin. Þeir sem kunna illa með áfengi að fara færa það munstur yfir til barnanna sinna.“ Fíkniefnanotkun unglinga hefur aldrei verið meiri og sagt er að unglingar hafi jákvætt viðhorf gagnvart neyslunni. Ef unglingarnir hafa jákvætt viðhorf gagn- vart neyslu er samfélagið þá ekki í slæ- mum málum og hvert stefnir eiginlega? „Erfitt er að segja hvaðan jákvætt viðhorf til neyslu kemur en það þarf ekki endilega að vera samfélaginu í heild að kenna heldur er það viðhorf fárra unglinga. Ekki má gleyma því að flestir unglingar hafa neikvæða mynd af neyslu.“ Hvað er til ráða? „Mikilvægt er að fræða unglinga um skaðsemi þessara efna á þann hátt sem höfðar til þeirra. Það þarf að byrja snemma að vinna að forvörnum og helst áður en börnin eru komin í áhættu- hóp. Forvarnir eru eitthvað sem erfitt hefur verið að fá fjármagn í. Foreldrar þurfa fræð- slu um unglingsárin í dag og aðstoð til þess að þekkja einkennin ef börnin þeirra eru farin að neyta fíkniefna. Það eru ýmis tæki og tól sem börnin nota sem foreldrarnir þekkja ekki.“ Er mikill munur á unglingum í dag og fyrir 15-20 árum þegar þú varst ungling- ur? „Vissulega er mikill munur nú og fyrir 15-20 árum en sömu vandamálin eru enn til staðar. Samfélagið er orðið mjög hratt í dag og upplýsingastreymi til unglinganna meira en áður var. Neyslan hefur hins vegar harðnað með árunum og auðveldara er að komast yfir fíkniefni en áður var. Með tilvist símboða og GSM-síma er auðveldara að nálgast sölumenn og neytendur." Ef foreldrar eða unglingar hafa áhuga á að kynna sér þá starfsemi sem fram fer í Foreldrahúsinu hvernig geta þeir þá komist í samband við ykkur? „Best er að hringja á skrifstofutíma í síma 511 6161 ef fólk vill fá upplýsingar um námskeiðin sem í boði eru en ef foreldrar lenda í vandræð- um með börnin sín á kvöldin eða um helgar þá rekur Foreldrahúsið neyðarsíma sem er opinn allan sólarhringinn og síminn þar er 581 1799.“ Hvenær eru námskeiðin hjá þér? „Það hófust þrjú námskeið í byrjun september og síðan hefjast önnur námskeið í janúar að nýju.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.