Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 34

Skinfaxi - 01.08.2002, Qupperneq 34
fwvamaWad-Skinte*a- að fá sig til að rísa upp gegn því, en það verðum við einfaldlega að gera.“ Var ákveðinn i að fremja sjálfsmorð Nú lentir þú sjálfur í eineiti á þínum yngri árum. Hversu alvarlegt var það? „Einelti er alltaf alvarlegt mál. Hvað varðar mitt einelti þá var ég gjörsamlega kominn á botninn og vildi ekki lifa lengur. Ég var ákveðinn í því að fremja sjálfsmorð, þetta var bara spurning um tíma. Sem betur fer ákvað ég að lifa alltaf einn dag í viðbót og athuga stöðuna. Ég var tilbúinn með snör- una, púströrið, slönguna og ég var alltaf með viskýflösku hjá mér svo ég gæti drukkið mig fullan áður en ég framkvæmdi verknaðinn. Ég komst sem betur fer yfir þetta. Ég hafði ekki trú á samfélaginu heldur hafði ég trú á sjálfum mér og áttaði mig á að það er allt sem þarf. Ég þarf engan nema sjálfan mig og því segi ég oft við sjálfan mig að ég sé skemmtilegasta manneskjan sem ég þekki, án mín geti ég ekki lifað. Þetta er sjálfsálit í jákvæðri merkingu og tengist ekkert mínu starfi. Ég er bara eins og ég er. Ég er ekki að þykjast vera eitthvað annað og þannig vil ég fá að vera í friði fyrir öðrum. Ég er eins og ég vil að ég sé en ekki eins og samfélagið ætlast til að ég sé, þannig næ ég að brjótast í gegnum hvaða hindrun sem er og lifa erfiðu tímana af. Ég glími við erfiðleikana en legg þá ekki til hliðar. Fólk verður að þora að taka á erfiðleikum, koma með þá fram í dagsljósið. Ég fæ enn fullt af nafnlausum bréfum frá fólki sem lagt er í einelti. En af hverju eru þau nafnlaus? Ég þoli það ekki. Ætlum við endalaust að vera i einhverjum moldvörpuleik? Við verð- um að þora að taka á vandanum." Hvenær lentir þú í eineltinu og í hvaða formi var það? „Mitt einelti var mjög margbrotið. Það byrjaði í barnaskóla og var andlegt en fór líka út í líkamlegt, ég var laminn, ég var tekinn upp á borð á bóka- safninu í skólanum, klæddur úr fötunum og það var hlegið að mér. Það endaði með því að ég var sjálfur farinn að klæða mig úr fötunum á bókasafninu án þess að ég væri neyddur til þess, og stóð þar á typpinu. Þetta gerði ég til að losna við þá niður- lægingu að vera píndur til þess og ég var því sjálfur farinn að gera mig að fíflinu. Kennarar komu því að máli við foreldra mína og sögðu að ég hefði strípihneigð. „Þið verðið að gera eitthvað í þessu,“ sögðu þeir. Þannig var ég orðinn vanda- málið og ég tók á mig miklar byrðar sem ég átti ekki að þurfa að bera. Þetta eru hlutir sem ég flokka sem einelti, andleg vanlíðan sem samfélagið skapaði mér.“ Þú fórst snemma í leiklistina. Var það vegna mikils áhuga á leiklistinni eða fannstu frið þar og gast verið einhver annar en þú sjálfur? „Ég fór ungur inn í Leikfélag Hafnarfjarðar. Þar naut ég örlítið meiri virðingar, en fljótt fékk ég á mig stimp- ilinn Stebbi fífl. Mér leið best hjá Leikfélag- inu, þar gat ég verið ég sjálfur en jafnframt farið úr mínu hlutverki og verið einhver annar og þá var verið að hlæja að einhver- jum öðrum en mér. Ég gat því notað leik- listina sem ákveðna flóttaleið og notaði hana óspart. Ég mæli samt ekki með þeirri leið.“ Hvenær losnaðir þú út úr þessu? „í raun losnar maður aldrei út úr þessu. Þetta er eitthvað sem fylgir manni alla tíð, en maður verður bara að nota það á jákvæðan hátt og læra af mistökum annarra og sinna. Tilfinningalegur vanþroski minn er enn til staðar að mörgu leyti og ég er að vinna í honum.“

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.