Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 5
rorvarnablað Gkinfaxa mig yfir á 70 mínútur þegar sú vinna bauðst enda taldi ég þá vinnu hæfa mér betur en að bera perukassa á grænmetislagemum." Kemur þá gælunafnið Sveppi af græn- metislagernum í Hagkaup? ,,Nei, reyndar ekki. Það kom þegar ég var fjögurra ára. Þá var eldri bróðir minn alltaf að leika sér með einhverjum strákum sem nenntu ekki að vera með mér þannig að mamma vinar bróðurs míns var alltaf með mér, gaf mér súkkulaði og svona, og hún byrjaði á því að kalla mig Sveppa. Svo byr- juðu strákarnir á því og síðan mamma og pabbi en nú virðist þetta eitt- hvað vera að þróast til baka.“ „Þaðan fór ég á grænmetislager Hagkaups. Ég var síðan ekki lengi að ákveða að færa mig yfir á 70 mínútur þegar sú vinna bauðst enda taldi ég þá vinnu hæfa mér betur en að bera perukassa á grænmetislag- ernum. Nú þurfuð þið að vera dálítið frjóir í kollinum fyrir alla þessa dag- skrárliði sem þið sýnir. Kemur þetta allt frá ykkur eða eru ein- hverjar fyrirmyndir sem þið fylgið eftir? „Nei, ég get ekki sagt það að við eigum ein- hverjar fyrirmyndir. Við erum að passa okkur á því að líkjast ekki nein- um. Við reynum bara að vera sjálfstæðir og nokk- uð frumlegir." Mikið fjör í vinnunni Er ekki voðalega gam- an i vinnunni hjá ykk- ur? „Jú, það er alltaf voða- legt fjör en að sjálfsögðu er þetta vinna líka. Við mætum klukkan níu alla virka morgna og vinnum til fimm. Fyrstu tvo tím- ana finnum við skrýtnar fréttir á netinu þá förum við á fund og förum yfir það sem á vera í þætt- inum og hvaða fréttir við ætlum að taka. Svo er þátturinn alltaf tekinn upp í hádeginu sem tekur klukkutíma en þá keyrum við bara á það sem gerist í stúdíóinu (Settinu). Þegar það er búið förum við út og tökum upp efni sem við notum daginn eftir.“ Nú eruð þið með ýmis fíflalæti í þætt- inum ykkar sem fer fyrir brjóstið á sum- um. Þið eruð allir giftir menn hvað finnst konunum ykkar um þetta? „Það eru margir sem hrista hausinn yfir mér því ég á von á mínu fyrsta barni í ágúst og spyrja mig hvort ég ætli ekki að fara að slaka á og hætta þessum fíflagangi. Ég ætla ekkert að gera það og konurnar okkar taka þessu nokkuð rólega og hlæja oft af þessari vitleysu í okkur. Þær hlæja þó ekki af öllu. Konunni minni var kannski ekki skemmt á dögunum þegar ég pissaði í buxurnar í þætt- inum og hún strunsaði því inn í eldhús ásamt mömmu þegar at- riðið var sýnt,“ segir hann glott- andi. „Ég horfði náttúrulega á og hló eins og vit- leysingur. Það voru samt engir eftirmálar af þessu. Þetta er nú bara einu sinni vinnan mín,“ segir hann glottandi. varpinu þegar 70 mínútur eru á dagskrá. Ég píni stundum kærustuna mína til að horfa á þáttinn því hún er mjög gagnrýnin og gefur mér vissar ábendingar." Nú er Simmi alltaf í hásætinu þegar hann er með ykkur - ræður hann gjör- samlega öllu? „Það eru margir sem halda það og líta á Simma sem pabbann í hópnum sem hann er vissulega enda búinn að vera lengst. En við stjórnum allir og höfum allir jafn mikil völd. Simmi er t.a.m. þrjá daga í viku að selja auglýsingar í þáttinn og þá vinn ég og Auðunn allt efnið sem við tökum upp. Það er enginn yfir einhvern hafinn hjá okkur og við tökum ákvarðanir í sameiningu." „Konunni minni var kannski ekki skemmt á dögunum þegar ég pissaði í buxurnar í þættinum og hún strunsaði því inn í eldhús ásamt mömmu þegar atriðið var sýnt,“ segir hann glottandi. Pínir stundum kærustuna Hvernig er það á kvöldin þegar þú kem- ur heim. Sestu þá fyrir framan sjónvarp- ið með Coke og horfir á þáttinn? „Þú meinar Pepsí! Sko, maður er alltaf á tánum,“ segir hann meðvitaður um að blaðamaður Skinfaxa var að reyna að plata hann en Ölgerðin sem framleiðir Þepsi kostar meðal annarra þáttinn þeirra. ,,Ég horfi ekki á alla þættina, en samt reglulega. Það er hvort sem er ekkert annað í sjón- Það má með sanni segja að þið séuð allir þrír fjallmyndarlegir. Hver er mesta kyntáknið af ykkur? „Sko, það var einhvern tímann gerð einhver könnun og þá var Auðunn Blöndal vin- sælastur hjá kvenþjóð- inni, kannski ekki skrýt- ið því þetta er huggu- legur strákur," segir hann og glottir í annað. „Ég var vinsælastur hjá strákum 9-12 ára. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að bregð- ast við, hvort ég á að fagna því eða ekki en það eru a.m.k. mjög blendnar tilfinningar sem bærast innra með mér. Annars höfum við allir okkar sjarma þótt ég segi sjálfur frá. Simmi er stór, rauð- hærður og með frekn- ur. Ég er lítill með krullur og Auðunn er loðinn, með þétta skeggrót og dökkhærður. Þannig við höfum allir ákveðna kosti sem gera okkur sjarmerandi." Nú sláið þið íslandsmet einu sinni í viku. Hvað eru þau orðin mörg og hvað ís- landsmet er í mestu uppáhaldi? „Ég held að íslandsmetin séu orðin hátt í hundrað talsins. Ég á m.a. íslandsmet í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.