Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 23
Finnbogi Kristinsson í Kópavoginu er vinnustaður er nefnist Fjölsmiðjan. Þar starfa rúm- lega 30 krakkar á aldrinum 16 til 24 ára. Þetta eru allt krakkar sem hefur orðið fótaskortur í lífinu, ekki fundið sig í skóla eða lent í vímuefnaneyslu og vandræðum. í Fjölsmiðjunni hafa þau tækifæri til að fóta sig, endur- heimta sjálfstraustið og finna sér fastan sess í lífinu. Það er Rauði krossinn og Vinnumálastofnun rík- isins sem eru burðarásar í starfsemi Fjölsmiðjunnar. Þar eru sjö starfs- menn og er Finnbogi Kristinsson einn þeirra en hann sér um tölvu- og pökkunardeild Fjölsmiðjunnar. Skin- faxi leit við í Fjölsmiðjunni en þá var þar frekar tómlegt um að litast enda krakkarnir og starfsmenn í sumarfríi. Við erum með um 130 krakka á biðlista sem bíða eftir að komast að - segir Finnbogi Kristinsson starfsmaður Fjölsmiðjunnar Mikil aðsókn í Fjölsmiðjuna Hvernig stóð á því að Fjölsmiðjan var opnuð - hvaðan kom hugmyndin? „Fjölsmiðjan fór af stað í október árið 2001. Hún er rekið að danskri fyrirmynd en þar í landi er fullt af samskonar vinnustöðum. Það var Ásgeir Jóhannesson fyrrverandi stjórnformaður Fjölsmiðjunnar sem kom þessu af stað en það er Rauði krossin og Vinnumálastofnun sem standa á bak við þetta. Þá koma sveitarfélögin að rekstr- inum og svo er ákveðin framlegð á stað- num þar sem fyrirtæki kaupa af okkur ákveðna þjónustu." Er mikil þörf fyrir slíkan vinnustað hér á •andi? ,,Já, hún er gríðarleg. Við erum nteð um 130 krakka á biðlista hjá okkur sem bíða eftir að komast að. Það er mjög stöðug aðsókn að Fjölsmiðjunni. Krakkarnir þurfa mis langan tíma. Sumir krakkarnir eru upp undir tvö ár sem er hámarkstími hjá °kkur. Að þeim tíma liðnum teljum við okkur vera búin að gefa þeim allt sem við getum. Flestir eru í mikið skemmri tíma.“ Hvaða krakkar eru það sem koma til ykkar? ,,Þetta eru krakkar sem hafa ekki náð fótfestu í námi, á vinnumarkaði, og sum þeirra eru að koma úr neyslu með mikla neyslusögu að baki.“ Og það eru bæði strákar og stelpur í vinnu hjá ykkur? ,,Já, þetta er bara almennur vinnustaður þannig að okkur er stætt á því að vera með bæði kynin.“ Fá tækifæri til að Ijúka grunnskólaprófi Hvað eru þið að reyna að gera fyrir krakkana sem koma til ykkar í Fjöl- smiðjuna? ,,Við erum að reyna að útskrifa þau héðan þannig að þau séu tilbúin að takast á við lífið í einhverri mynd t.d. með því að fara aftur í skóla eða inn á vinnumarkaðinn. Það er fjöldi krakka sem kemur til okkar sem hefur ekki lokið grunnskólaprófi og er jafnvel með lesblindu og skriftarörðugleika og eiga við ýmis vandamál að etja. Hjá okkur fá þau t.a.m. mikinn stuðning við kennsluna og tækifæri til að Ijúka grunn- skólaprófinu í gegnum Námsflokkana. Þótt þau séu farin héðan þá geta þau leitað til okkar og fengið áframhaldandi stuðning til að Ijúka grunnskólaprófinu." Hvað fer fram innan veggja Fjölsmið- junnar? ,,Það er nokkuð fjölbreytt starf sem fer hérna fram. Eitt hlutverkið hérna er að veita þeim aðstoð og kennslu sem gerir þau hæfari til að halda áfram í námi. Einnig er þeim hjálpað við að undirbúa sig fyrir bílprófið og fleira. Þá erum við með trésmíðaverkstæði hérna og þar eru nemar sem vinna að ýmsum verkefnum. Þeir hafa síðan farið í framhaldsnám í trésmiði eða beint út á vinnumarkaðinn. Það eru t.d. tveir einstaklingar hjá okkur sem eru í tré- smíðanámi og þeir koma hingað til að fá stuðning og undirbúa sig fyrir bóklega námið. Krakkarnir vinna við þrif og bón fyrir þriðja aðila og við erum með eldhús sem er rekið eins og hver annar vinnustaður. Þá

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.