Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 27
FommwifrKið Skinfawo- væntanlega áhrif á boltann? ,,Já, það er rétt en brottfallið er að minnka og skapast kannski fyrst af möguleikunum sem stelp- unum býðst. Margir skólar bæði í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndunum bjóða stelpunum inngöngu í háskóla og jafnvel styrki til námsins í gegnum fótboltann. Auk þess eru komnar atvinnumannadeildir þannig að möguleikarnir eru alltaf að verða meiri og meiri. Þá er ákveðin gulrót að komast í landsliðið í dag eftir að liðið varð sýnilegra. Það er alltaf gaman að vera með stelpunum í landsliðinu, fá tækifæri til að ferðast o.fl.“ Mætir á hverja æfingu til að gera sitt besta Nú hefur þú borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í deildinni á undanförn- um árum. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert að spila svona vel - æfir þú meiri en aðrir eða hvað er það? ,,Ég þakka fyrir hólið en það er fullt af góðum stelpum í boltanum í dag sem eru að standa sig vel. Hvað mig varðar þá byrjaði ég 10 ára að sefa og fyrir þann tíma var ég alltaf að leika mér í fótbolta með stelpum eða strákum. Ég hef því alltaf verið í fótbolta og það hefur skilað sér. Ég er ákveðin að eðlisfari og hef haft mikin metnað til að standa mig vel í fót- bolta. Ég mæti á hverja æfingu til að gera mitt besta og leggja mig fram en er ekki bara að mæta til að láta sjá mig. Auk þess hef ég alltaf haft gaman af fótbolta og hef enn.“ Lékstu mikið með strákunum þegar þú varst yngri? ,,Já, ég var að mig minnir eina stelpan sem fór út í frímínútum með strákunum til að leika mér í fótbolta. Ég fékk reyndar oft að heyra það og var oft kölluð strákastelpan. Ég tók það reyndar ekkert nærri mér enda hafði ég svo gaman af því að spila.“ Þú hefur þá sjálfsagt fengið mikið út úr því að leika með strákunum? ,,Já, það er engin spurning. Ég og Sigurvin Ólafsson í KR erum bestu vinir og við lékum okkur mikið saman í fótbolta þegar við vorum yngri.“ Þannig að þú hefur kennt Sigurvini allt sem hann kann í dag? ,,Já, eigum við ekki að segja það. Reyndar fékk ég eitthvað út úr þessu líka,“ segir hún glottandi. Ætti að leyfa stúlkum í yngri flokkum að æfa með strákunum Finnst þér að það ætti að gefa ungum stúlkum kost á að æfa með strák- um í yngri flokkunum og keppa með þeim ef þær hafa áhuga á og styrk til þess? ,,Já, engin spurn- ing. Það reyndist alla vega mér vel að æfa með strák- um. í dag leikur meistaraflokkur kvenna stundum við 2. eða 3. flokk karia. Við höf- um allar mjög gott af því fótboltinn hjá strákunum er á allt öðru tempói og stelp- urnar læra að beita sér öðruvísi." Þú ert mjög metnaðarfull og mættir stundum á æfingar með meistaraflokki karla í KR sl. vetur? ,,Já, það var mjög gaman og gekk nokkuð vel. Það var landsleikur hjá okkur í febrúar og það var því gott að halda sér í formi með því að fá að mæta hjá strákunum." Höfðu þeir eitthvað að gera í þig? ,,Nei, það var eitthvað lítið,“ segir hún brosandi. ,,Ætli sé ekki betra að spyrja hvort ég hafi haft eitthvað að gera í þá. Þetta gekk samt ótrúlega vel og það var gaman að fá tækifæri til að vera með þeim. Þetta er allt annar bolti, meiri samkepp- ni, harka og tæklingar og brjáluð læti. Ég var alla vega ekki slökust á æfingunum og mun aldrei skrifa undir það,“ segir hún brosandi. Þú hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. Er eitthvað sem stendur upp úr þegar þú horfir til baka? ,,Já, síðasta ár var mjög skemmtilegt með KR. Ég var auk þess valin íþróttamaður Reykjavíkur. Varð einnig sjötta í kjöri íþrótamanns ársins og sér- staklega gaman að vera fulltrúi kvennalandsliðsins þar.“ Þú ert búin að vinna allt sem þú getur hérna heima en er eitthvað sem þú vilt vinna áður en þú hættir í boltanum þótt það sé enn langt í það að þú hættir? ,,Það væri náttúrulega draumur að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins og ég tel okkur alveg eiga raunhæfa möguleika á því núna. Annars óska ég þess bara að mér eigi eftir að ganga vel áfram bæði með mínu félagsliðið og landsliðinu á næstu árum.“ Hvað með atvinnumennskuna eins og t.d. í Bandaríkjunum? „Hún heillar mig ekkert sérstaklega. Svo er að fara af stað atvinnumannadeild í Englandi og Þýska- landi. Þessar atvinnumannadeildir eru að og eiga eftir að þroskast þannig þær virka ekki neitt sérstaklega spennandi á mig eins og er.“ Hvað ef þér stæði til boða að fara? ,,Ég held að það mundi ekki breyta neinu. Ég er að fara í framhaldsnám til Svíþjóðar og ég ætla að halda mínu striki í því. Þar er ég að fara að spila með góðu liði. Ef ég væri sjö árum yngri þá myndi ég kannski láta til leiðast. Framtíðin liggur ekki í boltanum." Það eru ákveðnir fórdómar í gangi gagnvart kvennaknattspyrnunni þ.e.a.s. að mörgum finnst knattspyrna ekki fyrir „í fyrstu auglýs- ingunni vorum við allar á bikínum og ég held að það hafi komið mörgum á óvart hversu kven- legar við vorum. Auðvitað eru ein- hverjar inn á milli sem er strákalegar eins og gengur bara og gerist. Það eru líka stelpur sem ekki eru að æfa fótbolta sem eru strákalegar."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.