Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 34
■€«#fö«-&í-ÁtéeteééHW' Nú eruð þið að brydda upp á ákveðnum nýjungum og fara nýjar leiðir með þessu námskeiði. Þetta forvarnstarf sem hefur verið unnið með hingað til er það barn síns tíma þ.e.a.s. þessi fræðsla og að tala við krakkana og benda þeim á hættuna? „Alltaf er þörf á fræðslu og forvarnarstarfi. Þessi fræðsla virkar vel á marga unglinga en það eru alltaf einhvejir sem af ýmsum ástæðum taka ekki til sín fræðsluna og þurfa þá annars konar vettvang.” Sum eru illa tengd við tómstundastarfið Þið eruð með þessu námskeiði að búa til ákveðin verkefni fyrir krakkana með listiðkun þannig að þau hafi eitthvað spennandi fyrir stafni. Er vandamálið í dag að það er ekkert fyrir krakkana að hafa? ,,Að hluta til er ekki nóg fyrir stafni fyrir þessa krakka en að hluta til þarf að hjálpa þessum krökkum að finna einhverjar aðrar leiðir. Þau bæði sjá ekki það sem er í boði og sum eru svo illa tengd við tómstunda- starfið að þau vita ekki hvað er að gerast Dr. Milkman talar um að námskeiðið taki heilt skólaár eða níu mánuði. En er ekki nauðsynlegt að vera með svona nám- skeið allt árið um kring. Unglingarnir taka sér varla frí frá neyslunni yfir sumartímann? „Nei það gera þeir ekki. Það getur reynst erfitt að ná til þeirra í sumarfríum og við bjóðum þess vegna, allt árið, upp á annað úrræði sem heitir íhlutun. Það er einstaklings og fjölskyldu miðuð meðferð í félagslegu umhverfi unglingsins. Hvað varðar sumarið þá lenda unglingarnir einmitt í mestu vandræðunum yfir sumarið því þá er minna aðhald heima fyrir og engir skólar. Þegar skólinn byrjar aftur og liðnir eru 1-2 mánuðir þá fara hlutirnir að komast upp því sá sem hefur misstígið sig yfir sumarið fer t.d. að mæta illa í tíma, hann breytist, hættir að skila verkefnum o.s.frv. Þannig að í raun er ekki síður þörf á að veita aðhald yfir sumarið”. Fyrir hvaða aldur er námskeiðið hjá ykkur og hvernig geta þeir sem hafa áhuga á komist á námskeiðið? „Námskeiðið er fyrir 15 til 18 ára. Hvað varðar þátttöku á námskeiðið þá eru tilvisandi aðilar að námskeiðinu þeir aðilar sem hafa með velferðarmál barna og unglinga að gera.” Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 534 5444, á heimasíðunni www.nyleid.is eða senda tölvupóst á nyleid@nyleid.is þar.” Verður þetta námskeið hjá ykkur svipað því sem gerist í skólum með heimavinnu t.a.m.? „Nei, það verður ekki mikil heimavinna. Verkefnin ver- ða flest unnin á staðnum. En við ætlum að vera í samvinnu við skólana þannig hluti af Lífs-listin verður metin inn í skólana. Það er mjög mikilvægt að vera í samvinnu við skól- ana þannig að unglingurinn komist alltaf til okkar þótt það rekist á við einhvern tíma í skólanum. Þá vita skólastjórnendur af þeim og hvað þeir séu að gera hjá okkur:” Eitt af lykilhugtökum ykkar er “vellíðan án vímuefna.” Nú virðist það vera algengt sjónarmið hjá unglingum í dag að það sé engin skemmtun án vímuefna. Er sú hugs- un, að skemmta sér án vímuefna, hverfandi í dag? „Já, ég hef heyrt þetta og tel þetta í raun vera mjög almennt og virðist það ekki bara við um unglinga heldur fullorðna líka. Eg held að unglingarnir séu alveg eins og við fullorðna fólkið og geri það sem fyrir þeim er haft. Ég var t.d. að hugsa síðast í gær, að það var auglýsing í sjón- varpinu um fjölskyl- duhátíð um versl- unarmannahelgina með mynd af bjór- flösku. Væntanlega styrkir viðkomandi aðili mótið eða auglýsinguna. Hvaða skilaboð eru þetta? Ég held að unglingarnir séu alveg eins og við fullorðna fólkið og geri það sem fyrir þeim er haft. Ég var t.d. að hugsa síðast í gær, að það var auglýsing í sjónvarpinu um fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina með mynd af bjórflösku. Væntanlega styrkir við- komandi aðili mótið eða auglýsinguna. Hvaða skila- boð eru þetta? Það er því ekki auðvelt að segja við 16 ára ungling að nú þurfa hann að vera edrú.” Þetta verkefni er sótt í smiðju dr Harveys Milk- man próferssors í Ban- daríkjunum sem hefur þróað forvarnar- og meðferðarúrræði fyrir unglinga. Þið ætlið að gera tilraun með þetta í vetur, hvað telur hann að slíkt námskeið taki langa tíma? „Hann leggur þetta þannig að upp að þetta taki heilt skólaár. Þetta er 3x 3 mánuðir og okkar nám- skeið er tilraunaverkefni í vetur. Síðan verður nám- skeiðið tekið út af utanaðkomandi aðilum. Ef vel tekst til munum við þróa þetta enn frekar.”

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.