Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 21
Fofvomobloð Sltinfoxa markmið er annað sæti í riðli miðað við styrkleikaskipting- una. Ef við horfum á þetta utanfrá þá mundu flestir í knattspyrnuheiminum hugsa að möguleikar íslands á að komast í úrslitakeppni væru engir. En það sem er sérstakt við okkur er að við höfum mikinn metnað og kraft. Metnaður okkar er oft umfram getu og hann drífur okkur áfram. Auðvitað vona ég einn daginn að okkur takist að komast alla leið og hver veit nema að það verði með haustinu." Þú ert sjálfsagt búinn að koma þér vel fyrir eftir langan feril og þarft ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Á bara að liggja með lappirnar upp í loftið eða tekur eitthvað nýtt og spennandi við hjá þér? ,,Það verður ekki legið upp í sófa öllum stundum. Fjölskyldan er búin að koma sér vel fyrir í Fossvoginum. Ég er menntaður lögfræðingur og vil endilega takast á við þá iðju enda er lögfræðin ákveðin áskorun fyrir mig. Það er reyndar orðið nokkuð langt síðan ég nam lögin og maður því orðinn nokkuð ryðgaður í fræðunum. Þannig að ég verð sjálfsagt að gefa mér einhvern tíma til að fara yfir bækurnar aftur. Það tekur kannski 2-3 ár að afla sér reynslu og þekkingu að nýju. Ég vona bara að það gangi vel og svo verður bara framtíðin að leiða það í Ijós hvernig mér vegnar og hvernig mér líkar að starfa sem lögfræðingur." Ertu búinn að ýta boltanum alveg frá þér eða hefur þú hugsað þér að koma inn í hann aftur með einhverju öðrum hætti eins og t.d. þjálfun eða jafnvel að kaupa Val? „Maður er náttúrulega tengdur fótboltanum og því verður erfitt að kúpla sig alveg út úr þessu. Ég er mikill ^alsari og vonandi að ég geti hjálpað þar eitthvað til í félagsstarfinu og við reksturfélagsins. Þá vildu stjórnarmenn i Bolton að ég héldi sambandi við þá og fylgdist með 'slenskum leikmönnum sem gætu farið til þeirra og gert góða hluti þar. Ég á alla vega von á að vera í góðum tengslum við ^al og Bolton áfram. Áður en ég fór frá Bolton var mér boðin staða sem forseti fyrrverandi leikmanna Bolton. Ég tók því °9 er því orðinn forseti," segir hann hlæjandi. ,,Mér þótti þetta mikill heiður og hjálpar mikið til að vera áfram í tengsl- um við félagið sem ég hef mikinn áhuga á,“ sagði þessi síungi knattspyrnumaður að lokum. Tryggðu öryggi þitt og heimilisins Á undanfömum árum hafá Islendingar í auknum mæli gert sér grein íýrir því hve dýrmætt það er að haíáöryggismál sín ígóðu lagi. Securitas hefiir áralanga reynslu af því að þjóna jafnt heimilum sem fyrirtækjum og býður upp á fjölbreyttar lausnir. Innbrot • Heimavörn Vaktar heimili þitt allan sólarhringinn fyrir innbrotum og eldi. Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af eigum þínum þegar þú ert að heiman. Bruni • Eldvarnir Slökkvitæki - eldvarnarteppi - reykskynjarar geta bjargað mannslífum og verðmætum Aldraðir, sjúkir og Öryggishnappurinn Færir viðkomandi aukið frelsi og dregur úr áhyggjum aðstandenda. Hafið samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og láttu meta þörfina hjá þér. SECURITAS Öryggi í stað áhættu!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.